Fréttablaðið - 28.09.2007, Blaðsíða 71

Fréttablaðið - 28.09.2007, Blaðsíða 71
Áhuginn á Iceland Airwaves- hátíðinni verður sífellt meiri á meðal útvarpsstöðva í Evrópu. Nú þegar hafa bæði DR P3 og BBC Radio 1 óskað eftir aðstoð frá Ríkisútvarpinu við beinar útsendingar frá Airwaves 2007 sem stendur yfir 17. til 20. október. Undanfarin ár hafa tíu til fimmtán útvarpsstöðvar sótt efni Rásar 2 frá Airwaves og notað í sína dagskrá. Á síðustu hátíð hljóðritaði Rás 2 næstum þrjátíu hljómsveitir og valdi úr því brot af því besta sem er tilbúið til niðurhals hjá höfuðstöðvum EBU. Á meðal þeirra hljómsveita sem voru valdar eru Klaxons, The Go! Team, Mugison og Jakobínarína. Beint frá Airwaves Morðmál upptöku- stjórans Phil Spector hefur verið fellt niður eftir að kviðdómur gat ekki komist að einróma niðurstöðu. Tíu kviðdómendur af tólf töldu að Spector væri sekur en það dugði ekki til. Spector, sem hefur verið látin laus, átti yfir höfði sér allt frá fimmtán ára- til lífs- tíðarfangelsis hefði hann verið fundinn sekur um morðið á leikkonunni Lönu Clarkson á heimili sínu í Kaliforníu árið 2003. Fannst hún látin eftir að hafa verið skotin í munninn. Verjendur Spector sögðu að um sjálfs- morð hefði verið að ræða. Saksóknarar í málinu ætla aftur á móti að áfrýja og segjast ekki ætla að hætta fyrr en rétt- lætinu hafi verið fullnægt. Spector hefur unnið með mörgum af þekktustu nöfnum tónlistarbransans, þar á meðal Bítlunum. Er hann frægur fyrir að hafa skapað „hljóð- múrinn“ með upptöku- tækni sinni á sjöunda ára- tugnum. Spector látinn laus Bjarna töframanni hefur verið boðið að skemmta á uppistandsklúbbi í Miami og á tveimur stöðum í Los Angeles. Annars vegar á Magic and Comedy Club þar sem David Letterman og Jay Leno hafa komið fram og hins vegar á töframanna- og veitingastaðnum The Magic Castle. „Ég var að sýna félaga mínum töfrabrögð og þá vildi fólkið á næsta borði fá að sjá. Síðan kynnti það sig og þetta voru þá eigendur staðarins. Þeim fannst þetta mjög áhugavert því þessi töfrabrögð sem ég er búinn að æfa heima eru öðruvísi en úti í hinum stóra heimi. Þau vildu fá mig til að skemmta og halda fyrirlestur um það hvernig er að vera töframaður á hinu afskekkta Íslandi,“ segir Bjarni. Bandaríski uppistandarinn Pablo Francisco treður upp í Háskólabíói í kvöld. Bjarni var kynnir þegar Pablo hélt þrjár sýningar á Hótel Nordica fyrir þremur árum en var ekki beðinn um að endurtaka leikinn í þetta sinn. Eftir samstarfið með Pablo stóð Bjarna til boða að skemmta í Bandaríkjunum en ekkert varð af því. „Ég hafði ekki tíma til þess og svo gekk erfiðlega að hafa samband við umboðsmanninn hans,“ segir Bjarni, sem veit ekki hvenær hann getur þekkst boðið um að koma fram vestanhafs. Boðið á þrjá bandaríska klúbba Breska hljómsveitin The Magic Numbers er væntanleg til Íslands og heldur tónleika hér í næsta mánuði. Tónleikarnir verða í Fríkirkjunni sunnudags- kvöldið 21. október. Samkvæmt heimasíðunni Gigwise.com eru tónleikarnir haldnir á vegum Coca Cola í Evrópu. Athygli vekur að tónleika The Magic Numbers ber upp á sömu helgi og tónlistarhátíðin Iceland Airwaves er haldin. Fréttablaðið hefur fyrir því heimildir að tónleikarnir verði í raun hluti af hátíðinni en aðstandendur Airwaves vildu ekki staðfesta það. The Magic Numbers er skipuð tvennum systkinum. Sveitin sló í gegn með fyrstu plötu sinni, samnefndri sveitinni, árið 2005. Í fyrra kom svo út önnur plata Magic Numbers, Those the Brokes. Magic Numbers til Íslands DAGUR ÆSKU LÝÐSS TARFS MÁLÞING UM GILDI ÆSKULÝÐSSTARFS, 29. SEPTEMBER KL. 14:00 Í RÁÐHÚSI REYKJAVÍKUR DRÓTTSKÁTASVEITIN DÍMON GYLFI JÓN GYLFASON SÁLFRÆÐINGUR KRISTÍN RÓS HÁKONARDÓTTIR AFREKSÍÞRÓTTAKONA BJARNI TÖFRAMAÐUR STEFÁN EIRÍKSSON LÖGREGLUSTJÓRI ICESTEP DANSHÓPURINN TORFI TÓMASSON VITNISBURÐIR FRÁ STARFI AÐILDARFÉLAGA KLIFURVEGGUR, KASSAKLIFUR, NÆLUGERÐ, BLÖÐRUR OG MARGT FLEIRA LEIKTÆKI ERU OPIN MILLIKL. 13 OG 17 Bandalag íslenskra skáta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.