Fréttablaðið - 06.10.2007, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 06.10.2007, Blaðsíða 88
 Eyjólfur Sverrisson gerði engar stórar breytingar á lands- liðshópnum fyrir komandi leiki við Letta og Liechtenstein en hann tilkynnti 22 manna hóp í gær. Ólafur Örn Bjarnason og Indriði Sigurðsson komu aftur inn í hóp- inn en þeir voru ekki með í síðustu verkefnum. Íslenska landsliðið er komið á flug eftir að hafa tekið 4 stig út úr síðustu leikjum sínum við Spán og Norður-Írland. „Við teljum okkur vera búnir að finna góðan takt í þessu og viljum halda honum. Það er gríðarlega mikilvægt að það verði sami vilji og baráttuandi í liðinu,“ segir Eyjólfur og bætir við. „Markmiðið er að ná að halda þeim dampi sem hefur verið á liðinu í síðustu leikjum og ef það tekst þá teljum við okkur geta unnið báða þessa leiki,“ segir Eyjólfur. „Ég er með svona 35 manna hóp sem ég er að velta fyrir mér hverju sinni og vel síðan bestu leikmennina í hvert verkefni. Þó að menn séu að detta út úr þeim hópi þá eru menn ekkert komnir út í kuldann. Það sést sem dæmi á því að Ólafur og Indriði eru komnir inn í hópinn aftur. Það er sam- keppni um að komast í íslenska landsliðið og það er bara fínt,“ segir Eyjólfur um val sitt að þessu sinni. Fyrri leikurinn er á móti Lettum á Laugardalsvellinum eftir viku. „Ég á eftir að fá sendan leik Letta á móti Spánverjum og á eftir að fara vel yfir hann. Ég sá þá þegar þeir unnu Norður-Íra 1-0 á heima- velli og þá spiluðu þeir nákvæm- lega eins og við, vörðust vel með því að spila þéttan varnarleik og sóttu síðan hratt á Norður-Íra. Þeir gerðu það mjög vel og unnu sann- færandi 1-0 sigur. Ég reikna með að það verði svipað upp á teningn- um á móti okkur. Við verðum að finna leik á móti því. Við ætlum ekki að opna þennan leik hérna heima, við ætlum að spila áfram öflugan varnarleik en að sjálf- sögðu ætlum við að skapa okkur færi og reyna að knýja fram sigur í okkar síðasta heimaleik.“ Vill sama vilja og baráttuanda áfram Eiður Smári Guðjohnsen er í landsliðshópnum þrátt fyrir að hafa ekkert spilað síðan hann kom inn á sem varamaður í sigrinum á Norður-Írum 12. september. „Við sjáum bara til hvernig hann er á æfingum. Hann er ekki í mikilli leikæfingu og það verður mjög erfitt fyrir hann að spila tvisvar 90 mínútur með svona stuttu millibili,“ segir Eyjólfur Sverrisson um Eið Smára Guðjohnsen. „Við eigum bara eftir að meta stöðuna á honum. Hann er búinn að vera æfa mjög vel og hefur auk þess æft aukalega til þess að koma sér í betra form,“ segir Eyjólfur sem sagðist hafa rætt við Eið Smára fyrr um daginn. „Hann er heill heilsu og æfði í gær,“ sagði Eyjólfur sem hefur áhyggjur af því að Eiður fengi ekkert að spila hjá Barcelona. Er búinn að æfa mjög vel Eyjólfur Sverrisson, er ánægður með íslenska áhorfend- ur í síðustu landsleikjum. „Stuðningurinn við liðið í síðustu leikjum hefur verið til fyrirmyndar. Tólfan er búin að vera svakalega öflug og hefur myndað mikla stemningu á pallana. Fólkið er komið á leikina til að skemmta sér og hafa gaman og það er hrikalega jákvætt,“ sagði Eyjólfur á blaðamannafundi í gær. Tólfan er búin að vera öflug BIKARINN 2007 í dag kl. 14:0 FH - FJÖLNIR ÚRSLIT áLaugardalsvelli Ball árs í Kaplakrik í kvöld kl 23 Húsið opnað klukkan 23:00 -Miði á ballið kostar Tilboð í FH búðinni: Miði á leikinn og ballið kr Stórhljómsveitin Papar og Bubbi Morthens sj M I Ð A S A L A Á L A U G A R D A L S V E L L I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.