Fréttablaðið - 04.10.2007, Síða 6
Borgaryfirvöld í Reykjavík
hyggjast greiða kostnað vegna
vettvangsferða grunnskólanem-
enda. Menntaráð Reykjavíkur
hefur falið fræðslustjóra að gera
ráð fyrir þessu í fjárhagsáætlun
næsta árs.
Eins og kom fram í Fréttablað-
inu í gær tekur menntamálaráðu-
neytið af öll tvímæli um að skyldu-
nám eigi að vera nemendum að
kostnaðarlausu. Það eigi einnig við
um námstengdar vettvangsferðir á
skólatíma.
Berglind K. Þorsteinsdóttir sem
á tvo drengi í áttunda og tíunda
bekk í Ingunnarskóla í Grafarholti
segist hafa greitt ýmsar ferðir í
gegnum árin. Nú síðast hafi hún
borgað fjögur þúsund krónur fyrir
Þórsmerkurferð. Ferðalögin séu
hins vegar ekki einu dæmin um
gjaldtöku. Til dæmis taki skólinn
1.200 króna gjald fyrir skipulags-
bækur þar sem nemendur færa inn
námsframvindu. Í bókunum sé alls
kyns efni tengt námsefninu.
„Það á að vera óheimilt að taka
gjald en menntasvið borgarinnar
segir að það sé val hvers nemenda
að kaupa dagbókina. Krakkarnir
geti allt eins fært sínar áætlanir
inn í öðruvísi dagbækur eða bara
stílabækur. Fyrir yngstu börnin er
ekkert gaman að vera með stílabók
þegar hinir krakkarnir eru allir
með flotta bók. Þetta er bara mis-
munun sem mér finnst alvarleg á
árinu 2007. Ég hélt að allir skólar
ættu að fara að lögum,“ segir Berg-
lind.
Hanna Hjartardóttir, formaður
Skólastjórafélags Íslands og skóla-
stjóri í Snælandsskóla í Kópavogi,
segir að í ljósi niðurstöðu mennta-
málaráðuneytins sé einboðið að
vinsælar ferðir í skólabúðir eins og
á Reyki í Hrútafirði og Laugar í
Sælingsdal leggist af. Fyrir eina
slíka fimm daga ferð síðasta vor
hafi kostnaður skólans numið 450
þúsund krónum. Sjálfir hafi nem-
endurnir greitt 650 þúsund krónur
til viðbótar. Hanna segir skólann
ekki hafa bolmagn til að standa
undir því. Fræðslustjóri Kópavogs
er nú að taka saman þann kostnað
sem bærinn verður fyrir vegna
túlkunar menntamálaráðuneytis-
ins.
Hanna segir þátttöku í vett-
vangsferðum mjög góða. „Oftast
er yfir níutíu prósenta þátttaka og
stundum er hún hundrað prósent,“
segir Hanna sem aðspurð neitar
því að einhverjir nemendur sleppi
ferðunum eingöngu af fjárhags-
ástæðum. „Ef við verðum þess
áskynja er alltaf hægt að hlaupa
undir bagga.“
Frí áfylling
af rúðuhreinsi
með afmæliskorti Olís
U
ni
qu
eR
V
08
07
02
Unique örtrefjamoppusettið
1 stk.
2 stk.
Dagleg þrif eru leikur einn
Rekstrarvörur
- vinna með þér
Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík
Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665
sala@rv.is • www.rv.is
Uniqu
e
2.980
Kr.
Uniqu
e
glerk
lútur
557Kr.
Skólaferðalög verða
greidd úr borgarsjóði
Menntaráð Reykjavíkur hefur falið fræðslustjóra að reikna með vettvangsferð-
um grunnskólabarna í fjárhagsáætlun. Enginn sleppir ferð vegna fjárhagsstöðu
segir formaður Skólastjórafélagsins. Foreldri segir mismunun í grunnskólum.
„Það er ekki komin nein skýring á því
hver sökudólgurinn er þannig að ég vil ekki tjá mig
um þetta núna,“ segir Róbert Reynisson, fram-
kvæmdastjóri bílaþvottastöðvarinnar Löðurs.
