Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.10.2007, Qupperneq 64

Fréttablaðið - 04.10.2007, Qupperneq 64
ÁÍslandi er okrað. Þetta vita allir enda svíður venjulegu fólki í budduna oft á dag. Verð á flestu, ef ekki öllu, er hér dýrara en annars staðar. Hér vinna menn líka lengur en annars staðar en skulda samt meira en gengur og gerist í öðrum lödnum. Þetta er fáránlega ömur- legt ástand. og talsmenn neytenda ættu auðvitað að vera brjálaðir yfir þessu. Þeir ættu að mæta kolvitlausir í hvert viðtalið af öðru og ekki linna látum fyrr en eitthvað er gert. Og þá meina ég eitthvað annað en þessi vesældarlega virðisaukaskatts- lækkun í vor sem er bara hlægileg í dag. Okursíðan ætti að vera á síðu Neytendasamtakanna en ekki hjá mér. En það heyrist ekki múkk í þessu liði. Það lítur allt út fyrir að vera á róandi. okra, apótek okra, veit- ingastaðir okra. Stutt er síðan hús- næðisverð á Íslandi var hagstætt. Ekki lengur. Nú kostar þriggja her- bergja íbúð á Seltjarnarnesi það sama og einbýlishús í Los Angeles með sundlaug. Af okrurum lands- ins eru bankarnir skæðastir. Íslenskir bankar eiga hvern einasta kjaft á landinu og leika sér að því að kreista hverja krónu út úr skuld- urum sínum með ýmsum frumleg- um aðferðum: verðtrygging og vextir, útskriftargjald, skuld- færslugjald, seðilgjald, milli- færslugjald, vanskilagjald, þókn- un, fit-kostnaður, úttektargjald eða bara „annar kostnaður“ – það má lengi smyrja. er víst umhugað um ímynd sína. Ég er með frábæra hug- mynd að auglýsingaherferð fyrir einhvern þeirra. Keyptar verða nokkrar heilsíður og á þeim stendur handskrifað: „Þetta er bankastjór- inn þinn. Við hjá bankanum ákváð- um að sleppa öllu áreiti á þig í heilt ár. Það er rétt, engar „fyndnar“ aug- lýsingar, engar flottræfilsauglýs- ingar um áramótin og engir jakka- fatamenn að bögga þig í Kringlunni. Með því sem sparast ætlum við að fella niður þetta asnalega 13 króna úttektargjald af hverri debetkorta- færslu.“ Ég myndi færa viðskipti mín umsvifalaust til þessa banka. ástæðan fyrir okrinu ert þú. Ef þú lætur ekki okra á þér þá verð- ur ekki okrað á þér. Kannski er borin von að ástandið lagist því Íslendingum finnst það að láta okra á sér vera munaður. Við verðum ekki reið fyrir minna mál en að Randver sé rekinn úr Spaugstof- unni. Kannski Randver ætti að snúa sér að neytendavernd? Okur! Okur! Okur! F í t o n / S Í A F I 0 2 3 3 0 0 Við þurfum 70 blóðgjafa á dag Á Íslandi eru um 9.000 reglulegir blóðgjafar. Við þurfum fleiri til að geta brugðist við blóðmissi t.d. vegna slysa eða skurðaðgerða. Við skorum á þig að koma og gefa blóð. Taktu með þér vin, vinnufélaga eða ættingja og gerðu heimsókn í Blóðbankann að fastri venju. Gríptu augnablikið og lifðu núna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.