Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.09.2007, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 28.09.2007, Qupperneq 42
 28. SEPTEMBER 2007 FÖSTUDAGUR6 fréttablaðið í skólanum Í Ísaksskóla byrja börnin að læra ensku í fimm ára bekk og þá talar kennarinn bara ensku. „Við fórum að kenna átta ára börnunum ensku árið 1993. Á þeim tíma hófst enskukennsla í hinum almenna grunnskóla í 6. bekk en þarna fannst okkur tími kominn að kenna þeim yngri. Í dag fá allir bekkir enskukennslu og byrja þegar í fimm ára bekk,“ segir Edda Huld Sigurðardóttir, skólastjóri Ísaksskóla. Skólinn er sjálfseignarstofnun og tekur á móti börnum frá fyrsta upp í fjórða bekk auk þess að bjóða upp á fimm ára bekk. Áhrif enskukennslunnar eru greinileg að sögn Ingibjargar Ýrar Pálmadóttur aðstoðarskólastjóra sem sjálf hefur kennt fagið. „Síðast í gær varð ég vitni að dreng sem talaði lýtalausa ensku við enskumælandi móður annars barns og var gjörsamlega ófeiminn við það. Hann hefur lært ensku í fjögur ár og hefur enga aðra örvun en sjónvarp og tónlist eins og flest önnur börn,“ segir Ingibjörg Ýr og Edda Huld bætir við: „Börnin eru tilbúin að byrja enskunám svona ung. Rannsóknir hafa sýnt að börn sem læra erlend tungumál samhliða sínu eigin móðurmáli eru betur í stakk búin til að glíma við eigið móðurmál. Málvitundin eykst og það er alls ekki þannig að þau gangi um og sletti ensku sí og æ,“ segir Edda Huld hlæjandi og bætir við: „Enskan er allt í kringum okkur og með því að hefja kennsluna svona snemma greina þau enskuna enn betur frá íslenskunni.“ Flest íslensk börn kunna að sögn Ingibjargar þó nokkuð í ensku þegar þau byrja og það kemur þeim jafnvel sjálfum á óvart. „Ég byrja alltaf á því að benda þeim á hversu mikið þau kunna. Þá segja þau gjarnan að þau hafi aldrei komið til útlanda og kunni þar af leiðandi ekki útlensku,“ segir Ingibjörg brosandi. Kennarinn talar alltaf ensku við börnin í enskutímunum og þá kemur í ljós að sögn þeirra Eddu Huldar og Ingibjargar hversu mikið börnin skilja. „Þau kunna heilmikið, það þarf bara að setja þetta í rétt samhengi og hjálpa þeim að nota það sem þau þegar kunna. Einnig er gríðarlega mikilvægt að kennarinn tali ensku í tímanum við börnin. Þannig er langbest að ná til þeirra ásamt því sem einbeiting barnanna eykst,“ segir Ingibjörg, sem telur að það stafi mest af feimni ef kennarar tala ekki ensku í tímum. Tungumálanám hefst mun seinna á Íslandi en hjá hinum Norðurlandaþjóðunum. Edda Huld og Ingibjörg telja það hins vegar löngu tímabært og ekki bara varðandi enskuna. „Fólk er kannski ekki búið að átta sig á að börnin eru tilbúin í enskuna miklu fyrr. Sama á við um dönskuna eða eitthvert þriðja tungumál og það ætti að keyra þetta í gegn strax frá fyrsta bekk,“ segir Ingibjörg og Edda Huld bætir við: „Sérstaklega á meðan þau eru ófeimin við að takast á við þetta og það á einnig við um dönskuna, sem hefur orðið fyrir barðinu á áunnum fordómum frá samfélaginu. Ef hún væri kennd fyrr þætti hún sennilega jafn skemmtileg og enskan. Tungumála- nám er af hinu góða og börnin geta bara hagnast á því.“ rh@frettabladid.is Í Ísaksskóla læra öll börnin ensku. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Edda Huld Sigurðardóttir skólastjóri og Ingibjörg Ýr Pálmadóttir aðstoðar- skólastjóri bjóða ensku fyrir alla bekki í Ísaksskóla. Tungumál auka málvitund vi lb or ga @ ce nt ru m .is FJÖLBREYTT STÖRF Í BOÐI Hrafnista er fjölskylduvænn vinnustaður sem býður fúsar hendur velkomnar til að sinna gefandi vinnu með góðum félögum. Á Hrafnistu er lögð áhersla á sveigjanleika í starfi. Allar nánari upplýsingar á www.hrafnista.is, magnea@hrafnista.is eða í síma 585 9529 www.hrafnista.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.