Fréttablaðið - 04.10.2007, Síða 2
Í KÓPAVOGI 29. SEPTEMBER - 7. OKTÓBER 2007
Þröstur, eru leigubílstjórar
svona brjóstgóðir?
„Viðbrögðin hafa verið mjög góð en
við munum þurfa að biðla til almennings áfram
næstu daga og vikur,“ segir Sveinn Guðmundsson,
yfirlæknir Blóðbankans. Nokkuð hefur gengið á
birgðir bankans undanfarið og hafa forsvarsmenn
hans því brugðið á það ráð að minna á sig með því að
senda skráðum blóðgjöfum sms-smáskilaboð og
tölvupóst.
Sveinn segir að á haustin reynist Blóðbankanum
oft erfitt að hafa nægar birgðir. Ástæðan sé sú að
margir blóðgjafar séu uppteknir en einnig sé mikið
um aðgerðir á sjúkrahúsunum sem oft krefjast
mikilla blóðgjafa. „Okkur vantar helst blóð í O-flokki.
Við erum bjartsýn en finnum að sjúkrahúsin þurfa á
miklu blóði að halda þessa dagana,“ segir Sveinn. Á
þriðjudaginn komu hundrað blóðgjafar í bankann en
um nóttina voru notaðar 120 einingar af blóði á
sjúkrahúsunum. Í gær gáfu 200 blóðgjafar blóð.
Þegar svona stendur á leitar bankinn til skráðra
blóðgjafa sem eru um 10.000 talsins. Þeir sem hafa
áhuga á að gerast blóðgjafar eru beðnir um að bíða
um sinn og koma í bankann þegar mestu annirnar
eru yfirstaðnar.
Í dag verður opið til kl. 19 í Blóðbankanum við
Snorrabraut auk þess sem blóðbíllinn tekur á móti
blóðgjöfum við Fjarðarkaup í Hafnarfirði milli
klukkan 13 og 17.
Mest þörf á blóði í O-flokki
Héraðsdómur
Reykjavíkur hefur úrskurðað sjö
Litháa í viku gæsluvarðhald vegna
þjófnaðar úr verslunum á höfuð-
borgarsvæðinu. Sjö til viðbótar eru
einnig í haldi og í dag kemur í ljós
hvort krafist verður gæsluvarð-
haldsúrskurðar yfir þeim. Menn-
irnir eru grunaðir um skipulagðan
þjófnað úr verslunum og um að
hafa ætlað að senda þýfið úr landi
og selja það í heimalandi sínu. Einn
mannanna átti pantað far heim til
Litháen í gær.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglu hefur málið verið í rannsókn
í nokkurn tíma en ýmsar upplýs-
ingar, meðal annars frá fangaverði
á Litla-Hrauni, leiddu lögreglu á
slóð mannanna. Meðal þess sem er
rannsakað er hvort þeir hafi áður
flutt þýfi úr landi og hvort fleiri
tengist málinu.
Mennirnir eru á aldrinum 20 til
28 ára og þekkjast innbyrðis. Þeir
bjuggu saman í tveimur íbúðum í
Austurborginni, sjö á hvorum stað.
Sjö voru handteknir á þriðjudags-
kvöld og hald lagt á þýfi eftir hús-
leit. Í gærmorgun var gerð húsleit
hjá hinum sjö og þeir handteknir.
Þar fannst einnig þýfi.
„Það má segja að það sé óvenju-
legt að finna svo mikið af varningi
á einum stað,“ segir Ómar Smári
Ármannsson aðstoðaryfirlögreglu-
þjónn. Hann segir að umfangið gefi
verslunareigendum og verslunar-
fólki tilefni til að huga betur að
þjófavörnum.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins ætla einhverjir mannanna
að áfrýja gæsluvarðhaldsúrskurð-
inum.
Grunaðir um að ætla
með þýfið úr landi
Fjórtán Litháar eru í haldi lögreglunnar í Reykjavík grunaðir um skipulagðan
þjófnað í verslunum. Mikið þýfi fannst við húsleit á tveimur stöðum. Lögregla
hefur verið á slóð mannanna um nokkurt skeið.
Veitingamenn í miðborg
Reykjavíkur hafa stofnað með
sér samtök undir nafninu Félag
kráareigenda. Markmið félagsins
er að bæta bæjarbraginn og
auðvelda samstarf allra hags-
munaaðila í miðborginni.
Baldvin Samúelsson, talsmaður
félagsins, segir að umræðan að
undanförnu hafi verið ósann-
gjörn. „Við fögnum því að
löggæslan sé orðin sýnilegri og
við sjáum mikinn mun á því hve
umgengni hefur batnað og
skrílslæti minnkað,“ segir
Baldvin. Félagsmenn hvetja til
faglegrar umræðu um málefni
miðborgarinnar.
