Fréttablaðið - 06.10.2007, Blaðsíða 40
Hinir bjartleitu Móskarðs-
hnúkar eru við bæjardyr
Reykvíkinga og útsýnið af þeim
margborgar fyrirhöfnina við að
komast þangað upp. Nýlega
var lagður stígur um Lauf-
skörðin milli vestasta hnúksins
og Esjunnar.
Esjan er alltaf vinsæl til uppgöngu
og þá sér í lagi leiðin frá Mógilsá
upp á Þverfellshornið. Hægt er þó
að velja aðrar gönguleiðir á fjallið
og ein þeirra liggur upp á
Móskarðshnúka sem tengjast
Esjunni um svokölluð Laufskörð.
Þau hafa flestum verið farartálmi
fram til þessa en nú er búið að
meitla stíg utan í bergið og koma
þar fyrir keðju til að halda sér í.
Þá er hægt að ganga á Móskarðs-
hnúkana og Esju í sömu ferð og
ætla sér dag í það.
Móskarðshnúkar eru líparít-
tindar, mótaðir af ísaldarjökli.
Þeir urðu til við gos undir jökli
fyrir um það bil 1,8 milljónum ára.
Hæð þeirra er nálægt 800 metrum
og þótt leiðin sé grýtt er göngu-
stígur utan í hnúkunum sem mark-
ar vel í líparítið.
Ökuleið að Móskarðshnúkum
liggur upp Mosfellsdalinn. Dálítið
fyrir ofan Laxnes er beygt inn á
vegslóða til vinstri að bænum
Hrafnhólum, farið þar yfir Leir-
vogsá og framhjá sumarbústöð-
um. Í byrjun liggur vegurinn um
gamla þjóðleið milli Mosfellssveit-
ar og Kjósar um Svínaskarð sem
er milli Móskarðshnúka og Skála-
fells.
Gaman er að taka með sér kort
af svæðinu til að átta sig á kenni-
leitum því þegar upp á hnúkana er
komið blasir við hvert fjallið öðru
tignarlega; Botnssúlur, Hvalfell,
Skjaldbreiður, Skriðan og Hlöðu-
fell. Jafnvel Langjökull sjálfur.
Í lokin er hér tilvitnun í meist-
ara Þórberg. Í Ofvitanum lýsir
hann rigingarsumrinu mikla er
hann tók að sér málningarvinnu
og var sífellt að gá til veðurs. Allt-
af sýndist honum sólin skína á
Móskarðshnúka og hann vonaði
heitt og innilega að hún næði til
borgarinnar. „Mér fannst öll fram-
tíð mín, allt líf mitt, hanga á þess-
um sólroðnu tindum.“
Á leið um Laufskörðin
Auglýsingasími
– Mest lesið
23.800
Vika í Danmörku
kr. - ótakmarkaður akstur,
kaskó, þjófavörn, flugvallargjald
og skattar.
Ford Fiesta eða sambærilegur
522 44 00 • www.hertz.is
Bókaðu bílinn heima
- og fáðu 500 Vildarpunkta
frá
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/H
E
R
3
69
19
0
4/
07