Fréttablaðið - 04.10.2007, Page 1

Fréttablaðið - 04.10.2007, Page 1
Á sérsaumaðan kjól í anda Mischu Barton SIMPLY CLEVER Ást við fyrsta akstur Hólmfríður Anna Baldursdóttir lét hanna Mischu Barton-kjól á sig í Víetnam.Hólmfríður Anna Baldursdóttir upplýsi Unicef á Íslandi sk llf hún beið eftir fatnaði, þegar hún rak augun í silkikjól sem hún bara varð að eignast Mkjólnum á Falleg fimmtugsveisla 64,5 prósent landsmanna vilja að Ólafur Ragnar Grímsson sækist eftir því að verða forseti fjórða kjörtímabilið í röð. 35,5 pró- sent vilja nýjan forseta, sam- kvæmt niðurstöðum könnunar Fréttablaðsins. Núverandi kjör- tímabili lýkur á næsta ári. Þegar Fréttablaðið kannaði afstöðu landsmanna til framboðs Ólafs fyrir fjórum árum mældist stuðningur við það öllu meiri, eða um 77 prósent. Mestur er stuðningurinn við áframhaldandi setu Ólafs meðal fylgismanna Vinstri grænna, en um 77 prósent þeirra vilja að hann sitji lengur. 70,7 prósent þeirra sem ekki gefa upp stjórnmála- skoðun, 70,2 prósent Samfylking- arfólks og 65 prósent Frjálslyndra eru sömu skoðunar. Talsvert minni áhugi er fyrir því meðal kjósenda Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks að Ólafur sitji lengur, eða 49 og 50 prósent. Guðni Th. Jóhannesson sagn- fræðingur segir hefð fyrir því að forsetar á Íslandi sitji í fjögur kjörtímabil og að allt bendi til þess að Ólafur muni njóta víðtæks stuðnings vilji hann halda áfram. Einnig var spurt hvern fólk vildi sjá gegna forsetaembættinu færi svo að Ólafur byði sig ekki fram. Fáir tóku afstöðu en þeir sem hvað oftast voru nefndir voru formenn stjórnmálaflokkanna auk Davíðs Oddssonar, Bjarna Ármannssonar, Þórólfs Árnasonar, Berglindar Ásgeirsdóttur og Jóns Baldvins Hannibalssonar. Mikill meirihluti vill Ólaf áfram í embætti Um 65 prósent vilja að Ólafur Ragnar Grímsson sækist eftir forsetakjöri fjórða kjörtímabilið í röð. Fyrir fjórum árum var stuðningur við hann 77 prósent. Stefáni Karli Stefánssyni hefur verið boðið að leika Grinch, eða Trölla, á Broadway á næsta ári. Þetta staðfestir leikarinn í samtali við Fréttablaðið. Leikstjóri sýningarinnar verður að öllum líkindum Jack O‘Brian sem er þrefaldur Tony-verðlaunahafi. „Þetta er náttúrulega fyrst og fremst mikill heiður fyrir mig,“ segir Stefán en hann verður að öllum líkindum fyrsti íslenski leikarinn til að afreka þetta. Stefáni var boðið að taka þátt í svokölluðum vinnubúðum fyrir nokkru og var þar í þrjár vikur með leikstjóranum. Framleiðend- um verksins leist svo vel á hugmyndir Stefáns að þeir buðu honum að velja sér borg til að leika í, en reiknað er með að þetta verði mikið fyrirtæki. „Og að sjálfsögðu valdi ég New York og Broadway,“ segir Stefán. Verður Trölli á Broadway Íslendingur hreppti fyrsta vinninginn í Víkingalottó- inu í gær. Vinningsupphæðin nemur 105 milljónum króna og 678.670 krónum betur. Þetta mun vera langstærsti vinningur sem Íslensk getspá hefur greitt út. Vinningsmiðinn var keyptur í Hagkaupum á Akureyri en að sögn Evu Sifjar Heimisdóttur, aðalbókara Íslenskrar getspár, hafði vinningshafinn ekki gefið sig fram þegar blaðið fór í prentun. Íslenski vinningshafinn var einn þátttakenda með allar sex aðaltölurnar réttar, en til gamans má geta að vinningstöl- urnar voru 1, 3, 10, 27, 28 og 46. 105 milljónir í skaut Íslendings Sameinað félag Geysis Green Energy og Reykjavik Energy Invest á tæpan helming í Hitaveitu Suðurnesja. Tilkynnt var um sameininguna í gær. Einkaleyf- isbundin starfsemi hitaveitunnar verður hins vegar áfram í meiri- hlutaeigu Reykjanesbæjar. „Samkomulag er um að þeir þættir sem snúa að sérleyfi Hita- veitu Suðurnesja, en það eru veitu- kerfi í sveitarfélögunum, verði að meirihluta í eigu Reykjanesbæjar og þar með í almannaeign,“ segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Með þessu segir Árni að búið sé að skilja á milli sveitarfélagsins og samkeppnisreksturs sem það ætti ekki að taka þátt í. Haukur Leósson, stjórnarformað- ur Orkuveitu Reykjavíkur, sem kynnti samruna félaganna segir að lagðar hafi verið til hliðar 130 millj- ónir sem starfsmönnum Orkuveit- unnar og REI bjóðist að kaupa í REI á genginu 1,3. Hlutur hvers og eins getur verið frá 100 og upp í 300 þús- und að nafnverði. „En það hafa engir kaupréttarsamningar verið gerðir,“ segir hann. Stefnt er að skráningu REI á markað innan tveggja ára. Einkaleyfisstarfsemi skilin frá

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.