Fréttablaðið - 28.09.2007, Page 62
Þegar ég var lítil
voru mér kenndir
ýmsir góðir siðir,
eins og almenn
kurteisi og ábyrgðar-
kennd gagnvart
náunganum. Það að
standa upp fyrir gömlu fólki og
barnshafandi konum í strætó var
því nokkuð sem ég vissi strax að
ætti alltaf að gera. Í einfeldni minni
hélt ég líka að það væri nokkuð sem
allir gerðu en seinna komst ég að
því að svo var ekki.
Fyrir nokkrum árum síðan gekk
ég nefnilega sjálf með barn og þar
sem ég átti ekki bíl var ég mikið í
strætó. Flesta daga tók ég strætó á
sama stað á háannatíma og venju-
lega kom gamall maður með staf
inn í vagninn um leið og ég.
Yfirleitt var allt yfirfullt og engin
sæti laus, sem kom svo sem ekkert
á óvart, en það sem kom meira á
óvart var að aldrei stóð neinn upp.
Sjálfri fannst mér reyndar ekkert
mál að standa, þó að í sumum
tilfellum geti það verið erfitt fyrir
barnshafandi konur, en fætur gamla
mannsins voru orðnir svo beygðir
af mikilli notkun að oft furðaði ég
mig á því hvernig þeir bæru hann.
Allt þetta fólk sem aldrei stóð
upp var, eins ótrúlega og það
hljómar, ekki óalandi og óferjandi
unglingar heldur bara venjulegt
fullorðið fólk sem maður hefði
haldið að kynni kurteisi. Reyndar
var það svo að í eina skiptið sem
einhver stóð upp var það svona tólf
ár stelpa sem vék úr sætinu sínu
fyrir gamla manninum og því
greinilegt að hún ein hafði lært
mannasiðina sína.
Fyrstu ferðirnar velti ég því
fyrir mér af hverju svona margir
vissu ekki af þessari óskráðu reglu
í strætó en fljótlega gerði ég mér
grein fyrir því að allir sem sátu
sem fastast vissu alveg að þeir
hefðu átt að standa upp. Þegar við
gamli maðurinn komum inn í litu
nefnilega alltaf allir út um gluggann
eins og þar væri eitthvað merkilegt
að sjá.
Það að stinga höfðinu í sandinn
breytir því hins vegar aldrei að
ennþá er maður á staðnum og ætti
því að bera svolitla ábyrgð á náunga
sínum og sýna honum kurteisi.
Villidýr í verði