Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.09.2007, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 28.09.2007, Qupperneq 36
BLS. 8 | sirkus | 28. SEPTEMBER 2007 Heimili Addúar og Sindra er frum-legt og fallegt, það brakar í gólf- unum og ekki laust við að það bóli á marókkóskri stemningu. Miðbæjar- heimilið er þó ansi ólíkt æskuheimili Addúar, sem ólst upp í risastórri villu í Árbænum. „Ég er ótrúlega ánægð með að hafa alist upp í Árbænum og er mjög stolt af því. Árbær city er náttúrlega stór- borg í úthverfi. Húsið í Lækjarásnum var rosalegt hús sem faðir minn byggði handa mömmu minni þegar hann var 27 ára,“ segir Addú og hlær sínum dillandi hlátri og bendir á að sjálf eigi hún langt í land hvað varðar Árbæjarvilluna. „Þetta eru breyttir tímar, ég vil hvergi annars staðar vera en í mið- bænum, en ætli ég sé ekki enn þá bara svo mikill unglingur í mér og finnst miðbærinn vera það allra heit- asta.“ Sjálf segist hún hafa verið draum- ur hvers foreldris þegar hún var barn en um leið og hún varð tólf ára breytt- ist allt og ekki laust við að villingur- inn Addú tæki völdin. Hún var þó aldrei í neinu rugli, henni fannst bara svo ógurlega gaman að vera til. „Ég byrjaði að fikta við að reykja þegar ég var 14 ára. Það kostaði pen- inga svo ég fór að vinna á bensín- stöðinni í Árbænum sem mamma mín rak til að eiga fyrir rettunum. Upp frá þessu varð ég háð því að eiga alltaf peninga. Einn af kostunum við að vera að vinna á bensínstöðinni var að meðan skólafélagar mínir voru í félagsmiðstöðinni Árseli að borða kleinuhringi þá hékk ég úti á bensínstöð í frímínútum og át Júm- bósamlokur sem ég skrifaði á mig.“ En svo hættir þú í Júmbósamlok- unum og fékkst hálfa Reykjavík til að staupa sig á eplaediki í megrunar- skyni? „Já, drottinn minn, það var ótrú- legt. Það átti að vera ægilegt heilsu- trikk að drekka eplaedik. Ég var búin að bæta aðeins á mig og vinkona mín setti mig á vigtina og sagði að nú þyrfti ég aðeins að tálga mig. Svo ég keypti mér eplaediksflösku og drakk heilmikið af því sem gerði það að verkum að kílóin hrundu af mér. Eftir smá tíma var ég orðin hasarpía og þá vildi fólk fá að vita hvert leyndarmál- ið væri. Þetta gerði það að verkum að eplaedik hreinlega kláraðist í versl- unum og á tímabili var það ófáan- legt. Þá dauðsá ég eftir því að hafa verið að segja fólki frá þessu.“ Ertu ennþá á eplaediki? „Nei, með tímanum lærði ég inn á líkamann og í dag veit ég að það er mun skynsamlegra að borða hollan mat og drekka vatn.“ Kynntust á Tom Selleck Sumarið 2004 krækti Addú í dag- skrár- og kvikmyndagerðarmanninn Sindra Pál Kjartansson. Þau voru búin að þekkjast í töluverðan tíma en möguleikinn á sambandi hafði einhvern veginn ekki hvarflað að henni. Það var ekki fyrr en hann reyndi að kyssa hana fyrir utan SPRON á Skólavörðustíg um miðja nótt að hún velti því fyrir sér hvort hann væri ekki góður kostur. Stuttu seinna var Tom Selleck-keppnin haldin á Sirkus en í henni er keppt í flottasta yfirvararskegginu. „Sindri er einn af aðalhvatamönn- unum í þessari keppni og því vissi ég að hann yrði þarna. Það var liðinn svolítill tími frá atvikinu fyrir utan SPRON og ég var harðákveðin í að ná í hann. Ég klæddi mig upp, mætti á svæðið og nældi í kallinn. Síðan erum við búin að vera saman. Ég er ekkert smá heppin því ég krækti í einn mesta snilling sem Ísland hefur alið af sér. Sindri er besti maður í heimi. Við erum ótrúlega samstiga og löðum fram það besta í hvort öðru. Það er mikil ást og gleði á Vatnsstíg.“ Þegar Skjár einn hóf göngu sína varð Addú mjög áberandi í skemmt- analífi borgarinnar og þótt hún ynni ekki beint á Skjá einum tilheyrði hún engu að síður klíkunni. „Besta vinkona mín vann á síman- um á Skjá einum og þar sem við vorum eins og samlokur fékk ég að vera með í öllu. Þetta var hrikalega skemmtilegur tími og ég hef aldrei, fyrr eða síðar, upplifað jafn mikinn kraft,“ segir hún og hlær. Síðan unnu þær vinkonur sig upp í því að vera með eigin sjónvarpsþætti. Sigga Lára vinkona hennar með Mótor og Addú með Nítró sem var þáttur um íslenskar akstursíþróttir. „Þegar það vantaði þáttastjórnanda í Nítró þá var náttúrlega kallað í mig því ég hafði unnið á bensínstöð og var með bíladellu. Maður var ungur og hress á þessum tíma og fannst hrikalega töff að ferðast um landið þvert og endilangt til að horfa á torfærukeppn- ir og kvartmílur. Og ekki var félags- skapurinn verri, ég kynnstist svo ARNÞRÚÐUR DÖGG SIGURÐARDÓTTIR, EÐA ADDÚ EINS OG HÚN ER OFTAST KÖLLUÐ, ER EIN AF SKRAUTFJÖÐR- UM BÆJARINS. HÚN HEFUR LIFAÐ VIÐBURÐARÍKU LÍFI OG ÞAÐ ER ALDREI LOGNMOLLA Í KRINGUM HANA. ADDÚ BÝR Í MIÐBÆNUM MEÐ SINDRA KJARTANSSYNI, SEM HÚN KRÆKTI Í Á TOM SELLECK-MOTTUKEPPNINNI. FATAFRÍK Addú segist spá mikið í tísku þótt hún fylgi henni ekki blindandi. MYNDIR/ARNÞÓR BRJÁLÆÐINGUR Á PINNAHÆLUM!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.