Fréttablaðið - 28.09.2007, Page 38
28. SEPTEMBER 2007 FÖSTUDAGUR2 fréttablaðið í skólanum
Knattspyrnumennirnir Bjarni
Guðjónsson úr ÍA og Helgi
Sigurðsson úr Val sitja saman
á skólabekk í Háskólanum í
Reykjavík þar sem þeir nema
viðskiptafræði.
„Við vorum bara að byrja í nám-
inu og erum búnir með einn
mánuð,“ segir Helgi og Bjarni
er honum sammála um að námið
gangi vel þótt það sé mjög erf-
itt. Helgi bætir því við að námið
sé alveg full vinna og eiginlega
meira en það því þegar heim sé
komið taki við verkefnavinna
fram eftir kvöldi.
„Ég þyrfti helst þrjá til fjóra
tíma í viðbót í sólarhringinn til
að sinna öllu því sem ég þarf að
sinna,“ segir Bjarni og bætir því
við að það sé mjög fínt að fara
aftur í skóla eftir tíu ára hlé frá
námi. „Við erum reyndar að læra
þetta allt frá grunni sem hinir
krakkarnir sem koma hingað
beint eftir framhaldsskóla eru
þegar með þannig að við þurfum
að hafa aðeins meira fyrir
þessu.“
Bjarni og Helgi vissu ekki
hvor af öðrum þegar þeir skráðu
sig í námið og segja það algjöra
tilviljun að þeir séu saman í öllum
tímum. Helgi segir þá auðvitað
reyna að hjálpast að í náminu
og hlýða hvor öðrum yfir. „Það
er mikill stuðningur af því að
hafa hvorn annan en við reynum
auðvitað að sækja visku annars
staðar líka til að leyfa öðrum
að njóta þess með okkur,“ segir
hann og hlær.
Félagarnir segja lítið fara fyrir
keppni á milli þeirra í náminu.
„Það er frekar að við séum
saman í liði hérna,“ segir Bjarni
brosandi og bætir því við að nú
hafi þeir skilning á því að þeir
þurfi á því að halda að mennta
sig en þeir eru báðir sannfærðir
um að þeir séu frekar tilbúnir
til þess núna en þegar þeir voru
tvítugir. „Síðast þegar ég var í
skóla var ég ekki að því fyrir
sjálfan mig heldur var þetta bara
eitthvað sem ég varð að gera,“
segir Bjarni, sem stefnir á að
ljúka viðskiptafræðinni á þremur
árum, eins og Helgi.
Spurðir hvernig gangi að
samræma fótboltann og námið
segja þeir að þar sem þeir séu
í dagskóla smelli þetta nokkuð
vel. „Við erum í skólanum til
klukkan fjögur og brunum þá
beint á æfingu, þannig að það er
fínt,“ segir Bjarni. Helgi bætir
því við að fótboltinn sé auðvitað
að syngja sitt síðasta í bili og ekki
nema vika eftir.
Helgi og Bjarni eru báðir
fjölskyldumenn og viðurkenna
að meðan fótboltinn sé enn í
fullum gangi sé lítill tími fyrir
fjölskylduna. „Nú er farinn að
vera meiri hraði í náminu og þá
minnkar tíminn enn meira fyrir
fjölskylduna,“ segir Bjarni en
Helgi skýtur því hlæjandi inn í
að það sé kannski spurning hvort
þeir eigi einhverja fjölskyldu
eftir námið, en dregur svo í
land og segir fjölskylduna að
sjálfsögðu sýna mikinn skilning.
Báðir hafa félagarnir verið
atvinnumenn í knattspyrnu
erlendis og svara því játandi að
það fylgi því mjög ólíkur lífsstíll
að vera í atvinnumennskunni
annars vegar og hér heima hins
vegar. „Þegar maður er úti í
atvinnumennskunni er maður
alla daga að reyna að finna sér
eitthvað að gera yfir daginn en það
er enginn skortur á verkefnum
hér heima og jafnvel of mikið
að gera á köflum,“ segir Bjarni.
