Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.09.2007, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 28.09.2007, Qupperneq 34
BLS. 6 | sirkus | 28. SEPTEMBER 2007 Fjölbreytt og persónuleg hártíska í vetur „Mér finnst ekki beint að marka frægu fyrirsæturnar þegar kemur að hártísku því þær eru alltaf með sítt hár vegna vinnunnar,“ segir Ásgeir Hjartarson hárgreiðslumaður á Supernova um hártískuna í haust en Ásgeir opnaði nýlega nýja stofu í Smáralindinni með eiginkonu sinni. Ásgeir segir marga stíla í gangi í hár- greiðslu í vetur. Tímarnir séu breyttir frá því þegar allar konur vildu vera með Meg Ryan-klippinguna. „Tískan er fjölbreytt og hver og einn verður að finna hvað hentar honum. Að mínu mati eru þungir þvertoppar rosalega flottir en þeir passa ekki við alla alveg eins og bleikar gallabuxur eru ekki heldur fyrir alla. Með haust- inu finnst mér skemmtilegt að setja smá liði í hárið og ég mæli með að konur noti frekar sléttujárnið en krullujárnið til að fá mýkri og rómantískari liði. Krullurnar eru mjög heitar núna eins og sést á stjörn- unum í Hollywood og eins og bótox og sílikon yngja krullurnar og gefa mýkra yfirbragð.“ Ásgeir segist reglulega spurður hvort strípur séu ekki örugglega dottnar út en það sé algjör fjarstæða. „Við verðum bara að kunna að nota þær rétt og muna að djúpnæra. Djúpnæring er mjög mikilvæg til að halda hár- inu heilbrigðu og það getur enginn litað sig ár eftir ár án þess að djúpnæra. Það væri eins og stunda ljósabekkina án þess að nota rakakrem.“ Ljós litur og liturinn hennar Gisele Bündchen, djúpur í rót- inni með ljósgylltum endum, séu einnig heitir sem og Christina Aguilera greiðslur. „Ég elska týpur sem þora að taka hlutina alla leið og þessi 1920-30 greiðsla hennar Christinu er mjög flott ásamt eld- rauðum varalit og háum hönskum. Annars er mikil tenging á milli hársins, litsins, förðunarinnar og fatanna og við verðum að passa samræmið þar á milli.“ Grand rokkokó vetrartíska „Markmið mitt er að reyna að læða einhverjum lit á hverjum vetri með þessum svarta. Í ár held ég að rauð- ur, dökk túrkís og vínrauður verði flottir,“ segir Íris Eggertsdóttir fata- hönnuður sem hannar undir merk- inu Rokkmantík fyrir verslunina KVK. Íris segist sjálf vera að vinna mikið með peysur yfir peysur eða lag yfir lag eins og hún kallar það. „Ég held að það verði mikið um slár og stóra trefla, langa hanska og griffl- urnar halda áfram en verða hærri. Háar legghlífar verða líka inni.“ Íris segir margt leyfilegt. Mittið verði áberandi en að í boði verði að hafa beltið í mittinu eða uppi undir brjóst- inu. „Það verður mikið af lausum peysum sem eru teknar saman í mittinum með beltum. Við erum að færast svolítið nær rokkokó ívafi og frá 9. og 10. áratugnum svo tískan verður meira grand. Skartið verður í einfaldari kantinum, púffið og píf- urnar sjá um skrautið en hárskrautið heldur áfram og verður bara meira og stærra.“ indiana@frettabladid.is Leggings, sokkabuxur og leður „Í kventískunni í vetur munum við sjá vandað efnisval. Silki, kasmír, leður og merínóull verða meira áberandi en áður,“ segir Hilmar Már Hálfdáns, stílisti Vero Moda, Only, Vila, Jack and Jones, Selected, Exit og Outfitters Nations. Hilmar segir að mikið verði um prjóna- vörur og að lagt verði upp úr þægilegum peysum. „Leggings eru náttúrlega nauðsynlegar bæði við kjóla, túlipanapils og peysur auk þess sem kjólar, peysur og kápur í blöðrusnið- um verða algengar í vetur. Sokkabuxurnar eru líka að koma í stórum stíl og verða þykkar með alls kyns munstrum og það smartasta er að velja sama lit á sokkabux- unum og peysunni eða kjóln- um. Og jafnvel skónum líka,“ segir Hilmar og bætir við að mittið verði áfram hátt uppi. „Meiri fókus verður á skemmtilegar skyrtur auk þess sem við eigum eftir að sjá mikið af leðurkjólum, pilsum, jökkum og frökkum en þá er um fínna leður að ræða. Í litunum verður dökkgrár algengur, svart, cream, en fyrir utan þessa aðalliti verður einnig dökkfjólublár, silfur, dökkblátt og metallic.“ Þegar hann er spurður um hvernig honum lítist á hausttískuna segir Hilmar Már að honum finnist hún æðisleg. „Þetta er góð tíska fyrir allar konur því það er margt í gangi og allar geta fundið eitthvað fyrir sig. Konur eiga að njóta þess að vera kvenlegar og í dag er fókusinn á fallegustu líkamshlutana auk þess sem efnin eru þægileg og henta íslenskum aðstæðum.“ SIRKUS LEITAÐI TIL MÁLSMETANDI AÐILA Í TÍSKUHEIMINUM TIL AÐ LEGGJA LÍNURNAR VARÐANDI HAUSTIÐ OG VETURINN. KVENLEG EN ÞÆGILEG HAUST- TÍSKA FYRIR ALLAR KONUR ROKKMANTÍK „Skartið verður í einfaldari kantinum, púffið og pífurnar sjá um skrautið en hárskrautið heldur áfram og verður bara meira og stærra,“ segir Íris Eggertsdóttir fatahönnuður. MYND/RÓSA ELSKAR TÝPUR SEM ÞORA „Ég elska týpur sem þora að taka hlutina alla leið og þessi 1920-30 greiðsla hennar Christinu er mjög flott ásamt eldrauðum varalit og háum hönskum,“ segir Ásgeir á Supernova. MYND/HÖRÐUR KVENLEG TÍSKA „Konur eiga að njóta þess að vera kvenlegar og í dag er fókusinn á fallegustu líkamshlutana auk þess sem efnin eru þægileg og henta íslenskum aðstæðum,“ segir Hilmar Már, stílisti Vero Moda og fleiri verslana. MYND/RÓSA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.