Fréttablaðið - 28.09.2007, Page 26

Fréttablaðið - 28.09.2007, Page 26
Uppáhald AmeríkanaNýr norrænn matur og matar- gerðarlist er samstarfsáætlun á vegum norrænu ráðherra- nefndarinnar. Tilgangurinn er að skapa jákvætt viðhorf til norrænnar matargerðarmenn- ingar og stuðla að staðbund- inni notkun hráefna. „Samstarfsáætlunin New nordic food eða Nýr norrænn matur og matargerðarlist byggir á því að taka tillit til matarhefða innan Norðurlandanna og skapa jákvætt viðhorf til norrænnar matargerð- armenningar,“ segir Emilía Mart- insdóttir, deildarstjóri hjá Matís. „Enn fremur á að stuðla að staðbundinni notkun hráefna þannig að hvert hérað vinni úr sínum eigin hráefnum í staðinn fyrir að flytja matinn langar vega- lengdir.“ Norræna ráðherranefndin setti samstarfsáætlunina af stað í upp- hafi þessa árs og hefur lagt tölu- verða peninga í verkefnið. Auk Emilíu eru þrír fulltrúar Íslands í nefndinni, þau Laufey Haralds- dóttir, Siggi Hall og Baldvin Jóns- son. Þeir tveir síðastnefndu eru svokallaðir sendiherrar og eiga að standa að kynningu á norrænni matargerð og menningu. Norræna ráðherranefndin veitir styrki í verkefni sem talin eru draga fram staðbundna norræna matarmenningu. Með þeirra stuðningi verður meðal annars efnt til norræns þings matreiðslu- manna, keppni áhugamanna um matreiðslu og gerð uppskrifta- bóka. „Talið er að þetta samstarf efli matvælaframleiðslu og ferða- mennsku í strjálbýli. Með nýrri norrænni matargerðarlist vilja ríkisstjórnir Norðurlanda koma norrænni matargerðarlist á heim- skortið. Eitt af markmiðunum er að bjóða Norðurlandabúum holl og heilsusamleg matvæli. Annað markmið er að styrkja samkeppn- ishæfni Norðurlanda á alþjóðleg- um matvælamarkaði,“ segir Emil- ía að lokum en nánari upplýsingar um styrkveitingar er að finna á www.matis.is. Norræn matargerð- arlist á heimskortið Hvað er... NÝTT SYKURLAUST SÓLBERJA ÞYKKNI Ríkt af C-vítamíni Þú get ur b land að 8 lí tra af b rag ðgó ðum djús ! Laugavegi 51 • s: 552 2201 MADE FROM THE WORLDS FINEST MATERI- ALS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.