„Fótboltinn hefur tekið sinn tíma
og auðvitað einbeitir maður sér
að honum meðan maður er úti.
Núna er forgangsröðin öðruvísi
því það er skólinn sem er orðinn
númer eitt því það verður að huga
að framtíðinni,“ segir Helgi að
lokum og félagarnir drífa sig beint
í dæmatíma. sigridurh@frettabladid.is
Í námi samhliða boltanum
Skagamaðurinn Bjarni Guðjónsson og Valsarinn Helgi Sigurðsson eru báðir nýbyrjaðir í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík
og hjálpast að við námið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Rannís stendur í þriðja sinn fyrir
Vísindavöku – stefnumóti við
vísindamenn, í kvöld, föstudaginn
28. september. Dagurinn er tileink-
aður evrópskum vísindamönnum
og haldinn hátíðlegur í helstu
borgum Evrópu.
Vísindavakan verður haldin
í Listasafni Reykjavíkur –
Hafnarhúsi klukkan 17 til 21
en slíkar vökur eru haldnar í
yfir þrjátíu borgum í Evrópu.
Markmiðið með þessum atburðum
er að kynna fyrir almenningi
fólkið á bak við rannsóknirnar –
vísindafólkið sjálft og verk þess,
draga fram mikilvægi rannsókna
og þróunar í nútímasamfélagi
og beina sjónum ungs fólks að
þeim möguleikum sem liggja í
starfsframa í vísindum.
Á Vísindavökunni mun vísinda-
fólk frá háskólum, stofnunum og
fyrirtækjum kynna yfir 50 rann-
sóknarverkefni sem þeir vinna.
Gestir fá að skoða og prófa ýmis
tæki og tól sem notuð eru við
rannsóknirnar, skoða hinar ýmsu
afurðir rannsóknanna og spjalla
við vísindafólkið um starfið í vís-
indum og nýsköpun. Opið hús og
allir velkomnir.
Meðal þeirra sem taka þátt eru
Háskóli Íslands í samstarfi við
Kennaraháskóla Íslands. Menn-
ing Japans og Kína, nýstárlegur
hálkuvari, fræðsla um alnæmi í
Malaví, nýjungar á Vísindavefn-
um, þjóðtrú og menningararfur og
jarðskjálftamælingar eru meðal
verkefna sem Háskólinn kynnir.
Börn eru sérstaklega velkom-
in í Vísindaveröld Fjölskyldu- og
húsdýragarðsins sem verður með
útibú á Vísindavökunni.
Stefnumót við vísindafólk
Börn eru sérstaklega velkomin í Vísinda-
veröld Fjölskyldu- og húsdýragarðsins
sem verður með útibú á Vísindavökunni.
DAGUR NAUTGRIPARÆKTARINNAR
Landbúnaðarháskóli Íslands stendur fyrir opnu húsi í kennslu- og
rannsóknafjósum og Bútæknihúsi skólans á Hvanneyri í Borgarfirði
laugardaginn 6. október frá klukkan 12 til 18.
Skapast hefur góð reynsla af því undanfarin ár að hafa opið hús í
kennslu- og rannsóknarfjárhúsum LbhÍ að hausti og er vonast til að
Dagur nautgriparæktarinnar muni festa sig í sessi sem árlegur viðburður.
Ætlunin er að kynna rannsóknaverkefni í nautgripa- og jarðrækt á
vegum LbhÍ og samstarfsaðila, auk fyrirhugaðra verkefna á komandi
misserum. Þá er ráðgert að hafa nokkrar hressilegar uppákomur yfir
daginn ætlaðar bæði börnum og fullorðnum.
Nánar á www.lbhi.is
Dagur nautgriparæktarinnar verður haldinn á Hvanneyri 6. október.