Fréttablaðið - 28.09.2007, Side 65

Fréttablaðið - 28.09.2007, Side 65
Listasafn Reykjavíkur gengst fyrir málþingi og listamannaspjalli um málarann Eggert Pétursson laugardaginn 29. september kl. 13 í fundarsal Kjarvalsstaða. Þátttak- endur eru auk listamannsins, Ólöf K. Sigurðardóttir, sýningarstjóri og deildarstjóri fræðsludeildar safnsins, og myndlistarmaðurinn Ingólfur Arnarson, en bæði rita í hina veglegu bók um listamanninn sem kom út í tilefni af sýningunni. Sýningu Eggerts Péturssonar hefur verið afar vel tekið af öllum aldurshópum og aðsókn á hana verið jöfn og þétt. Frá því sýningin var opnuð, 8. september, hafa daglegir gestir að jafnaði verið 450 eða alls um 8.500 gestir á tæplega þremur vikum. Sýningin spannar feril Eggerts frá upphafi til dagsins í dag og eru þar rúmlega fimmtíu verk til sýnis. Málþing um Eggert Þjóðminjasafnið kveður sýninguna Leiðina á milli nú um helgina. Á sýningunni eiga verk listamenn- irnir Guðrún Kristjánsdóttir, Guðbjörg Lind og Kristín Jóns- dóttir frá Munkaþverá. Við sýningarlok sunnudaginn 30. september klukkan 15 fá gestir leiðsögn um Leiðina á milli hjá Gísla Sigurðssyni íslenskufræðingi. Gísli mun fjalla um sýninguna í tengslum við varðveislu- og miðlunarhlutverk safna á borð við Þjóðminjasafnið. Slíkum söfnum ber að varðveita hinn svokallaða menningararf, tilteknar minjar fortíðar sem tengjast þjóðum eða öðrum hópum. Þessum minjum er meðal annars miðlað til samtímans gegnum fastasýningar safnanna en þar er þó yfirleitt aðeins brot af öllum safnkostinum. Þannig eru til dæmis einungis um 2.000 munir til sýnis á grunnsýningu Þjóðminja- safnsins en í eigu safnsins eru tugir þúsunda gripa. Sýningarlok Hamskiptin Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is Takmarkaður sýningafjöldi! Fimm stjörnur The Guardian, Michael Billington „85 mínútna meistaraverk.“ Daily Mail Tilnefnd til Evening Standard verðlaunanna árið 2006. Leikgerð og leikstjórn: Gísli Örn Garðarsson og David Farr Tónlist: Nick Cave og Warren Ellis Leikarar: Elva Ósk Ólafsdóttir, Gísli Örn Garðarsson, Ingvar E. Sigurðsson, Nína Dögg Filippusdóttir og Ólafur Egill Egilsson Ein vinsælasta sýning Lundúnaborgar 2006 Verkið Hálsfesti Helenu verður tekið til sýninga í Þjóðleikhúsinu á ný í haust, en verkið var frumsýnt á Smíðaverkstæðinu í vor. Leikritið er eftir eitt þekktasta nútímaleikskáld Kanada, Carole Fréchette, en hún skrifaði verkið eftir að hafa dvalið um tíma í Líbanon árið 2000. Leikstjóri sýningarinnar er María Sigurðardóttir en leikarar í sýning- unni eru Edda Arnljótsdóttir, Arnar Jónsson og Guðrún Snæfríður Gísla- dóttir. Aðalpersóna leikritsins er Helena, kona frá norðlægu landi, sem er á heimleið af ráðstefnu í borg í Austur- löndum nær, þar sem uppbygging er hafin eftir langvarandi stríðshörm- ungar. Hún ákveður að lengja dvöl sína í landinu í von um að finna háls- festi sem hún hefur tapað. Leit Helenu um götur borgarinnar leiðir hana á vit fólks sem hefur ekki síður en hún glatað einhverju sem er því dýrmætt. Hún öðlast nýjan skiln- ing á samskiptum ólíkra menningar- heima og verður ljóst að „við getum ekki lifað svona lengur“. Hér er á ferðinni einstaklega áleitið og óvenju- legt verk um mannlega samkennd og löngunina til að endurheimta hið glataða. Þetta er einnig mikilvægt verk á tímum stríðshörmunga í Austurlöndum nær. Líkt og í vor býður Þjóðleikhúsið áhorfendum upp á stutt erindi og umræður eftir nokkrar sýningar á Hálsfesti Helenu. Fyrirlesarar koma úr ýmsum áttum, en eiga það sam- eiginlegt að hafa sérstaka þekkingu á málefnum Austurlanda nær. Sýningarnar hefjast að nýju í kvöld en aðeins eru fimm sýningar fyrirhugaðar. Á sunnudaginn mun Viðar Þorsteinsson heimspekingur flytja erindi að lokinni sýningu en aðrir frummælendur verða Gréta Gunnarsdóttir, lögfræðingur og nýskipaður sviðsstjóri alþjóða- og öryggissviðs utanríkisráðuneytisins, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utan- ríkisráðherra. Samskipti menningarheima

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.