Vilja bæta
bæjarbraginn
Á fundi leikskólaráðs
Reykjavíkur í gær kom fram að
150 starfsmenn vantar á leikskóla
borgarinnar.
Fulltrúar minnihlutans vilja
beina þeim tilmælum til borgar-
ráðs að í launaáætlun fyrir árið
2008 verði gert ráð fyrir svigrúmi
til að nýta ákvæði gildandi
kjarasamninga við starfsfólk
leikskólanna. Bókun þess efnis
var skráð á fundinum í gær.
Fulltrúar minnihlutans vísuðu
til skjótra viðbragða dómsmála-
ráðherra við manneklu í röðum
lögregluþjóna.
Vantar 150
starfsmenn
Nyhedsavisen, sem
gefið er út af
Íslendingum, er
nú orðið þriðja
vinsælasta dag-
blað Danmerk-
ur með 503.000
lesendur dag-
lega. Það er
aukning um níu-
tíu þúsund les-
endur frá síð-
asta mánuði, eða um tæp 22
prósent.
Einungis fríblöðin 24timer og
MetroXpress slá Nyhedsavisen
við, en Nyhedsavisen er nú vin-
sælast í stærstu borgum landsins,
Kaupmannahöfn, Árósum og
Óðinsvéum.
David Trads, ritstjóri Nyheds-
avisen segist ánægð-
ur með nýju tölurn-
ar, en þær komi ekki
á óvart. „Við höfum
vaxið í hverjum mán-
uði og höfum nú tvö-
faldað lesendafjölda
okkar frá áramótum.
Miðað við gang mála
held ég að við kom-
umst á toppinn á næstu
mánuðum.“
Hann segir þróunina
sýna yfirburði fríblaða
sem útgáfuforms. „Það
sama er að gerast hér og gerðist á
Íslandi. Eftir að Nyhedsavisen og
Fréttablaðinu var
hleypt af stokkunum
lesa fleiri dagblöð
bæði á hérlendis og
á Íslandi. Það er aug-
ljóst að sams konar
blöð myndu slá í
gegn hvarvetna á
Vesturlöndum,
enda koma fulltrú-
ar erlendra fjöl-
miðla reglulega í
heimsókn til okkar
til að kynna sér
starfið.“
Strokufangarnir
sem struku úr fangelsinu á Litla-
Hrauni í fyrrakvöld voru
handteknir í húsi í vesturbæ
Reykjavíkur um hádegisleytið í
gær. Bifreiðin sem þeir stálu er
einnig fundin, sem og greiðslu-
kort sem þeir hnupluðu.
„Það er skárra að láta stela af
sér bíl heldur en að brotist sé inn
til manns,“ segir Guðmundur
Karl Sigurdórsson, eigandi
bílsins. Ekki komst upp um
þjófnaðinn fyrr en kona Guð-
mundar ætlaði að fara með unga
dóttur þeirra í læknisskoðun um
morguninn.
Flóttinn tafði
læknisskoðun
Svandís Svavarsdóttir,
fulltrúi Vinstri grænna í stjórn
Orkuveitunnar, tók ekki afstöðu til
samruna Reykjavik Energy Invest
og Geysir Green Energy í gær, þar
sem hún taldi sér ekki hafa gefist
ráðrúm til að mynda sér skoðun.
Hún gagnrýndi að einungis væru
veittar þrjár klukkustundir til að
taka ákvörðun um þetta mikil-
væga mál. Boðað hafi verið til
eigendafundarins með ólöglega
skömmum fyrirvara og hyggst
hún láta reyna á lögmæti hans.
Hún lét bóka að kaup starfs-
manna REI í hinu nýja fyrirtæki
þyrftu sérstaka skoðun.
Sjálfstæðismenn í borgarstjórn
vildu ekki tjá sig um málið þegar
eftir því var leitað í gær.
Efins um lög-
mæti fundarins
Stjórnarherinn í
Búrma heldur áfram að beita
fullri hörku gegn þeim sem tóku
þátt í mótmælaaðgerðum nú í
haust.
Fólk hefur verið dregið út af
heimili sínu að næturlagi og
hermenn aka um á bifreiðum og
kalla í hátalara: „Við erum með
ljósmyndir. Við munum handtaka
ykkur.“
Klaustrin í Rangún standa nú
flest tóm, munkarnir hafa ýmist
verið handteknir eða þeim skipað
að fara heim til sín í sveitirnar.
Beitir áfram
fullri hörku