Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.10.2007, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 04.10.2007, Qupperneq 22
nám, fróðleikur og vísindi Fjölmenningarlega kennslufræðin nýtist vel Stúdentaráð Háskóla Íslands (HÍ) stendur fyrir jafnréttisviku sem hófst á þriðjudag og lýkur á morg- un. Markmiðið með vikunni er að vekja athygli á því hversu margir ólíkir hópar með ólíka hagsmuni þrífast innan háskólasamfélags- ins, segir Elín Ósk Helgadóttir jafnréttisfulltrúi. „Við höfum áður haldið þema- vikur, en þetta er fyrsta vikan sem við höldum með þessu sniði,“ segir hún. „Það hefur enn ekki verið ákveðið hvort jafnréttisvikan verður árlegur viðburður, en það væri mjög ánægjulegt.“ Meðal viðburða eru kynningar hagsmunafélaga innan HÍ, aðal- fundur Femínistafélags HÍ og matreiðslunámskeið þar sem erlendir nemar við skólann kenna matreiðslu frá sínu heimalandi. Auk þess verða fyrirlestrar um reynslu og aðgengi fatlaðra nem- enda í HÍ, nýbúa í skólakerfinu, geðheilbrigði og ýmislegt fleira. Háskólanemar fá afslátt á valdar sýningar á Alþjóðlega kvikmynda- hátíð í Reykjavík vegna vikunnar. „Það hefur verið ágætis mæting á fyrirlestrana hingað til, og miða- salan á kvikmyndasýningarnar hefur gengið vel eftir því sem ég best veit,“ segir Elín. „Svo lýkur vikunni með rosalegu partíi á Barnum á föstudagskvöld.“ Vekja athygli á ólíkum hópum „Námið er nýmæli í menntunarmálum fólks með þroskahömlun og stórt skref í réttindabar- áttu þeirra,“ segir Vilborg Jóhannsdóttir, forstöðu- maður þroskaþjálfabrautar Kennaraháskóla Íslands, en þar er nýhafið starfstengt diplómanám fyrir fólk með þroskahömlun á þroska- þjálfa- og tómstundabraut. Ísland er fyrsta landið á Norður- löndum til að bjóða upp starfs- tengt diplómanám. Fram til þessa hafa nemendur með þroskahöml- un átt kost á framhaldsskólanámi en engu starfsnámi eða samfelldu háskólanámi og möguleikar þeirra því verið fremur takmarkaðir til áframhaldandi menntunar fram til þessa. Námið er samstarfsverkefni Kennaraháskólans, Þroskahjálpar og Fjölmenntar, símenntunar- stöðvar fatlaðra og er það rann- sóknartengt þróunarverkefni til tveggja ára en að þeim tíma liðn- um verður metið hvort forsendur eru til að halda því áfram. Markmið þess er að veita fólki með þroskahömlun möguleika til fullgildrar samfélagsþátttöku í afmörkuðum störfum, til að mynda inni á frístundaheimilum, félags- miðstöðvum og leikskólum. Námið verður að hluta verklegt inni á þeim vettvangi. Alls eru 23 nemendur skráðir í námið. Meðal þeirra er Skúli Steinar Pétursson, tvítugur Garð- bæingur, sem vinnur á dvalar- og hjúkrunarheimili aldraðra með- fram náminu. „Ég er mjög ánægð- ur með að það skuli vera boðið upp á þetta nám. Ég hefði samt viljað hafa það meira en bara tvisvar í viku frá eitt til fjögur. Mér finnst þetta ekki alveg orðið alvörunám, en það á ábyggilega eftir að breyt- ast, þetta er nú nýbyrjað,“ segir Skúli. Sjálfur lagði hann mikið af mörkum til að vekja athygli fólks á stöðu þroskahamlaðra nemenda og hafði meðal annars skrifað greinar í blöð um málefnið. Að loknu námi segist Skúli vilja vera sundþjálfari enda hefur hann keppt í landsliði þjóðarinnar í þeirri grein. „Ég veit að það vant- ar mikið af þjálfurum og sjálfur hef ég verið að leiðbeina yngri sundmönnum,“ segir hann. Vilborg og Guðrún V. Stefáns- dóttir, lektor í fötlunarfræðum, munu sjá um rannsóknartengingu námsins og samstarf á alþjóða- vísu. Lögð verði rík áhersla á að diplóman muni hafa gildi á starfs- vettvangi. Áfangi í réttindabaráttu fólks með þroskahömlun
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.