Fréttablaðið - 06.10.2007, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 06.10.2007, Blaðsíða 1
HÖNNUN Mublur með mynsturHEIMILIÐ Vatn róar hugannINNLIT Hlýlegt heimili með sál hús&heimiliLAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2007 Gæða sængur og heilsukoddar Landssöfnun Kiwanis 4.-7. október 2007 Lykill að lífi „Mig langar að gera íslensku óperuna að meira spennandi leikhúsi en hún hefur oft verið.“ Hinn kunni breski leikstjóri Peter Greenaway kemur til landsins í dag og tekur á móti heiðursverðlaunum Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykja- vík. Greenaway heldur fyrirlestur og svarar spurningum í dag kl. 17.30 í stofu 101 í Odda í Háskóla Íslands. Tekur hann til umfjöllun- ar verk sitt „The Tulse Luper Suitcases“ sem hann hefur unnið síðastliðin ár og sýnir brot úr nýjasta verki sínu, Nætur- vörðunum, sem byggir á einu frægasta málverki Rembrandts. Greenaway staldrar stutt við og verður hér aðeins dagpart. Hann þáði boð sitt seint og sagðist líklega munu verða kominn undir græna torfu að ári svo að best væri að mæta. - Greenaway heiðraður í dag Yfir hundrað umsóknir bárust um starf dag- skrárkynnis hjá Sjónvarpinu en umsóknarfrestur rann út á fimmtudag. „Þetta voru nákvæm- lega 103 umsóknir,“ segir Jónína Lýðsdóttir fulltrúi útvarpsstjóra. „Þar af eru 18 umsækjendur karlmenn.“ Jónína segir óljóst hversu margir verði ráðnir. Hún er ekki hissa á hversu margir sýndu starfinu áhuga enda hafi það verið vinsælt í gegnum tíðina. Margar íslenskar konur hafa stigið sín fyrstu skref í sjónvarpi sem þulur, til dæmis Sigríður Arnardóttir og Ellý Ármannsdóttir. - 103 sóttu um „Það er ekki gott að vera á gangi eða á hjóli í myrkri og fá grein í andlitið,“ segir Sigurður Geirsson, yfirverkefnisstjóri hjá framkvæmdasviði Reykjavíkur- borgar. Starfsmenn borgarinnar hafa að undanförnu leitað uppi trjágreinar sem ná of langt út fyrir garða og kunna að vera vegfarendum hættu- legar og borgarstarfsmönnum til ama. „Það sem af er þessu ári höfum við gert athugasemdir á 1.718 stöðum í borginni og beðið um að greinar verði sagaðar og klipptar. Það er mun meira en í fyrra,“ segir Sigurður en hann telur að veðurblíðan í sumar hafi orðið til þess að gróður óx meira en venja er. Helstu ástæðuna fyrir þessum fyrirskipunum segir hann vera að borgarstarfsmenn vilji ekki eiga á hættu að skemma vélar og tæki þegar götur og gangstéttar eru þrifin. Sigurður segist ekki vita til þess að nokkur hafi orðið óánægður með athugasemdirnar. „Alls ekki, ég hef fengið um hundrað símtöl í þessari viku og eftir að maður hefur útskýrt ástæðurnar fyrir fólki er það sátt.“ „Auðvitað hefði verið lítið mál fyrir Orkuveituna að sleppa þessu algjörlega og leyfa okkur hinum að dansa frjálsum, en þá er líka ljóst að minna hefði setið eftir,“ segir Hannes Smárason, forstjóri FL Group og fyrrum stjórnar- formaður Geysis Green Energy, um sameiningu GGE og Reikjavik Energy Invest. „Þessum mönnum [Hannesi Smárasyni og Bjarna Ármannssyni] hafa verið gefnir peningar, rann- sóknarupplýsingar, sérfræðiþekk- ing og allt annað sem OR hafði á sínu borði,“ segir Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna. Hún segir augljóst að fulltrúar einkageir- ans stýri atburðarásinni við samein- inguna. Tekist var á um sameininguna og aðdragandann að henni innan borgar- stjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins í gær, og funduðu borgarfulltrúar flokksins með formanni hans og varaformanni í gærmorgun. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokks- ins, sagði að á fundinum hefði verið rætt um ýmis mál, þar á meðal sam- einingu REI og GGE. Hún sagði að engin eftirmál yrðu af fundinum. Þegar hefur verið ákveðið að Bjarni Ármannsson verði stjórnar- formaður REI. Auk þess verða í stjórninni einn fulltrúi FL Group og einn frá Atorku. Orkuveita Reykjavíkur fær tvo fulltrúa í stjórn, og verða þeir því í minni- hluta í stjórn fyrirtækisins. „Það hvílir skylda á okkur borgarfulltrúum að gæta jafnræðis í störfum og þess vegna er það ótækt að sumum starfsmönnum sé boðið að kaupa hlut í REI á kjörum sem bjóðast ekki öllum,“ sagði Júlíus Vífill Ingvarsson, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, um rétt starfsmanna til að kaupa í sam- einuðu fyrirtæki. Orkuveitan hagnast Forstjóri FL Group segir hagnað Orkuveitunnar í útrás aukast með samstarfi við fjárfesta. Stjórnarformönnum REI og GGE gefnir peningar, segir fulltrúi VG. Ótækt að sumum bjóðist að kaupa en ekki öllum, segir fulltrúi Sjálfstæðisflokks.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.