Fréttablaðið - 04.10.2007, Side 10
Þingmaður Vinstri
grænna (VG) setur mikinn fyrir-
vara við tölur í nýju fjárlagafrum-
varpi sem lagt var fram á mánu-
dag. Það er gert í ljósi reynslunnar
af áætlanagerð í fjárlagafrum-
varpi ársins 2007, sem hafi engan
veginn staðist. Umræður verða
um fjárlagafrumvarp ársins 2008
á Alþingi í dag.
Samkvæmt nýjum spám verður
tekjuafgangur ríkissjóðs eftir
árið 2007 um 66 milljarðar en á
fjárlögum var gert ráð fyrir um 9
milljarða tekjuafgangi.
„Það er ljóst að þessi mikli
munur á spám og rauntölum segir
okkur að eitthvað er að í áætlana-
gerðinni. Það gengur varla að
reka skipulagðan búskap með svo
lélegum forsendum,“ segir Jón
Bjarnason, fulltrúi VG í fjárlaga-
nefnd.
„Mín skoðun er sú að það verði
margir fyrir miklum vonbrigðum
með velferðar- og kjaramálakafl-
ann í þessu frumvarpi,“ segir Jón.
Til dæmis sé þar ekkert sem bendi
til þess að persónuafsláttur hækki
meira en ákveðið hafi verið á síð-
astliðnum misserum. Það hafi þó
verið eitt af kosningaloforðum
Samfylkingarinnar.
Jón segir fjárlagafrumvarpið
bera þess merki að vera vinnu-
plagg. Þar séu til að mynda mót-
vægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar
ekki sundurgreindar, né uppskipt-
ing ráðuneyta sem hafi áhrif á
marga liði. Auk þess séu á annan
milljarð eyrnamerkt varnarmál-
um og æfingum herja á íslenskri
grundu, og þá peninga væri
eflaust hægt að nota til annars, til
dæmis uppbyggingar löggæslu.
„Fjárlagafrumvarpið ber þess
merki að mikil þensla er í samfé-
laginu, tekjurnar eru miklar og
ríkisstjórnin situr við veisluborð,“
segir Guðni Ágústsson, formaður
Framsóknarflokksins, spurður
um afstöðu sína til frumvarpsins.
„Ég held að ríkisstjórnin verði
að átta sig á því að það er mikill
hiti í hagkerfinu og þenslan er
alveg gríðarleg, svo það getur allt
farið úr böndunum ef þeir stíga
ekki á hemlana,“ segir Guðni.
Guðni segir að þjóðarsátt þurfi
um að stíga á bremsuna, fresta
framkvæmdum og ná verð-
bólgunni niður. Hann vildi þó ekki
tiltaka hvaða framkvæmdum ætti
að fresta. Í öllu falli yrði að hægja
á ýmsum sviðum, til dæmis megi
ekki fara offari í stóriðjufram-
kvæmdum.
„Það er ljóst að ríkisstjórnin og
landsmenn allir njóta ennþá mik-
illa tekna, en þetta eru þenslutekj-
ur,“ segir Guðjón Arnar Kristj-
ánsson, formaður Frjálslynda
flokksins. Hann segir að þrátt
fyrir útgjaldaaukningu í fjárlaga-
frumvarpinu verði ekki betur séð
en að fé vanti bæði í menntamálin
og heilbrigðis- og tryggingamál-
in.
Guðjón segir að skipta megi
landinu í tvennt, þenslusvæði og
svæði þar sem engin þensla hafi
verið. Niðurskurður á aflaheim-
ildum á þorski komi afar illa við
sjávarbyggðir, og í fjárlagafrum-
varpinu sé ekkert sem snúi slæmri
stöðu sjávarbyggða til betri vegar.
Eina raunhæfa lausnin sé að draga
úr skerðingunni, og þingmenn
Frjálslynda flokksins muni flytja
frumvarp þess efnis á haustþingi.
VG segja eitthvað að í
áætlanagerð ríkisins
Þingmaður Vinstri grænna setur fyrirvara við tölur í fjárlagafrumvarpi ársins
2008 í ljósi reynslunnar af frumvarpi ársins 2007. Stíga verður á bremsuna að mati
formanns framsóknarmanna. Fjárlög ársins 2008 verða rædd á Alþingi í dag.
