Fréttablaðið - 04.10.2007, Page 50

Fréttablaðið - 04.10.2007, Page 50
F í t o n / S Í A Eva Einarsdóttir framreiðir hvern grænmetisréttinn öðrum girnilegri, og segir það mikinn misskilning að matreiðsla þeirra sé flókin. „Það sem hræðir fólk kannski svolítið við grænmetisuppskriftir er að það virðist vera svo mikið í þeim. Mér fannst það líka sjálfri þegar ég byrjaði, en síðan er helmingurinn kannski laukur og krydd,“ sagði Eva, sem hefur verið grænmetisæta í fimm ár. „Maður kemur sér líka smám saman upp ákveðnum kryddum, eins og túrmeriki, kúmeni og kóríander, sem eru mikið notuð,“ bætti hún við. Eva er að ljúka fæðingarorlofi en vinnur við verkefnastjórnun. Hún hefur unnið fyrir Útón, útflutningsskrifstofu íslenskrar tónstofu, og er nú að skipuleggja alþjóðlega ráðstefnu á þeirra vegum. Hún hefur einnig unnið fyrir Iceland Airwaves-hátíðina, en maður Evu er framkvæmda- stjóri hennar. „Hann er sem sagt ekki mikið heima þessa dagana,“ sagði Eva og hló við. Eva er ekki hrædd við að prófa sig áfram og segir lítið mál að leika sér með grænmetisupp- skriftir. „Maður þarf ekkert endi- lega að nota nákvæmlega allt sem uppskriftin gerir ráð fyrir. Á meðan maður er með lauk og hvít- lauk er hægt að gera ansi margt, og svo er þetta bara spurning um að æfa sig,“ sagði Eva. Uppskrift- in sem hún deilir með lesendum Fréttablaðsins hefur þó verið reynd í þaula og er orðin nokkuð vinsæl. „Það er beðið um þennan rétt, og ég veit um nokkrar mann- eskjur sem hafa gert hann eftir að hafa séð uppskriftina á blogg- inu mínu,“ sagði Eva, en hún heldur úti blogginu maturer- mannsgaman.blogspot.com. > … eru meinholl og þar að auki afar bragðgóð. Keyptu þau fersk eða frosin og notaðu í heilsudrykki, bakstur, eða bara sem snakk á milli mála, beint úr lófan- um. Flatkökur með hangikjöti ómissandi Spádómskökur eru afar vinsælar úti í hinum stóra heimi en minna hefur farið fyrir þeim hér á landi. Það er tiltölulega einfalt að baka kökurnar sjálfur heima í eldhúsi, þó eflaust þurfi nokkra þjálfun til að fullkomna handtökin. Með því að baka sjálfur getur gestgjafinn laumað eigin speki í kökurnar, málsháttum eða uppáhaldstilvitn- unum sínum og glatt bæði hug og maga matargesta. Á netinu má finna margar upp- skriftir að spádómskökum, meðal annars þessa, á Allrecipes.com. Hitið ofninn í 190 gráður. Þeytið eggjahvítur og sykur vel saman. Hrærið áfram og blandið í smjöri, vanillu- og möndludropum, vatni og hveiti, sitt í hverju lagi. Deigið á að líkjast pönnukökudeigi. Hellið deigi á bökunarpappír, svo úr verði kökur með um 8 sentímetra þvermál. Bakið í um 5-7 mínútur, þar til brúnirnar verða gullinbrúnar. Fjarlægið eina í einu, setjið miða í miðjuna, brjótið í helminga, og dragið end- ana saman svo úr verði skeifu- laga kaka. Varist að baka of margar kökur í einu. Þær þurfa að vera mjúkar, svo hægt sé að beygja þær og brjóta. Speki með matnum Te og kaffi stendur fyrir kaffivéla- kynningu í verslun sinni á Lauga- vegi á laugardaginn. Sérfræðing- ur fyrirtækisins í kaffilögun og smökkun, sem er jafnframt skóla- stjóri kaffiskóla Te og kaffi, Hall- dór Guðmundsson, mun aðstoða viðskiptavini á staðnum. Við- skiptavinir geta því fengið fag- lega ráðgjöf um val á espressovél, bæði til heimilisnotkunar eða á vinnustaðinn, ásamt ráðgjöf um hentugasta kaffið fyrir vélarnar. Te og kaffi mælir með því að eigendur Ascaso Dream espresso- véla, sem ásælast frekari upplýs- ingar um vélarnar eða leiðbein- ingar um notkun, komi við á kynningunni, en sérstök áhersla verður lögð á kaffivélar fyrir heimili og minni fyrirtæki. Kynningin stendur yfir frá klukkan 11 til 16. Kaffivélakynning Margir þekkja grasker bara af fræjunum sem seld eru í verslun- um og henta vel í salöt. Grasker eru þó notuð í margt fleira, og ekki bara hrekkjavökuluktir. Hilmar Þór Harðarson, matreiðslumaður hjá Á næstu grösum, gefur ábend- ingar um notkun þeirra í matar- gerð. „Á Íslandi er algengasta gras- kerið svokallað butternut-grasker. Það fæst allt árið um kring,“ útskýrir hann. Butternut- graskerið er ekki stórt og appelsínugult eins og búast mætti við, heldur ílangt og ljósgrátt að utan en appelsínugult að innan. „Graskerum og sætum kartöfl- um er oft líkt saman, enda er bragðið hreint ekki svo ólíkt og áferð og litur keimlík. Oft er líka hægt að skipta hvoru út fyrir hitt,“ útskýrði Hilmar. Grasker eru því bæði notuð með rótargrænmeti, sett í pottrétti og súpur, eða bökuð í ofni. Vestanhafs eru graskersbökur afar algengar, ásamt alls kyns graskersmauki, músum og búð- ingum. „Auðveldasta leiðin er samt væntanlega að skræla það, skera í bita, setja á þá smá olíu, salt og pipar og baka svo þar til það er mjúkt í gegn. Þá er hægt að nota það í hvað sem er – köld salöt, sem verður yfirleitt fyrir valinu hjá mér, eða graskersmús með gráðaosti sem er algjört æði,“ sagði Hilmar. Grasker góð í matargerð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.