Fréttablaðið - 28.09.2007, Side 72

Fréttablaðið - 28.09.2007, Side 72
 Lokaumferð Landsbanka- deildar karla fer fram á morgun og þar geta Valsmenn tryggt sér titilinn í fyrsta sinn í 20 ár með því að vinna HK á heimavelli sínum á Laugardalsvelli. FH-ingar eiga einnig möguleika á titlinum misstígi Valsmenn sig en meistarar síðustu þriggja ára sækja Víkinga heima. Mótherjar toppliðanna eru báðir að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Það er við hæfi að á síðasta tímabilinu sem tíu lið eru í efstu deild karla að úrslitin úr baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn skuli ekki ráðast fyrr en í loka- umferðinni, alveg eins og í 55 prósentum tilfella síðan deildin varð fyrst tíu liða deild sumarið 1977. Það hefur enn fremur aðeins fjórum sinnum gerst að toppliðið fyrir síðustu umferðina hefur misst af titlinum í 18. umferð. Það voru lið Vals (1979), FH (1989), KR (1996) og Fylkis (2002) sem öll höfðu málin í sínum höndum en þurftu að horfa á eftir Íslands- meistaratitlinum. Haustið 1979 voru Valsmenn og Eyjamenn jafnir að stigum fyrir lokaumferðina, Valsliðið var með betri markatölu en þá þurfti aukaleik ef liðin yrðu jöfn. ÍBV vann Víking 1-0 í 18. umferðinni en Valsmenn sóttu falllið KA heima daginn eftir og þurftu að vinna til þess að tryggja sér aukaleikinn. KA gerði hins vegar út um meistaravonir Valsmanna með því að ná 1-1 jafntefli. KA komst í 1-0 eftir 28 mínútna leik, Valsmenn náðu að jafna á 67. mínútu en nær komust þeir ekki og Eyjamenn urðu meistarar. FH-ingar voru með aðra höndina á titlinum 1989. Þeir voru með eins stig forustu og þurftu „bara“ að vinna botnlið Fylkis á sínum eigin heimavelli til þess að vinna titilinn. FH fékk draumabyrjum og komst í 1-0 eftir aðeins 3 mínútur en Fylkir jafnaði 13 mínútum síðar og það var síðan hinn 17 ára gamli Kristinn Tómasson sem tryggði Fylki óvæntan 1-2 sigur með marki 11 mínútum fyrir leikslok. KA vann á sama tíma 0-2 sigur í Keflavík og tryggði sér Íslands- meistaratitilinn. KR-ingum nægði jafntefli gegn ÍA í lokaleik 18. umferð 1996 til þess að vinna Íslandsmeistara- titilinn, liðin voru jöfn að stigum fyrir lokaumferðina en KR var með betri markatölu. Skagamenn unnu hins vegar þennan óopinbera úrslitaleik 4-1 og tryggðu sér titilinn með sannfærandi hætti. Fylkismenn áttu haustið 2002 alveg eins og FH-ingar 13 árum áður möguleika á að tryggja sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil með því að vinna sinn leik í lokaumferðinni. Fylkir var með eins stig forskot á KR og sótti ÍA heim en Skagamenn höfðu litlu að keppa. Skagamenn skoruðu hins vegar tvö mörk á þremur mínútum í upphafi seinni hálfleiks og tryggðu sér 2-0 sigur þar sem Fylkismenn áttu sinn slakasta leik á tímabilinu. Á sama tíma vann KR 5-0 stórsigur á Þór og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn. Útlitið hefur líka oft verið svart hjá nokkrum liðum sem var þó aðeins til þess að auka dramatíkina og spennuna á lokadegi mótsins. Bestu dæmin um það eru Íslands- mótin 1990, 1991 og 2000. Í öll skiptin lentu verðandi meistarar undir í sínum leikjum en náðu að bjarga sér á lokamínútunum. Framarar voru 2-0 undir á móti Val í 18. umferð 1990 og allt benti til þess að titilinn væri á leiðinni í Vesturbæinn. Framarar skoruðu hins vegar þrisvar á síðasta hálf- tímanum og var það varnar- maðurinn Viðar Þorkelsson sem tryggði þeim sigur og þar með Íslandsmeistaratitilinn með marki á 83. mínútur. Ári