Fréttablaðið - 06.10.2007, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 06.10.2007, Blaðsíða 28
É g lít á mig sem sögumann. Ég lít ekki svo á að ég sé að gera heimildarmyndir heldur reyni ég að finna jafnvægi á milli þess að segja sannleikann og finna tilfinningalegan kjarna atburðanna sem myndin fjallar um,“ segir Tom Kalin, leikstjóri myndarinnar Savage Grace sem er sýnd á kvikmyndahátíðinni sem nú stendur yfir í Reykjavík. Myndin byggir á hræðilegum atburðum sem áttu sér stað í London árið 1972 þegar Barbara Baekeland var myrt af 25 ára gömlum syni sínum. Fyrir morðið hafði Barbara táldregið son sinn til að „frelsa“ hann undan samkynhneigð eftir að öllum vændiskonunum sem hún hafði leigt í sama tilgangi mistókst ætlunarverkið. Morðið vakti mjög mikla athygli á sínum tíma en Barbara þessi var gift inn í hina vel stæðu Baekeland-fjölskyldu sem auðgaðist mjög þegar tengdafaðir Barböru, Leo Hendrik Baekeland fann upp plastið. „Myndin er byggð á samnefndri bók sem er alveg stórkostleg. Það sem gerir bókina svo sérstaka er að efniviðurinn er mjög til- finningaþrunginn og eldfimur. Í lok sögunn- ar komumst við að því að móðirin sefur hjá syni sínum. Það er auðvitað mjög sjokker- andi en þegar við köfum undir yfirborðið minnir þetta óneitanlega á grískan harm- leik. Þetta eru sannsögulegir atburðir sem hafa þó goðsögulega undirtóna. Það var mér mjög mikil áskorun að finna leið til að gæða þetta efni lífi og gera sannfærandi. Þetta er svo rosalegt efni en gerðist í raun og veru.“ Savage Grace er önnur myndin í fullri lengd sem Tom leikstýrir. Fyrsta myndin hans var Swoon sem kom út árið 1992 og vakti mjög mikla athygli. Auk þess hefur hann gert margar stuttmyndir og komið að öðrum myndum sem handritshöfundur eða fram- leiðandi. Þar á meðal framleiddi hann mynd- ina I Shot Andy Warhol sem fjallaði um konu sem reyndi að drepa Andy Warhol. Líkt og Savage Grace eru flestar myndir sem Tom hefur unnið að byggðar að ein- hverju leyti á sannsögulegum atburðum. „Það má segja að ég dragist að verkefnum þar sem reynt er að setja sannar sögur í þetta frásagnarform sem kvikmyndin er. Ég hef einnig gaman af því að vinna með efni sem hefur vísun í söguna. Ég las In Cold Blood eftir Truman Capote þegar ég var ungur og hún hafði mikil áhrif á mig. Það er örugglega hluti af ástæðunni fyrir að Savage Grace höfðaði svona sterkt til mín því það er ákveðinn samhljómur þarna á milli. Þetta eru bæði áhrifamiklar sannar sögur en höfundarnir köfuðu dýpra og greining þeirra á atburðunum á meira sameiginlegt með skáldsagnaforminu en sagnfræði. Ég einskorða mig samt ekki við sannar sögur. Myndin sem ég er að vinna í núna er byggð á skáldsögu.“ Aðalleikkona Savage Grace er Julianne Moore, margverðlaunuð leikkona sem hefur fjórum sinnum verið tilnefnd til Óskars- verðlaunanna. „Ég var rosalega heppinn að fá Julianne. Hún var eina leikkonan sem ég sá fyrir mér í hlutverkinu. Ég þekkti hana lítillega fyrir myndina. Ég hafði hitt hana nokkrum sinnum í gegnum vin minn Todd Haynes sem leikstýrði henni í myndunum Save og Far from Heaven. Þegar handritið var tilbúið hafði ég samband við hana og sendi henni handritið. Viku seinna hringdi hún og lýsti yfir mikilli hrifningu. Ég hitti hana og hún samþykkti að leika í mynd- inni. Julianne er mjög hugrakkur leikari. Hún hefur alltaf tekið mikla áhættu í hlutverka- vali sínu og leikið persónur sem margir veigra sér við að leika. Það sem er svo merkilegt við hana, fyrir utan hvað hún hefur mikla breidd sem leikkona, er að hún finnur til sterkrar samkenndar með mjög erfiðum persónunum. Hún samsamast þeim ekki beint en er fær um að gera karakterana mannlega og láta fólk finna til samkenndar með þeim. Hún var ótrúlega viljug til að taka þátt í því sem ljóst var að yrði óhjákvæmilega erfitt ferðalag og sam- starf okkar var frábært.