Fréttablaðið - 04.10.2007, Síða 42
Það er ótrúlegt að heyra
um ósvífnina sem við
Íslendingar sýnum inn-
flytjendum í afgreiðslu-
störfum bara af því að
þeir tala litla íslensku.
Ég er hjartanlega sam-
mála því að það er bæði pirrandi og
fáranlegt að eiga samskipti við þjón-
ustuaðila sem ekki tala móðurmál
landsmanna. Staðreyndin er hins
vegar að sú ákvörðun liggur hjá eig-
endum fyrirtækjanna og því varla
við afgreiðslufólkið að sakast.
Eigendurnir sverja af sér allar
sakir og segjast ekki hafa um annað
að velja en að ráða illskiljanlega
útlendinga, þar sem velmegunin og
atvinnuframboðið sé slíkt að inn-
fæddir fúlsi við störfunum.
En er ekki verið að gleyma ein-
hverju? Til dæmis lélegu þjónust-
unni sem hefur viðgengist á Íslandi
um árabil, löngu áður en einhverj-
ir sænskir eða rússneskir
afgreiðslumenn ypptu öxlum skil-
ingsvana úti í búð. Þá heyrðist
hvorki talað um lélega þjónustu né
velmegun, enda síðara orðið nán-
ast óþekkt í íslensku máli.
Í þá daga létu innfæddir sér
lynda að vinna á lúsarlaunum enda
atvinnuframboð minna en nú. Eig-
endur þjónustufyrirtækja lifðu í
þeirri blekkingu að svo yrði um
ókomna tíð, meira að segja löngu
eftir að framboðið jókst og
fullorðið fólk hvarf til annarra og
betur launaðra starfa.
Afleiðingarnar urðu þær að við
sátum uppi með unglinga og stund-
um óaldarlýð sem hefur í verstu
tilfellum engan áhuga á starfinu
sem inna á af hendi. Það vill nefni-
lega svo til að ekkert jöfnumerki
er á milli íslenskugetu og þjónustu-
lundar.
Nei, er þá ekki betra að eiga
samskipti við einhvern sem vill
fyrir alla muni aðstoða mann, þótt
íslenskukunnátta viðkomandi sé
kannski ekki með besta móti?
Það er mikið rætt um að senda
blessaða innflytjendurna á
íslenskunámskeið til að bæta
ástandið. Ég ætla rétt að vona að
við reynum að læra eitthvað af
þeim í leiðinni. Til dæmis eins og í
hverju þjónusta er raunverulega
fólgin.
– ódýrari valkostur
Okkur
vantar
hlaupara!
Pósthúsið leitar að kraftmiklu fólki
til starfa sem hlauparar. Í boði eru
góð laun fyrir duglegt fólk,
hressandi útivera og sveigjanlegur
vinnutími.
Hlauparar eru þeir aðilar sem taka
að sér íhlaupavinnu hjá Pósthúsinu
og vinna við dreifingu Fréttablaðsins
ásamt fylgiritum. Vinnan fer fram í
breytilegum hverfum á
höfuðborgasvæðinu milli kl. 2 og 9.
Hlauparar þurfa að vera orðnir 18
ára og hafa bíl til umráða.
Allar nánari upplýsingar veitir
dreifingardeild Pósthússins í síma
585 8330. Einnig er hægt að sækja
um á www.posthusid.is.
Pósthúsið ehf | Suðurhrauni 1 | 210 Garðabæ | Sími: 585 8300 | posthusid.is
Pósthúsið er ungt og öflugt
dreifingarfyrirtæki á sviði
blaða- og vörudreifingar.
Hjá Pósthúsinu starfa um
sjöhundruð manns að
uppbyggingu á fjölbreyttum
og skemmtilegum vettvangi.
H
im
in
n
o
g
h
af
/
S
ÍA