síðar var það Víkingurinn Björn Bjartmarz sem var hetjan. Hann kom inn á sem varamaður þegar Víkingar voru 0- 1 undir, skoraði tvö mörk og lagði upp eitt og tryggði Víkingum titilinn. Afrek KR-ingsins Andra Sigþórssonar níu árum síðar var ekki minna en hann skoraði fernu á 19 mínútum, breytti stöðunni úr 0-1 fyrir Stjörnuna í 4-1 sigur og færði um leið KR-ingum Íslands- meistaratitilinn. Nú er að sjá hvað gerist í lokaumferðinni og það er öruggt að margir bíða spenntir þegar það verður flautað til leiks klukkan 14.00 á morgun. Íslandsmeistaratitilinn vinnst nú í lokaumferðinni í 17. skipti á því 31 tímabili sem efsta deild karla hefur innihaldið tíu lið. 27 sinnum hafa verðandi Íslandsmeistarar setið á toppnum eftir 17. umferðina. Friðrik Stefánsson, landsliðsmiðherji og fyrirliði Njarðvíkur, lék ekki með liðinu í undanúrslitum Powerade-bikars- ins í gær samkvæmt læknisráði. Friðrik þurfti að leggjast inn á sjúkrahús eftir leik Njarðvíkur og ÍR í átta liða úrslitunum síðasta sunnudag og er á leiðinni í hjartaþræðingu eftir helgi. Frá þessu var fyrst sagt á vefsíðu Víkurfrétta en Friðrik sagði í samtali við hana að hann hefði ekkert æft í þessari viku og vissi lítið um framhaldið fyrr en eftir hjartaþræðingu. Friðrik spilaði í 33 mínútur í leiknum á móti ÍR, skoraði 12 stig og tók 8 fráköst. Það er ljóst að fjarvera Friðriks mun hafa mikil áhrif á leik Njarðvíkurliðsins enda hefur hann verið miðpunkturinn í leik liðsins undanfarin ár. Friðrik var kosinn besti leikmaður tímabilsins 2005-06 en Njarðvíkingar unnu þá Íslandsmeistaratitilinn. Friðrik lék sinn 100. landsleik í sumar og spilaði stórt hlutverk í frábærum árangri landsliðsins sem vann 8 af 9 leikjum ársins. Má ekki spila körfubolta Undanúrslitaleikir Powerade-bikars kvenna fara fram í Laugardalshöllinni í kvöld. Klukkan 19.00 taka Íslands- og bikarmeistarar Hauka á móti Val og tveimur tímum síðar mætast nágrann- arnir í Keflavík og Grindavík. Haukaliðið hefur unnið þessa keppni tvö síðustu ár og hefur ekki tapað leik í henni síðan 4. október 2005. Keflavík vann hins vegar keppnina þrjú skipti þar á undan. Liðin í kvennakörfunni hafa tekið þónokkrum breytingum frá því í fyrra og því verður fróðlegt að sjá hvernig fer í kvöld. Undanúrslita- leikirnir í kvöld Kvennalið KR hefur fengið til sín nýjan bandarískan leikmann fyrir tímabilið en það er Monique Martin sem er 24 ára og 180 cm bakvörður. KR-ingar vonast til að Martin finni sig betur á Íslandi en Aarica Ray-Boyd sem kom til liðsins í haust en var aðeins á landinu í nokkra daga. Martin var í æfingabúðum hjá WNBA-liðinu Connecticut Sun í vor og þótti standa sig vel þar. Hún lék með Brewton Parker- háskólanum í NAIA-deildinni síðasta vetur þar sem hún var með 29,5 stig, 9,7 fráköst og 3,7 stolna bolta í leik. Monique spilar með KR-konum Guus Hiddink, þjálfari Rússa, sagði í gær að eigandi Chelsea hefði komið að máli við sig um að taka við Chelsea-liðinu af José Mourinho. „Roman Abramovich spurði mig hvað þyrfti til þess að fá mig til að taka við Chelsea, en ég sagði honum að ég væri að einbeita mér að Rússum í augnablikinu.“ Uppljóstrun Hiddink kemur aðeins degi eftir að Chelsea gaf út yfirlýsingu þess efnis að núverandi stjóri liðsins, Avram Grant, hefði ekki verið fenginn til bráðabirgða og liðið væri ekki að leita að arftaka hans. - Ég neitaði boði Abramovich Tjái mig bara á minni „frábæru“ ítölsku

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.