Fréttablaðið - 04.10.2007, Síða 29

Fréttablaðið - 04.10.2007, Síða 29
Kynning á nýju línunni í okkar Showroom Fyrir nokkrum árum þótti ekki fínt að ganga í fötum frá ódýrum búðum eins og Zöru, Gap og fleirum í svipuðum dúr. Á einu augna- bliki breyttist þessi hugsun og aðalmálið varð að blanda saman merkjavörum og öðrum. „Lúkkið“ gjarnan bætt með fínu Gucci- belti, skóm frá YSL eða Prada-tösku. Nú er svo komið að fylgihlut- irnir hjá ódýrari búðunum eru svo vel gerðir að varla sést hvaðan þeir koma. Tvílitu herraskórnir frá Zöru í „tie-dye“ stíl Prada eru gott dæmi um þetta, varla hægt að sjá mun á frummyndinni og eftir- líkingunum. Auðvitað er meira gaman að eiga J-12 úr frá Chanel sem kostar frá 3.000 upp í 150.000 evrur, frekar en gervilegar eftir- líkingar af keramíkarmbandinu vinsæla en buddan leyfir það kannski ekki hjá öllum, að minnsta kosti ef rétt er að íslensk heimili skulda 108 milljarða erlendis samkvæmt nýlegum tölum. Fyrir sumarið 2006 voru ballerínuskórnir góðu fréttirnar í tískunni, svo einstaklega þægilegir fyrir allar konur. En það er ekki alltaf hægt að segja góðar fréttir og fyrir þennan vetur eru vondu frétt- irnar þær að nú eru það hælarnir sem gilda, því hærri, því betri. Jafnvel upp í 10-12 cm fyrir þær sem vilja vera vissar um að vera í tísku. Hælarnir eru þó enn nokkuð þykkir og því stöðugir. Skór eru sömuleiðis oft háir að framan sem gerir hæðina þægilegri og fylltir hælar sem hafa sömu kosti eru enn í tísku. Richelieux er önnur skó- tegund ómissandi í vetur (Minelli, Morgan, Repetto) uppreimaðir að framan, með háum hæl og mynstri í leðrinu. Stundum skýtur upp kollinum nýjung í tískunni eins og til að krydda hana en verður svo margfalt meira áberandi árið á eftir. Kannski vegna þess að þeir sem að taka upp eftir stóru hönnuðunum eru allt- af dáltítið á eftir eða þá að almenningur er lengi að taka við sér. Þetta á við um lakkskóna (annað hvort úr vínyl eða lökkuðu leðri) bæði í dömu- og herratísku sem sáust í fyrravetur. Þeir eru nú alls- ráðandi nánast hjá öllum hönnuðum, stórum sem smáum. Til dæmis eru hinir frægu íþróttaskór Prada í lökkuðu leðri þennan veturinn. Lakkað leður er einnig mikið notað í beltum og nú jafnt í herra- sem dömu- tísku. Ekki má heldur gleyma töskunum. Marg- ir ætla sér að „surfa“ á velgengi „Coco´s- cabas“, stóru svörtu vínyl-töskunni frá Chanel. Hún gerði konur frávita síðast- liðinn vetur því allar vildu eiga eina slíka en lítið var til. Sama má segja um slönguskinn sem er áberandi í skóm og töskum í vetur, hvort sem er ekta slönguskinn eða slönguskinnsáferð. Krókódíls- skinn er enn betra en hleyp- ir auðvit- að verð- inu upp. Breytingar hafa verið gerðar á verslunum Blend og vöruúrval aukið. Unnið hefur verið að því að stækka verslanir Blend í Kringlunni og Smáralind ásamt því að auka vöru- úrval með tilkomu nýrra vöurmerkja, þar á meðal Psycho Cowboy og 4YOU. Breytingarnar eru tilkomnar vegna kaupa Blend- samsteypunnar í Danmörku á 4YOU, en í kjölfar þeirra verður opnuð sérdeild með 4YOU herrafatn- að í búðum Blend. Psycho Cowboy-fatnaður verður að auki áberandi í búðunum. Hann naut óhemju vinsælda um miðjan síðasta tíunda áratug, áður en hann hvarf úr búðar- hillum og hefur ekki sést um langt skeið. Auk Psycho Cowboy og 4YOU mun Blend bjóða upp á vörumerkin Blend og BlendShe en tilgangur- inn með þessari aukningu er að bjóða upp á fjöl- breyttari fatnað, fínni fatnað jafnt sem hversdags- klæðnað. Ýmis tilboð munu gilda fyrstu dagana eftir opnun. Klikkaði kúrekinn aftur á stjá COMB &CARE Fæst í apótekum um land allt. Sjampó og næring til varnar flóka • Mild formúla sem svíður ekki undan. • Sterkt flókavarnarefni fyrir sítt hár. • Hárið verður hreint, mjúkt og viðráðanlegt. • Endingargóður ilmur. Flókasprey og flókahárkrem • Verndar raka hársins með B5 vítamíni. • Fjarlægir flóka, auðveldar greiðslu og verndar hreinlæti hársins. • Endingargóður ilmur. Auðvelt í notkun – frábær árangur (Lúsaforvörn) Lúsin helst síður í vel hirtu hári. Inniheldur rósmarín sem fælir lúsina frá.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.