Stjórnvöld í Norður-
Kóreu hétu því í gær að taka fyrir
árslok í sundur aðalkjarnorkumið-
stöð sína, þar sem efni í kjarnorku-
sprengjur hefur verið framleitt. Á
sama tíma sneri Roh Moo-hyun,
forseti Suður-Kóreu, til baka frá
Pyongyang þar sem hann átti fund
með Kim Jong-il, leiðtoga Norður-
Kóreu. Þetta var fyrsti leiðtoga-
fundur Kóreuríkjanna tveggja í sjö
ár.
Lítið hefur verið látið uppi um
hvað leiðtogunum fór á milli á fjög-
urra stunda löngum fundi sínum, en
boðað hefur verið að í dag verði birt
sameiginleg yfirlýsing frá þeim.
Samkomulagið um kjarnorkumál
Norður-Kóreu náðist í sex-velda-
viðræðunum svonefndu, sem fram
fara í Kína. Þar var í gær greint frá
því að Norður-Kóreumenn hefðu
fallist á að eftirlitssveit sérfræð-
inga mætti undir bandarískri for-
ystu koma innan hálfs mánaðar „til
að undirbúa lokun“ kjarnorkumið-
stöðvarinnar í Yongbyon. Slökkt
var á eina kjarnakljúfinum í mið-
stöðinni í júlí síðastliðnum, eftir að
Bandaríkjastjórn vék frá hörku-
stefnu sinni gegn Norður-Kóreu og
hét ýmiss konar aðstoð í skiptum
fyrir lokun kjarnorkumiðstöðvar-
innar. Eitt ár er nú frá fyrstu til-
raunakjarnorkusprengingu Norður-
Kóreumanna og þrettán frá fyrstu
sex-velda samningunum um kjarn-
orkumál þeirra.
Sveitarstjórn Gríms- og Grafningshrepps
hefur ákveðið að auglýsa til kynningar nýtt deiliskipu-
lag vegna sumarhúsabyggðar í landi Kiðjabergs.
Nýja deiliskipulagstillagan er auglýst í andstöðu við
Skipulagsstofnun. Andstaðan sé vegna þess að
byggingar hafi þegar verið reistar í Kiðjabergi sem
ekki séu í samræmi við gildandi deiliskipulag. Ekkert
lát virðist vera á ágreiningi þar um og engin sátt í
sjónmáli.
Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu var nýtt
deiliskipulag fyrir Kiðjaberg samþykkt árið 2005 en
fellt úr gildi í sumar af úrskurðarnefnd skipulags- og
byggingarmála þar sem ekki var rétt staðið að
kynningu þess. Gefin höfðu verið út nokkur bygging-
arleyfi á grundvelli þessa gallaða skipulags og hús
reist. Úrskurðarnefndin felldi tvö byggingarleyfi úr
gildi eftir kæru frá eigendum eins af eldri bústöðun-
um í Kiðjabergi. Sá erfiði hnútur er í málinu að ef
mannvirki hafa verið reist í trássi við skipulag má
ekki breyta skipulagi til samræmis við mannvirkin
nema fjarlægja þau fyrst.
Samkvæmt ógilda skipulaginu frá 2005 var
hámarksstærð húsa í Kiðjabergi 250 fermetrar og
hámarkshæð 5,5 metrar. Í skipulaginu sem nú er
auglýst segir hins vegar að hús geti orðið allt að 350
fermetrar og sex metrar að hæð. Núgildandi skipulag
frá 1990 takmarkar stærð húsa við 60 fermetra. Mörg
hús stærri en það hafa verið reist í Kiðjabergi.
Óleystur hnútur í sumarparadís
Borgartúni 29 + Höfðabakka 3
Smiðjuvegi 5 + Glerárgötu 34
Sími 515 5100 + www.a4.is
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
0
2
3
2
5
5
Borðyddari. Yddar tvær stærðir af blýöntum, 8 og 12 mm.
36%
AFSLÁTTUR
35%
AFSLÁTTUR
37%
AFSLÁTTUR
1.699 kr.Verð áður 2.699 kr.
Heftari. Heftir allt að 12 blöð í einu. Ýmsir litir.
Pakki með 1.000 heftum fylgir.
299 kr.Verð áður 469 kr.
Gatari. Vandaður gatari sem gatar allt að 25 blöð í einu.
779 kr.Verð áður 1.199 kr.
Snyrta að framan?
Festa í hliðunum
eða má kannski
bjóða þér göt?