Fréttablaðið - 04.10.2007, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 04.10.2007, Blaðsíða 58
VERTU VIRKUR STUÐNINGSMAÐUR STRÁKANNA OKKAR Í ÍSLENSKA LANDSLIÐINU Í HANDKNATTLEIK VIÐ STYÐJUM HANDBOLTALANDSLIÐIÐ ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 3 93 69 1 0/ 07 Hvatning og stuðningur eru mikils virði þegar menn heyja harða keppni á alþjóðavettvangi. Icelandair og Ferðaskrifstofan Úrval-Útsýn taka nú höndum saman og bjóða handboltaáhugamönnum einstakt ferðatilboð í beinu flugi til Þrándheims í Noregi á EM 2008. Tryggðu þér strax sæti! Hvetjum strákana til dáða á EM 2008! ÁFRAM ÍSLAND, ALLTAF! * Innifalið: Flug, skattar, gisting í 4 nætur með morgunverði, flugvallarakstur erlendis og miðar á alla leiki íslenska liðsins í riðli eða milliriðli. FLJÚGÐU Á EM Í HANDBOLTA 2008 BEINT FLUG TIL ÞRÁNDHEIMS 94.500*KR. Á MANN Í TVÍBÝLI RIÐLAKEPPNIN 17.–21. JANÚAR EÐA MILLIRIÐLAR 21.–25. JANÚAR + Nánari upplýsingar og bókanir á www.uu.is/ithrottir eða í síma 585 4000 Meistaradeild Evrópu: Þýski handboltinn: Eins og fram kemur á fyrri íþróttasíðunni náðist ekki í stjórnarmenn Fram vegna þjálfaramála félagsins í gær en Fréttablaðið hafði heimildir fyrir því að ekki væri einhugur um að halda Ólafi Þórðarsyni í starfi. Sjálfur sagðist Ólafur hafa fullan hug á því að þjálfa Fram áfram. Seint í gærkvöldi, og eftir að fyrri íþróttasíðan var farin í prentun, kom tilkynning frá Fram að leiðir Ólafs og Fram hafi skilið. Samkvæmt tilkynningunni þá vildi Fram ráða þjálfara sem kæmi að starfi félagsins á víðari grunni en Ólafur hefði ekki getað það sökum anna í öðrum störfum. Þess vegna hafi leiðir skilið. Ólafur hættur Það var mikið fjör í leikj- um Meistaradeildarinnar í gær- kvöld og óvenju mikið um óvænt úrslit. Upp úr stendur ótrúlegur sigur Celtic á Evrópumeisturum AC Milan og tap Liverpool á heimavelli gegn Marseille kom einnig á óvart. Chelsea minnti aftur á sig með verulega góðum útisigri gegn Valencia. Sigur Celtic var dramatískur en það var Scott McDonald sem skor- aði markið undir lok leiksins. „Þetta var frábært kvöld. Okkar leikmenn unnu leikinn en ekki á þann hátt sem þeir hefðu helst kosið enda vorum við að spila við Evrópumeistarana. Mínir menn urðu að verjast meir en venjulega og þegar varnarhlutinn var kom- inn í lag þá var möguleiki á ýmsu. Ég tel að þessir leikmenn eigi mikið hrós skilið,“ sagði Gordon Strachan, stjóri Celtic, en hann fagnaði sigurmarkinu hreint ógur- lega og óttuðust menn að hann myndi hlaupa hringinn í kringum völlinn. „Scott McDonald var að spila gegn tveim frábærum miðvörðum og gerði það vel. Hélt boltanum frábærlega og skilaði honum líka vel af sér. Frammistaða hans og annarra leikmanna var mögnuð,“ sagði Strachan. Stuðningsmenn Liverpool voru ekki kátir eftir tap gegn Marseille en mesti móðurinn virðist vera runninn af Liverpool sem hóf tímabilið með látum. Sigurmarkið var glæsilegt en kom eftir mistök Sissoko sem tapaði boltanum illa. „Þetta tap hafði ekkert með skiptikerfi mitt að gera. Það var fullt af stórum nöfnum á vellinum í kvöld. Þeir sem spiluðu voru samt ekki nógu góðir í kvöld,“ sagði Rafael Benitez, stjóri Liver- pool. „Við gáfum boltann auðveld- lega frá okkur og bjuggum ekki til mörg færi. Marseille á samt hrós skilið fyrir að spila vel. Ég reyndi að breyta liðinu og hrista upp í hlutunum en án árangurs. Þetta eru vonbrigði.“ Chelsea kom á óvart með því að sigra Valencia á Spáni og liðið reis loks úr öskustónni eftir dapurt gengi frá því Mourinho hætti. „Það var fínn andi í liðinu í kvöld og vonandi er þetta það sem koma skal,“ sagði John Terry, fyrirliði Chelsea. Skosku liðin hafa minnt rækilega á sig í Meistaradeildinni. Á þriðjudag lagði Rangers lið Lyon og í gær gerði Celtic sér lítið fyrir og skellti Evrópumeisturum AC Milan. Liverpool lá heima gegn Marseille og Chelsea reis úr öskustónni. Fram vann Stjörnuna 31-28 í toppleik N-1 deildar karla í handbolta í gærkvöld. Leikurinn var mjög hraður í byrjun, en mark- menn liðanna, Hlynur Morthens hjá Stjörnunni og Björgvin Páll Gústavsson hjá Fram, vörðu vel og sáu til þess að markaskorun færi ekki upp úr öllu valdi og stað- an var jöfn 13-13 í hálfleik. Í seinni hálfleik var það Fram sem náði smátt og smátt tökum á leiknum og seig fram úr og náði á endanum góðum sigri 31-28 og er því komið á toppinn í deildinni. Hjá Fram fór Jóhann Gunnar Ein- arsson mikinn og skoraði 10 mörk auk þess sem Björgvin varði vel í markinu og tók 25 skot. ,,Ég er að spila mjög vel og það er sama gamla klisjan að vörnin er að hjálpa mér mikið,” sagði Björg- vin Páll sem telur að Fram eigi fínan möguleika á titlinum í ár. ,,Okkur var spáð 5. sæti og það var gott fyrir okkur, en markmiðið er að taka titilinn það er engin spurn- ing,” sagði Björgvin hress í leiks- lok. Stjarnan sökk í Mýrinni N1-deild karla: N1-deild kvenna:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.