Fréttablaðið - 28.09.2007, Page 58

Fréttablaðið - 28.09.2007, Page 58
Nýlega tilkynnti leikskólanefnd Kópavogs aðgerðar- áætlun er miðar að því að laða að hæft starfs- fólk á leikskóla Kópa- vogs. Svo virðist sem formaður leikskóla- nefndar hafi boðað til blaðamannafundar sl. fimmtudag en gleymt að láta fulltrúa Samfylkingarinnar vita. Enginn þeirra vissi af umræddum fundi fyrr en af honum fréttist í fjölmiðlum. Ég trúi því ekki fyrr en á reynir að formaðurinn hafi vísvitandi sýnt slíkan dónaskap, þar sem umrædd aðgerðaráætlun var studd og samþykkt af öllum fulltrúum í leikskólanefnd Kópa- vogs. Staða leikskólanna í Kópavogi er grafalvarleg. Formaður leikskóla- nefndar fór reyndar ekki alveg með rétt mál þegar hann sagði vanta starfsfólk í 30 stöðugildi við leik- skóla Kópavogs. Þá nefndi hann einungis þá leikskóla sem Kópa- vogsbær rekur. Til viðbótar vantar að manna á annan tug stöðugilda við einkareknu leikskólana. Aðgerðaráætlunin er góðra gjalda verð og mun efla faglegt innra starf leikskólanna til lengri tíma. Sem dæmi um það verður stjórnendum leikskólanna m.a. gert kleift að sækja stjórnunarnám og nemendum í leikskólafræðum verður boðið hlutastarf á leikskólunum með möguleika á námsstyrk. Auk þess á m.a. að bæta vinnuaðstöðu, uppfæra heimasíður, bjóða upp á námskeið fyrir starfsmenn til að draga úr streitu og bæta andlega líðan, ásamt því að bjóða upp á íslensku- námskeið fyrir erlenda starfsmenn. Hvergi í umræddri aðgerðaráætlun er rætt um beinharða peninga eða beinar launaleiðréttingar sem er þó eina raunhæfa lausnin ef leikskólar Kópavogs eiga að hafa betur í samkeppninni um starfsfólk. Að kalla íslenskunámskeið og handleiðslu kjara- bætur er beinlínis grátbroslegt við þessar aðstæður. Þá er hvergi í tengsl- um við aðgerðaráætlun- ina minnst á hvenær þessar aðgerðir eiga að koma til fram- kvæmda. Í kjara- samningi Félags leik- skólakennara við Launanefnd sveitar- félaga er ákvæði um að heimilt sé að greiða viðbótarlaun (svokölluð TV laun) vegna verk- efna og hæfni annars vegar og vegna markaðs- og samkeppnis- aðstæðna hins vegar. Strangt til tekið gefur þetta ákvæði sveitar- félögunum heimild til að hækka laun leikskólakennara um allt að 100.000 kr. á mánuði. Þegar gengið var frá þessari útfærslu í Kópavogi síðasta vor gerðum við bæjarfulltrúar Samfylkingar- innar athugasemd við þá lágu upphæð sem Kópavogsbær lagði í pottinn því allt snýst þetta jú um peninga. Þá vildum við a.m.k. tvöfalda þá upphæð þótt staðan sé einfaldlega þannig núna að það þyrfti að margfalda hana. Með því að hækka framlag bæjarins núna svo um munar má leiðrétta laun leikskólakennara og annars starfsfólks samhliða og þannig freista þess að draga úr mikilli starfsmannaveltu leik- skólanna og um leið laða nýtt fólk til starfa. Fjárhæðirnar sem við erum að tala um eru taldar í milljónum á ársgrundvelli, smá- munir í sveitarfélagi sem stærir sig af metafkomu ár eftir ár. Er góð rekstrarniðurstaða bæjarins kannski á kostnað þjónustunnar við börnin í bænum? Góðum vilja leikskólanefndar verður að fylgja fjármagn, annars eru fögru fyrir- heitin ekki pappírsins virði! Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi. Betur má ef duga skal Þar sem ríkisstjórnin hefur nú afskrifað frekari framkvæmdir við rannsóknir á göng- um milli lands og eyja, þá hafa hafist aftur umræður um næstbesta framtíðarkostinn í sam- göngumálum til Vest- mannaeyja og er þá ferjuhöfn í Bakkafjöru mjög haldið á lofti sem næstbesti kosturinn. Sá kostur á þó, að mínu mati, langt í land að verða að veruleika, ef farið verður af stað með fram- kvæmd samkvæmt hönnun Sigl- ingastofnunar þá er ég hræddur um að margra ára framkvæmdir séu fram undan, sem skili bara vonbrigðum Það er kannski í upp- siglingu nýr Grímseyjarferju- skandall. Þess vegna er nauðsyn- legt að fá nú þegar stærra og hraðskreiðara skip í stað Herjólfs á meðan milljörðum króna verður sóað í Bakkafjöru. Bæjarráð Vestmannaeyja sam- þykkti á fundi 24. júlí að óska eftir að flýta framkvæmdum við gerð ferjuhafnarinnar, þó með þeim fyrirvara að nauðsynlegt væri að hafnarmannvirki verði þannig úr garði gerð að frátafir á ferjusigl- ingum í Bakkafjöru verði ekki meiri en er nú á siglingu Herjólfs til Þorlákshafnar. Bæjarráð og bæjarstjórn Vest- mannaeyja eru sér vonandi með- vitandi um að þetta þýðir það að sjóvarnargarðar ferjuhafnarinn- ar verða að ná út fyrir rifið út á 12 til 14 metra dýpi, þá þurfa þeir að vera um fimmtán hundruð metra langir og að minnsta kosti 20 metra háir. Þeir varnargarðar koma líklega til með að kosta 15 til 18 milljarða króna, þannig að öll framkvæmdin kostar ekki undir 22 til 25 milljörðum króna, ef notaðar eru kostnaðar- áætlanir úr skýrslu „Stýrihóps um hafnar- gerð í Bakkafjöru Mars 2007“ um kostn- að við stórskipahöfn og ferju- höfn. Verði farið af stað með litla 500 metra x 10 metra háa sjóvarnar- garða, sem hannaðir eru sam- kvæmt skýrslu Siglingastofnun- ar, er betur heima setið en af stað farið, þar sem litla ferjuhöfnin verður sífellt full af sandi eða ófær vegna veðurs og brims þar sem hún er staðsett inni í brim- garðinum og nær ekki út fyrir rifið. Ætla starfsmenn og hönnuðir Siglingastofnunar að vera ábyrgir fyrir því að frátafirnar á ferjusiglingu Herjólfs í Bakkafjöru, í litla og ófullkomna höfn, verði ekki meiri en nú eru á siglingu Herjólfs til Þorlákshafnar, eins og bæjarráð Vestmannaeyja fer fram á með samþykkt frá 24. júlí 07? Það er svo skrýtið að það hefur alltaf hist á gott veður og ládauð- an sjó þegar hönnuðir Siglinga- stofnunar og ráðgjafar innlendir sem og erlendir koma á sjó í Bakkafjöru, líka nefnd frá Det Norske Veritas sem kom á vett- vang í blíðuveðri til að áhættu- greina siglingaleiðina milli Bakkafjöru og Vestmannaeyja. Höfundur er fyrrverandi skipstjóri. Samgöngur við Vestmannaeyjar Siðmennt tilkynnti á dögunum um fyrstu „veraldlegu giftinguna“ á sínum vegum. Því var slegið upp að þetta væri fyrsta „gifting“ Siðmenntar. Þetta er ekki rétt. Siðmennt giftir engan enda hefur félagið ekki umboð til þess. Þarna var um að ræða hátíðlega athöfn í kjölfar borg- aralegrar hjónavígslu frá embætti sýslu- manns. Ég samgleðst þeim hjónum sem þarna áttu í hlut, óska þeim til hamingju og bið þeim alls góðs í framtíðinni. Siðmennt byggir „starfsemi sína á lífsviðhorfi óháðu trúarsetningum“, sbr. stefnuskrá þess. Athafnir félagsins eru því guðlausar. Sú þverstæða að áður- nefnd athöfn fór fram í kirkju (Fríkirkjunni í Reykja- vík), í húsi sem hefur verið vígt undir og frátekið fyrir þjónustuna við Guð, vekur því undrun. Áður var leitað til þjóðkirkjupresta sem ekki sáu sér fært að veita lið í þessu máli. Kirkjuhús eru