Fréttablaðið - 28.09.2007, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 28.09.2007, Blaðsíða 46
BLS. 10 | sirkus | 28. SEPTEMBER 2007 F ræga og ríka fólkið í Hollywood skapar venjulega tískuna. Nú virðist sem áhugi stjarnanna hafi beinst að Bugaboo-kerrum og -vögnum svo nýbökuðu mæðurnar í Hollywood sjást varla án þess að ýta þessum flottu kerrum á undan sér. Eins og svo oft áður virðist þessi bylgja hafa smitað Íslendinga en sífellt fleiri Bugaboo- kerrur sjást á götum Reykjavíkur. Á meðal þeirra íslensku foreldra sem tryggt hafa sér kerrurnar eru Finnur Beck, fyrrum fréttamaður, Helga Ólafs- dóttir, fatahönnuður í Danmörku, Bjarni Benediktsson alþingismaður, Nína Dögg Filippusdóttir leikkona og Sigurður Bollason fjárfestir. Þau er því komin í hóp með Hollywood-leikkon- unum Juliu Roberts og Maggie Gyllen- haal en þær ásamt tónlistarhjónunum Gwen Stefani og Gavin Rossdale sjást reglulega úti á labbinu með börnin sín í þessum litskrúðugu flottu kerrum. Fólk með Bugaboo heilsast „Við fengum kerruna í gjöf þegar Bald- vin litli fæddist fyrir tæpum tveimur árum,“ segir Helga Ólafsdóttir fata- hönnuður um Bugaboo-kerruna þeirra sem keypt var í Ameríku en þar bjó fjöl- skyldan fyrir tveimur árum. „Bugaboo er góð kerra og svo er hún líka rosalega flott. Við ferðumst mikið og hún hentar einkar vel til ferðalaga vegna þess hve létt og meðfærileg hún er. Hún er líka ekta borgarkerra og þegar við fengum hana bjuggum við rétt utan við Wash- ington DC en núna búum við í Kaup- mannahöfn,“ segir Helga og bætir við að kerran sé ótrúlega vinsæl bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum. „Það fyndna er að þegar maður mætir foreldrum með Bugaboo þá heilsar maður,“ segir Helga hlæjandi og bætir við að punkturinn yfir i-ið hafi verið að velja litinn. „Eftir miklar vangaveltur völdum við appels- ínugula og svarta. Við vissum ekki kynið á barninu en okkur fannst þessir litir henta einkar vel.“ Dóttirin trendsetter á Íslandi „Kerran var hugmynd konunnar minnar en hún hafði legið yfir þessu á netinu og skoðað allar mögulegar útfærslur,“ segir Finn- ur Beck, fyrrverandi fréttamað- ur og núverandi laganemi. María Hrund, eiginkona hans, og Matthildur, sem er tíu mánaða, eru alsæl- ar með kerruna. „Buga- boo-kerran hefur reynst okkur mjög vel og fylgt Matthildi frá upphafi, fyrst sem vagn en núna kerra. Við erum búin að fara með hana til útlanda og Matthildur fór til dæmis í henni um alla Washington- borg,“ segir Finnur og bætir við að María hafi líklega fallið fyrir kerrunni því hún sé bæði flott og mjög sniðug. „Ég vissi samt ekki að þessi kerra væri sérstaklega vinsæl á meðal Hollywood- stjarnanna. Það skyldi þá aldrei vera að Matthildur yrði trendsetter á Íslandi.“ Ánægð með vagninn „Við keyptum vagninn okkar í London þar sem vinur okkar hafði mælt með honum í hástert,“ segir Nína Dögg Fil- ippusdóttir leikkona en hún og Gísli Örn Garðarsson keyptu Bugaboo-vagn handa Rakel Maríu dótt- ur sinni. „Í búðinni spurðum við tvær konur sem áttu svona vagn hvern- ig þeim líkaði við hann. Þær sögðu okkur að við þyrftum ekkert að hugsa málið frekar heldur kaupa hann. Við slógum til og höfum ekki séð eftir því,“ segir Nína Dögg en fyrir valinu varð svartur og rauður vagn með bláum poka. „Við viss- um ekki hvort kynið við vorum með en keyptum bláa pokann eftir að Rakel María fæddist.“ indiana@frettabladid.is NÝJASTA TÍSKUBÓLAN Í BARNAVÖRUM ER ÁN EFA BUGABOO-KERRUR OG -VAGNAR. EKKI ER NÓG MEÐ AÐ HOLLYWOOD-STJÖRNURNAR KAUPI BUGABOO HANDA BÖRNUM SÍNUM HELDUR ERU ÍSLENSKAR STJÖRNUR EINNIG FARNAR AÐ SJÁST Á GÖTUM ÚTI MEÐ ÞESSAR FLOTTU KERRUR. TÓNLISTARFJÖLSKYLDA Söngkonan Gwen Stefani ásamt eiginmanni sínum, tónlistarmanninum Gavin Rossdale, og Kingston James, barni þeirra, sem situr í Bugaboo-kerrunni sinni. MYND/GETTY FLOTT OG SNIÐUG KERRA „Ég vissi samt ekki að þessi kerra væri sérstaklega vinsæl á meðal Hollywood-stjarnanna. Það skyldi þó aldrei vera að Matthildur yrði trendsetter á Íslandi,“ segir Finnur. MYND/HÖRÐUR BLÁ BUGABOO Leikkonan Maggie Gyllenhaal valdi þessa bláu Bugaboo-kerru fyrir Ramonu dóttur sína. MYND/GETTY HELGA OG SONURINN BALDVIN Myndin var tekin fyrir utan uppáhaldsverslun Helgu í Georgetown DC sem heitir BCBG. NÝJASTA ÆÐIÐ Á MEÐAL BARNAFÓLKS NÍNA BJÖRK „Við vissum ekki hvort kynið við vorum með en keyptum bláa pokann eftir að Rakel María fæddist.“ MYND/ANTON NÝTT ÆÐI Kerrurnar koma í alls kyns útfærslum og litum en fást ekki á Íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.