Fréttablaðið - 04.10.2007, Side 55
Ian Curtis er ein af rómantísku
hetjum rokksins, þekktur fyrir að
semja lög eins og Love Will Tear Us
Apart, flogaveiki sína og að fremja
sjálfsmorð aðeins 23 ára gamall.
Hann hefur haft mikil áhrif á hljóm-
sveitir sem hafa komið síðan, svo
sem U2 og ekki síður hina íslensku
Þeysara. Því er í raun léttir að sjá
hversu lítið rómantísk kvikmyndin
er sem Anton Corbijn gerir um
hann.
Fátt er hryllilegra en að ganga í
breskan almenningsskóla, eins og
gagnrýnandi getur vottað um og
fyrsti hluti myndarinnar kemur til
skila. Curtis týnir sér í drauma-
heimi með fyrirmyndir eins og
David Bowie og William Words-
worth, og þegar pönkbylgjan ríður
yfir stofnar hann hljómsveit sem
slær fljótlega í gegn. Í millitíðinni
hefur hann hins vegar gert þau
reginmistök að kvænast og eignast
barn. Þegar svo óhjákvæmilega
kemur að því að aðrar konur fara
að sýna honum áhuga getur hann
hvorki hafnað þeim né sagt skilið
við frúna, togstreita sem í bland við
flogaveikina tærir hann upp. Það er
því áhugavert að bera Control
saman við ævisögu Johnny Cash í
Walk the Line, þar sem Cash er orð-
inn margra barna faðir þegar
frægðin bankar upp á, en yfirgefur
loks eiginkonu sína fyrir hina meira
spennandi June Carter. Cash virðist
þrátt fyrir allt hafa tekið rétta
ákvörðun, June hjálpaði honum að
komast yfir eiturlyfjafíknina og
hann hélt góðu sambandi við börn
sín til æviloka.
Óákveðni Curtis endar hins vegar
á versta veg og að einhverju leyti
er erfitt að hafa samúð með manni
sem stendur á barmi þess að sigra
Bandaríkin og þarf að velja á milli
tveggja kvenna sem elska hann.
Hvers vegna hann hengdi sig er
enn umdeilt, en hér er áherslan
lögð á ástarsamböndin. Og líklega
er fallegasta atriði myndarinnar
þegar hann segir konu sinni að hann
elski hana ekki lengur og lagið Love
Will Tear Us Apart byrjar að óma.
Það er ef til vill lýsandi fyrir
pönkárin hversu lítið er hér um
glamúr, þrátt fyrir frægðina eru hér
engar límúsínur eða kókaínpartí.
Curtis vinnur lengi vel á atvinnu-
miðlun, er síblankur og í bakgrunn-
inum eru alltaf hin ömurlegu bresku
múrsteinshús. Myndin er einnig
tekin í svarthvítu til að leggja
áherslu á hversdagsleikann og þung-
lyndið, og er það viðeigandi.
Control tekst kannski ekki alveg
að ráða í ráðgátuna um Ian Curtis,
en hún skipar sér strax í flokk með
bestu kvikmyndum sem gerðar
hafa verið um tónlistarmenn.
Sá á kvölina sem á völina
Tónlistarmaðurinn Prince hefur
verið valinn vanmetnasti
gítarleikari allra tíma af tímarit-
inu Rolling Stone. Í öðru sæti
varð Kurt Cobain, fyrrum
forsprakki Nirvana.
Lesendur voru beðnir um að
kjósa gítarleikara sem komust
ekki á lista tímaritsins yfir hundr-
að bestu gítarleikara allra tíma
sem hafði verið birtur í tímarit-
inu. Í næstu sætum á eftir komu
Neil Young, Bítillinn George
Harrison og Ace Frehley úr Kiss.
Vanmetinn
gítarleikari
Forget About Me, nýjasta
smáskífulag Brynjars Más
Valdimarssonar, eða BMV, er í
nítjánda sæti á stærstu og
vinsælustu útvarpsstöðinni í
Makedóníu, 106,6 FM.
Lagið fór í heimsdreifingu fyrir
nokkrum vikum og er nú komið á
topp tuttugu í Makedóníu. Þar er
lagið einnig í A-spilun og því á
meðal mest spiluðu laga stöðvar-
innar. Á meðal fleiri flytjenda
sem fóru nýir inn á vinsældalist-
ann eru Madonna, Pharrel
Williams, Babyshambles og
Gabrielle. Síðasta smáskífulag
Brynjars, In My Place, fór á
toppinn í Grikklandi fyrir
skömmu en situr nú í níunda sæti.
Nítjándi í
Makedóníu
Trúbadorahátíð
Íslands verður
haldin á Austur-
landi sjötta árið í
röð um helgina. Á
meðal þeirra sem
koma fram á
þrennum tónleik-
um í Mjóafirði og í
Neskaupstað eru
Halli Reynis,
Guðmundur
Jónsson, Magnús
Þór, Einar Ágúst og
Guðmundur R.
Gíslason, sem er
einnig skipuleggj-
andi hátíðarinnar.
„Þetta hefur gengið
mjög vel. Það má segja að
allflestir trúbadorar sem eru
þekktir og hafa komið fram á
Íslandi hafi stigið á svið þarna,“
segir Guðmundur. „Þessi hátíð er
orðin fastur liður í skemmtanalífi
Austfirðinga enda er hún sú eina
sinnar tegundar á landinu. Síðan
auglýsum við alltaf eftir ungum
og efnilegum trúbadorum, þannig
að það eru fleiri sem koma þarna
fram en hafa verið auglýstir.“
Guðmundur, sem er forseti
bæjarstjórnar í Fjarðabyggð og
söngvari Súellen, kemur í fyrsta
sinn fram á hátíðinni. Syngur
hann lög af sinni fyrstu sólóplötu,
Íslensk tónlist. „Maður er búinn
að standa fyrir þessu öll þessi ár
en aldrei komið fram þannig að ég
hlakka rosalega til.“
Ungir og efnilegir trúbadorar
sem vilja taka þátt þurfa að senda
póst á bgbros@simnet.is til að
skrá þátttöku eða hringja í síma
899-2321.
Fastur liður í
skemmtanalífinu