Fréttablaðið - 06.10.2007, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 06.10.2007, Blaðsíða 20
Auglýsingar sendist á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. „Ég sagði að ég sængaði ekki hjá kvæntum mönnum, en átti við að ég sænga ekki hjá mönnum sem eru ham- ingjusamlega kvæntir.“ Elizabeth Taylor giftist í 8. sinn Í ár eru 120 ár síðan Vík í Mýrdal varð löggiltur verslunarstaður og um helg- ina verður mikið um dýrðir af því til- efni. „Á sama tíma og afmælið kom upp höfðu bæjaryfirvöld ákveðið að hrinda af stað menningarveislunni Regnbog- anum, sem er metnaðarfull og ævin- týraleg dagskrá til yndisauka fyrir íbúa og gesti. Markmiðið er að vekja athygli á umhverfi, sögu og mannlífi Víkur og nágrennis,“ segir Helga Hall- dórsdóttir í undirbúningsnefnd Regn- bogans. Helga er sjálf fædd og uppalin í Mýrdalshreppi og hefur búið síðast- liðna þrjá áratugi í Vík. „Það sem einkennir Vík er fyrst og fremst náttúrufegurð, friðsæld og fuglalíf. Mannlífið er yndislegt og allir sem einn maður þegar eitthvað bjátar á eða stendur til,“ segir Helga, en alls búa 300 manns í Vík, og 500 samtals í Mýrdalshreppi. „Hér er yndislegt að ala upp börn og við pössum vel hvert annað. Börn læra snemma að bera virðingu fyrir hættum náttúrunnar og þeim innrætt frá blautu barnsbeini að fara ekki niður að sjó nema í fylgd með fullorðnum,“ segir Helga um stórbrotið bæjarstæði Víkur frá náttúrunnar hendi. „Vík varð til í kringum tvö stórbýli, Norður-Vík og Suður-Vík, þar sem mannmargt var og myndarlega búið. Við búum við hafnarleysi en menn sáu möguleika á að koma bátum upp í fjör- una þar sem var landað vöru. Fyrstur til að reisa verslunarhús var Bryde kaupmaður árið 1895, en það hús stendur enn með fullri reisn. Fyrir þann tíma fóru menn á Eyrarbakka að versla, sem tók viku,“ segir Helga sem býst við fjölda gesta um helgina. „Hér er jafnan mikið um að vera á sumrin í ferðaþjónustu og öðru, en þegar haustar kemur deyfð yfir bæinn. Þessu viljum við breyta og lengja ferðamannatímann. Við skynjum eftirvæntingu í samfélaginu og von- umst til almennrar þátttöku heima- manna sem og brottfluttra Mýrdæl- inga, en landsmenn eru allir velkomnir og ekki nema tveggja stunda akstur frá Reykjavík til Víkur á löglegum hraða,“ segir Helga, og veðurspáin er sannarlega frábær fyrir Suðurland í dag og á morgun. „Hér ræður listagyðjan ríkjum alla helgina. Í gærkvöldi opnuðum við sýningu sem Byggðasafnið í Skógum setti upp í tilefni verslunarafmælis- ins, og í allan dag og á morgun verður spennandi menningardagskrá og mikil tónlistarveisla sem endar með tónleikum Guðrúnar Gunnarsdóttur í Víkurkirkju annað kvöld,“ segir Helga, en alla vikuna hafa grunn- skólanemendur í Vík unnið að mynd- list og leiklist sem sýnd verður á hátíð helgarinnar, og eins munu fjölmargir listamenn Víkur sýna handverk sitt um allan bæ. „Vonandi koma sem flestir til að samgleðjast okkur og finna með sér löngun til að dvelja lengur eftir ríku- lega menningu og listir helgarinnar. Við bjóðum allt frá svefnpokaplássi til fínasta hótels og vonumst til að gera Regnbogann að árlegum viðburði.“ Rúnir og rúnamenning Í dag gengst Íslenska málfræðifélagið fyrir ráðstefnu um rúnir og rúnamenn- ingu þar sem sjö fræðimenn fjalla um rúnir frá ýmsum hliðum. Rætt verður um uppruna germanska rúnastafrófsins, um gotneskar rúnir, rúnaristur sem heimild um setninga- gerð norrænu, upphaf og þróun rún- anna á Íslandi, hlutverk talna og talna- kerfa í rúnum, rúnakvæði og rúnakenn- ingar og þýðingar í rúnaristum. Ráðstefnan stendur frá 11.15 til 16 og verður haldin í fyrirlestrasal Þjóðar- bókhlöðu. Hún er öllum opin. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Önnu Albertsdóttur. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni fyrir góða umönnun. Haraldur Sighvatsson Elfa Hafdal Jón Albert Sighvatsson Kristjana Markúsdóttir Emilía Sighvatsdóttir Halldór Jón Ingimundarson barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Elín Steinþóra Helgadóttir Frá Kárastöðum í Þingvallasveit, lést á Hjúkrunarheimilinu í Víðinesi 1. október sl. Útförin verður auglýst síðar. Gunnlaugur Geir Guðbjörnsson Guðrún Guðbjörnsdóttir Böðvar Guðmundsson Erla Guðbjörnsdóttir Kristinn Víglundsson Einar Guðbjörnsson Hugrún Þorgeirsdóttir Þóra Einarsdóttir Kári Guðbjörnsson Anna María Langer og fjölskyldur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Hrönn A. Rasmussen hjúkrunarheimilinu Sóltúni, áður til heimilis að Vesturgötu 7, Rvík, andaðist fimmtudaginn 4. október. Útförin auglýst síðar. Óskar F. Sverrisson Sigurveig J. Einarsdóttir Gunnar A. Sverrisson Hrafnhildur Garðarsdóttir Garðar Sverrisson Gerður Kristjánsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Kristín Ágústa Ágústsdóttir hjúkrunarheimilinu Skjóli, áður Grandavegi 47, Reykjavík, sem lést fimmtudaginn 27. september, verður jarðsung- in frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði, mánudaginn 8. október kl. 13.00. Garðar Gíslason Margrét Bjarnadóttir Ögmundur Magnússon Dóra Garðarsdóttir Sigurður Magnússon Hulda Friðgeirsdóttir Hjalti Magnússon Jónína Þorbjörnsdóttir barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.