Fréttablaðið - 04.10.2007, Side 64
ÁÍslandi er okrað. Þetta vita allir enda svíður venjulegu fólki í
budduna oft á dag. Verð á flestu, ef
ekki öllu, er hér dýrara en annars
staðar. Hér vinna menn líka lengur
en annars staðar en skulda samt
meira en gengur og gerist í öðrum
lödnum. Þetta er fáránlega ömur-
legt ástand.
og
talsmenn neytenda ættu auðvitað
að vera brjálaðir yfir þessu. Þeir
ættu að mæta kolvitlausir í hvert
viðtalið af öðru og ekki linna látum
fyrr en eitthvað er gert. Og þá
meina ég eitthvað annað en þessi
vesældarlega virðisaukaskatts-
lækkun í vor sem er bara hlægileg
í dag. Okursíðan ætti að vera á síðu
Neytendasamtakanna en ekki hjá
mér. En það heyrist ekki múkk í
þessu liði. Það lítur allt út fyrir að
vera á róandi.
okra, apótek okra, veit-
ingastaðir okra. Stutt er síðan hús-
næðisverð á Íslandi var hagstætt.
Ekki lengur. Nú kostar þriggja her-
bergja íbúð á Seltjarnarnesi það
sama og einbýlishús í Los Angeles
með sundlaug. Af okrurum lands-
ins eru bankarnir skæðastir.
Íslenskir bankar eiga hvern einasta
kjaft á landinu og leika sér að því
að kreista hverja krónu út úr skuld-
urum sínum með ýmsum frumleg-
um aðferðum: verðtrygging og
vextir, útskriftargjald, skuld-
færslugjald, seðilgjald, milli-
færslugjald, vanskilagjald, þókn-
un, fit-kostnaður, úttektargjald eða
bara „annar kostnaður“ – það má
lengi smyrja.
er víst umhugað um
ímynd sína. Ég er með frábæra hug-
mynd að auglýsingaherferð fyrir
einhvern þeirra. Keyptar verða
nokkrar heilsíður og á þeim stendur
handskrifað: „Þetta er bankastjór-
inn þinn. Við hjá bankanum ákváð-
um að sleppa öllu áreiti á þig í heilt
ár. Það er rétt, engar „fyndnar“ aug-
lýsingar, engar flottræfilsauglýs-
ingar um áramótin og engir jakka-
fatamenn að bögga þig í Kringlunni.
Með því sem sparast ætlum við að
fella niður þetta asnalega 13 króna
úttektargjald af hverri debetkorta-
færslu.“ Ég myndi færa viðskipti
mín umsvifalaust til þessa banka.
ástæðan fyrir okrinu ert þú.
Ef þú lætur ekki okra á þér þá verð-
ur ekki okrað á þér. Kannski er
borin von að ástandið lagist því
Íslendingum finnst það að láta okra
á sér vera munaður. Við verðum
ekki reið fyrir minna mál en að
Randver sé rekinn úr Spaugstof-
unni. Kannski Randver ætti að snúa
sér að neytendavernd?
Okur! Okur!
Okur!
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
0
2
3
3
0
0
Við þurfum 70
blóðgjafa á dag
Á Íslandi eru um 9.000 reglulegir blóðgjafar. Við þurfum
fleiri til að geta brugðist við blóðmissi t.d. vegna slysa eða
skurðaðgerða. Við skorum á þig að koma og gefa blóð.
Taktu með þér vin, vinnufélaga eða ættingja og gerðu
heimsókn í Blóðbankann að fastri venju.
Gríptu augnablikið og lifðu núna