Eigendur Löðurs ætla að byggja um átta hundruð
fermetra bílaþvottastöð við Fiskislóð í Reykjavík.
Sökklarnir hafa þegar verið steyptir en reyndust
vera sjö og hálfum metra of nálægt götunni. Vegna
þessa hefur Löður óskað eftir því við byggingarfull-
trúann í Reykjavík að fá að færa húsið nær götunni
miðað við upphaflegan byggingarreit svo ekki þurfi
að rífa sökklana og byrja upp nýtt á byggingunni
með tilheyrandi kostnaði.
Byggingarfulltrúinn frestaði á þriðjudag að
afgreiða bón Löðurs þar sem skýringar á mistökun-
um fylgdu ekki með umsókninni. „Það er verið að
vinna í þessu og þetta ætti allt að koma í ljós eftir
helgi,“ segir Róbert Reynisson.
Sökudólgur ekki fundinn enn
Sautján árum eftir
endursameiningu Þýskalands
nýtur uppbygging austurhlutans,
sem áður var hluti af austur-
blokkinni, enn forgangs. Þessu
lýsti Angela Merkel kanslari yfir
í þjóðhátíðarávarpi í Schwerin í
norðausturhluta landsins í gær.
Merkel sagði enn margt ógert í
austurhlutanum þar sem atvinnu-
leysi er um tvöfalt meira en í
vesturhlutanum og innviðir á
borð við samgöngumannvirki eru
enn ekki fullendurnýjaðir. Sú
uppbygging hefur verið fjár-
mögnuð með „samstöðuskatti“ á
Vestur-Þjóðverja.
Enn mikið
ógert í austri
Hagstjórnin á Íslandi er í molum og
hagspár og áætlanagerð úti í hafsauga, sagði
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri
grænna, í utandagskrárumræðum um horfur í
efnahagsmálum á Alþingi í gær.
Steingrímur sagði alvarlegar horfur blasa við í
efnahagsmálum, þó að stjórnvöld haldi því fram að
hér sé góðæri og ástand gott. Steingrímur benti á
að fyrir tveimur árum hafi verið talið að viðskipta-
hallinn væri í hámarki. Síðar hafi hann nærfellt
tvöfaldast, skuldasöfnun æði áfram með ávísun á
verðbólgu, háa vexti og erlenda skuldasöfnun.
Geir H. Haarde forsætisráðherra svaraði því til
að skoða þurfi fleiri atriði, hagvöxtur hafi verið
mikill undanfarin ár og mikil eftirspurn. Tekist
hafi að komast í gegnum sveiflu undanfarinna ára
án teljandi skakkafalla. Á meðan aðrar þjóðir
berjist við atvinnuleysi þurfi að flytja inn vinnuafl
hér.
Geir gagnrýndi Steingrím fyrir að einblína
aðeins á eitt atriði í heildarmyndinni, viðskipta-
hallann. Hann sagðist ekki gera lítið úr því að 25,7
prósenta viðskiptahalli sé vandamál, en gert sé ráð
fyrir því að hann lækki á næstu árum.
Steingrímur svaraði því til að sömu aðilar og nú
spái að dragi úr viðskiptahalla hafi spáð því sama
fyrir tveimur árum, og sú spá hafi ekki ræst. Sömu
aðilar gætu verið að gera sömu mistök.
Áætlanagerð úti í hafsauga
Eiga ráðherrar að sitja á
þingi?
Fylgdist þú með umræðum í
upphafi þings?
Stjórnendur
Vinnumálastofnunar hafa þurft að
fækka fólki vegna þess hversu lítið
atvinnuleysi er í landinu. Atvinnu-
leysið mælist aðeins tæp 0,9 pró-
sent og hefur því orðið samdráttur
í verkefnum stofnunarinnar.
Starfsfólki hefur verið sagt upp
undanfarin misseri og ekki hefur
verið ráðið í stað þeirra sem hafa
sagt störfum sínum lausum.
Hugrún Jóhannesdóttir, for-
stöðumaður hjá Vinnumálastofn-
un, segir að aðeins 720 menn séu á
atvinnuleysisskrá og því þurfi ekki
sama mannafla og áður til að sýsla
með málefni atvinnulausra.
Fækkar starfsfólki