Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.09.2007, Qupperneq 64

Fréttablaðið - 28.09.2007, Qupperneq 64
Tölvuteiknaðar myndir sem sýndust bara vera litamynstur. Munið þið eftir þeim? Ef maður horfði rétt á þær birtist þrívíddarmynd af fallegu landslagi, hesti eða einhverju. Mér tókst aldrei að sjá neitt út úr þessu. Þess vegna hef ég vissa samúð með fólki sem finnst nútímatónlist ekki vera annað en myndlausar slettur á hljóðhimnunni. Ég hef ekki samúð með þeim sem fyrirlíta hana fyrir það. En er til einhver lykill að ósönghæfri tónlist? 1) Karlinn sem var að selja þrívíddarmyndina reyndi að hjálpa mér: „Fá rétta fjarlægð,“ sagði hann. „Horfa ekki í fókus. Gleyma sér.“ Þetta eru nokkuð holl ráð fyrir þann sem finnst einhver tónlist torgripin. Óvant eyra nemur meiri upplýsingar en því tekst að henda reiður á. Smáatriðin trufla. Á sama hátt trufluðu pensilförin augað á fyrstu árum impressjónismans. Svo vandist augað og heildarmyndin birtist. Smám saman hvarf fordómurinn um hvað ætti að vera á myndinni. 2) Eins er með ljóðin: Sá sem les of smásmugulega og leitar að röklegum, hlutlægum skilningi villist. Að skilja ljóð er ekkert annað en að upplifa það á þess eigin forsendum, að leyfa því að kveikja mynd eða ný hugsanatengsl. Til þess þarf enga sérstaka þekkingu, bara það sem kalla mætti samhygð, innlifun, innsæi. Sá sem „fílar“ ljóðið skilur það. Uppskeran verður meiri og fyrirhöfnin minni en margir halda. 3) Að skilja er ekki það sama og að unna. Við tengjumst ástvini allt annars konar sambandi en því sem orðið „skilningur“ nær yfir. Það sama á við um listaverk. 4) Ráðvilltur hlustandi gæti spurt hvar stefið sé, hvað sé aðalatriði, hvar séu kaflaskil og hvað þetta tákni. Þetta mundi hann heyra ef höfundurinn hefði ætlað sér það. Svo er eins og margir leiti bara að „fegurð“, huggun og andakt í tónlist. Allt sýnir þetta fordóma. Jú, músík getur verið ágætt geðlyf, en hún er líka óendanlega margt annað: Víma, dans sársauki, háð, öskur, fjör, ljóð, ögrun og allt hitt. Í stuttu máli: Líf. Og eins og lífið er tónlist hvorki heilög né göfug. Hún er bara sönn. 5) Hlustum á karlinn með tölvumyndina. Það getur jafnvel borgað sig að líta ekki á þetta sem tónlist. Er þetta ekki bara einhver atburður sem á sér stað meðan vill svo til að við sitjum í nágrenninu? Og hvað ef við gleymum okkur á meðan? Hver veit nema að verkinu loknu sitji einhver ný mynd eftir í sálinni. Þá uppgötvum við kannski að í því bjó meiri huggun en við héldum: Sú huggun að nokkurt vit sé þrátt fyrir allt í því að sitja hér einmitt nú, að lifa í nútímanum en ekki fortíðinni, að fylgjast með sköpun heimsins og taka þátt í henni. Hljóðslettur Ljóð Jónasar á dönsku Kl. 17 Þórunn Eymundardóttir opnar sýningu sína INRI kl. 17 í dag í Gallerí Bláskjá á Egilsstöðum. Á sýningunni má sjá skúlptúra, innsetningar og tvívíð verk. Galleríið er opið þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga frá 13-18 og laugar- daga frá 12-16. Hulda Stefánsdóttir mynd- listarmaður opnar einka- sýningu sína hlutlaus. á hreyfingu í Gallerí Ágúst laugardaginn 28. september. „Hugmyndin að þessari sýningu kviknaði út frá því að ég hafði mikið unnið með hvíta litinn. Mig langaði til þess að vinna með enn meiri litleysu og fór því að vinna með grátt og aðra daufa liti. Í gegnum þessa vinnu upp- götvaði ég þó að fullkomin litleysa er ekki til og að allir litir eru miklir litir, ef svo má segja. Afraksturinn má svo sjá á sýn- ingunni í Gallerí Ágúst,“ segir Hulda. Uppistaða sýningarinnar eru málverk og ljósmyndir. „Ég vinn út frá málverkinu þannig að verkin á sýningunni líkjast mál- verkum þótt þau séu það ekki. Ljósmyndatæknin hefur verið hálfgerð ögrun við málverkið alveg frá því hún kom fyrst fram og því er spennandi að vinna með málverk og ljósmyndir og sjá hvernig þessir miðlar kallast á. Svo eru þrjú myndbandsverk á sýningunni sem er varpað á vegg. Þau vinna saman og hreyfast og frjósa sitt á hvað og draga því fram muninn á frosn- um ramma málverksins og ljós- myndarinnar annars vegar og hreyfanleika myndbandsins hins vegar.“ Enn fremur eru á sýningunni verk unnin í aðra miðla. Vekur athygli að Hulda vinnur með ljósrit. „Ljósritið er vissulega fremur óvenjulegur myndlistar- miðill en hentar mér vel í þess- ari sýningu. Ég hef tekið hálf- gerðu ástfóstri við tiltekna ljósritunarvél sem skilar öllu frá sér rákóttu og illskiljanlegu. Hún hentar mér vel,“ segir Hulda og hlær. Á sýningunni eru verk sem áður voru á sýningu Huldu, The Neutral: In Motion, í PLUG IN Institute of Contemporary Art í Winnipeg í Kanada. „Þetta er að mestu leyti sama sýning og ég setti upp í Winni- peg, en þar sem galleríin tvö eru afar ólík hef ég lagað hana að þessum nýja vettvangi. Það er afar spennandi ferli, enda finn- ast mér verkin endurlífgast þegar þau eru komin í nýtt rými. Það veitir mér tækifæri til að sjá þau í öðru ljósi en áður,“ segir Hulda að lokum. Hlutlaus. á hreyfingu opnar í Galleríi Ágúst laugardaginn 29. september kl. 16 og stendur sýn- ingin til 10. nóvember. Handverkshefð í hönnun 34 hönnuðir, lista- og handverkskfólk sýna verk sín Boðið er upp á leiðsögn fyrir hópa Leiðsögn á skandivanísku kl.14 á laugardag Leiðsögn á íslensku kl.14 á sunnudag Ertu með eitthvað NÝTT á prjónunum? Prjónanámskeið fyrir byrjendur fjögur mánudagskvöld 1. - 22. okt kl. 19:30 - 22:30. Kennari: Ásta Kristín Siggadóttir. Skráning á www.heimilisidnadur.is, s. 551 7800 og 895 0780 Komdu að kveða í Gerðubergi! Kvæðamannafélagið Iðunn Dagskrá haustsins er að hefjast félagsfundur fös 5. október kl.20. Sjá www.rimur.is Úr ríki náttúrunnar Guðmunda S. Gunnarsdóttir, alþýðulistakona, sýnir málverk og myndverk úr rekaviði og steinum Sýningar eru opnar virka daga frá 11-17 og um helgar frá 13-16. Sími 575 7700. GERÐUBERG www.gerduberg.is Auglýsingasími – Mest lesið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.