jú tákn og sam- hengi hins kristna trúarsamfélags. Kirkjan virðir og tekur alvarlega það fólk sem ákveður að standa utan þess samfélags og býst ekki við minna frá því sama fólki í sinn garð. Kirkjan gerir því ráð fyrir skilningi á því að kirkjuleg athöfn skuli vera á forsendum kirkjunnar sjálfrar. Kirkjan vill koma til móts við þá sem til hennar leita en eru af öðrum meiði en þeim kristna. Kirkjan getur þó ekki fórnað sér á altari eigin umburðarlynd- is og víðsýni. Þegar beðist er undan athöfn sem þess- ari þá er Siðmennt auðsýnd meiri virðing en hún auð- sýnir kirkjunni – og eigin félagsskap. Mundi Siðmennt skjóta skjólshúsi yfir kristilega athöfn – athöfn þar sem kross væri settur á borð og Guð lofaður? Ef svarið er nei, sem ég býst við að það hljóti réttilega að vera, vekur það spurningar um trú- verðugleika Siðmenntar, sem ég tel að hafi beðið hnekki í samhengi þessa máls. Þótt veraldlegir hlutir líkt og hús séu ekki heilagir í sjálfum sér þá verður kirkjuhúsið að heilögum vettvangi helgrar iðkunar þegar það hefur verið vígt Guði og þjónustunni við hann, og skiptir þá auðvitað máli hvað fram fer innan þess. Hjón eru frátekin fyrir hvort annað. Er karl samt bara karl og kona bara kona? Er þá allt leyfilegt innan vébanda hjónabandsins? Nei! Kirkjuhúsið ber ekki uppi lofgjörðina til Guðs, heldur er hún borin uppi af því sem fram fer innan þess. Nú var stofnað til Siðmenntar sem mót- vægi við íslensku Þjóðkirkjuna. Félagið leitast við að lágmarka sýnileika trúar í samfélaginu og hefur lengi deilt á grund- völl kristilegrar kirkju og starf hennar. Það hlýtur að vekja broslega athygli að félagið skuli athafna sig með þessum hætti í kristinni kirkju helgaðri þríeinum Guði; og ekki aðeins það heldur eftir forskrift kirkjulegrar athafnar. Siðmennt virðist þá ekki hafa meira ónæði af kirkjunni en svo að félagið telji sér fært að fá inni í kirkju með athöfn af þessu tagi og láti sér í léttu rúmi liggja þá þver- stæðu sem það sér þó sjálft í þeirri staðreynd. Nú býst ég ekki við því að Siðmennt skrifi undir þessi orð mín og má þá vissulega spyrja hvað það sé til marks um af hálfu félagsins? Prestur og safnaðarstjórn Fríkirkjunnar í Reykjavík geta ráðstafað Fríkirkjunni að vild enda ekki bundin af starfsreglum Þjóðkirkjunnar. Þær starfsreglur minna þó á að hver kirkja (líka Fríkirkjan í Reykja- vík) er vígð undir þjónustuna við Guð og því skuli ekk- ert fara fram í kirkju sem ekki samrýmist vígslu hennar. Af hverju ætti að koma á óvart að prestur fall- ist ekki á að að hýsa í kirkju athöfn sem úthýsir Guði úr kirkjunni? Að guðleysingjar banki upp á kirkjudyr til að fá inni með tímamótaviðburði í sínu lífi kemur jafn mikið á óvart og að prestur skuli ljúka þeim upp. Trúverðugleiki er fyrir miklu; að standa fastur á sínum gildum og vera samkvæmur sannfæringu sinni. Trúverðugleiki verður prestum þeim mun mikilvæg- ari í ljósi þeirra breytinga sem hafa orðið á starfsum- hverfi þeirra. Nú skulu prestar annars vegar sýna trú- mennsku við Drottin og hins vegar „sjálfsagðan“ sveigjanleika í þjónustunni í hans nafni. Þetta getur ekki alltaf farið saman. Þótt vilji kirkjunnar sé ríkur þá verður ekki bæði haldið og sleppt. Höfundur er sóknarprestur í Hofsóss- og Hóla- prestakalli. Haltu mér, slepptu mér

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.