“ Auk þess að leikstýra hefur Tom kennt við hina virtu kvikmyndadeild Columbia- háskóla í New York síðustu tíu árin. „Kennsla er auðvitað leið fyrir mig til að borga reikningana mína en hún er líka skapandi starf. Ég fæ mikið út úr því að kenna og vonandi fá nemendurnir það einnig. Þetta er eins og við segjum í Banda- ríkjunum svona „win-win situation“. Þetta er frábært starf. Það er mjög gefandi að vera í kringum kvikmyndagerðarfólk sem er að gera sínar fyrstu myndir.“ Tom hefur á þessum tíma kennt nokkrum Íslendingum. „Það er strákur hjá okkur núna sem heitir Haddi (Hafsteinn Gunnar Sigurðsson) sem gerði myndina Rattle- snakes sem er sýnd hér á hátíðinni. Hann er einn af okkar frábæru íslensku nemendum. Ég hitti líka Þorgeir (Guðmundsson) í vikunni, hann er líka mjög fær.“ Í tengslum við kvikmyndahátíðina í ár eru starfræktar svokallaðar hæfileikabúðir eða Talent Camp þar sem ungu kvikmynda- gerðafólki víða að úr heiminum gefst færi á að hitta hvert annað og sækja fyrirlestra frá leikstjórum og framleiðendum. Á laugar- daginn mun þátttakendunum gefast færi á að læra af Tom er hann heldur fyrirlestur á vegum búðanna. Tom fær innblástur víða. Hann starfaði sem myndlistarmaður áður en hann varð kvikmyndagerðarmaður. „Ég byrjaði list- feril minn sem málari. Síðan færði ég mig yfir í ljósmyndun og endaði í kvikmyndum. Vegna þessa held ég að ég verði fyrir jafn miklum áhrifum frá myndlist og kvik- myndum. Málverk veita mér sérstaklega mikinn innblástur. Af leikstjórum eru það helst þessir evr- ópsku sem voru starfandi á sjötta og sjö- unda áratugnum svo sem Bertolucci, God- ard, Fassbinder og Ingmar Bergman en líka nokkrir bandarískir leikstjórar. Ég er til að mynda mjög hrifin af Billy Wilder.“ Savage Grace er erfið mynd. Áhorfendur skiptast alveg í tvo hópa. Það er bæði fólk sem er rosa- lega hrifið og fólk sem er mjög mikið á móti henni.“ Leitar að mennskunni í hryllingnum Myndin Savage Grace er sýnd hér á Alþjóðlegri kvikmynda- hátíð í Reykjavík ár. Myndin fjallar um óheilbrigt samband móður og sonar sem lýkur með því að sonurinn myrðir móður sína. Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum. Jarþrúður Karlsdóttir talaði við Tom Kalin sem er leikstjóri myndarinnar og jafnframt kennari við kvikmyndadeild Columbia-háskólans í New York. Tom byggir flestar myndir sínar á bókum og fyrir utan bókina eftir Truman Capote sem hann nefndi áður talar hann um Patriciu Highsmith, sem skrifaði meðal annars bók- ina Strangers on a Train og Alfred Hitchcock gerði að kvik- mynd, sem mikinn áhrifavald. „Ég fæ í rauninni innblástur alls staðar frá. Ég held að það sé mjög mikilvægt fyrir kvik- myndagerðarfólk að hafa í huga hvernig allt tengist saman. Hvernig bækurnar sem voru skrifaðar á ákveðnum tíma tengjast málverkunum frá sama tíma sem aftur endur- speglast í kvikmyndunum. Maður þarf að hafa augun opin fyrir heildarmyndinni.“ Tom segir að eitt það erfið- asta við að gera Savage Grace hafi einmitt verið að endur- skapa tímann sem atburðirnir gerðust á. Sagan nær yfir fimmtán ára tímabil frá árinu 1946 til 1972. „Það var mikil áskorun að ná þessu bæði mynd- rænt og tilfinningalega. En þetta er einmitt galdurinn við kvikmyndir. Að geta endur- skapað tímabil og leyft fólki að upplifa það sem það gæti aldrei gert annars.“ Savage Grace hefur ferðast víða frá því hún var frumsýnd í Cannes í vor. Tom hefur reynt sitt besta til að ferðast sjálfur með myndinni. „Sem kvik- myndaleikstjóri held ég að maður skilji myndina sína betur við það að horfa á hana með áhorfendum. Savage Grace er erfið mynd. Áhorfendur skipt- ast alveg í tvo hópa. Það er bæði fólk sem er rosalega hrifið og fólk sem er mjög mikið á móti henni. Það er áhugaverð reynsla og maður lærir meira um hverju maður hefur náð sem leikstjóri með því að horfa á myndina með áhorfendum. Ég held að þegar maður horfi á myndina með áhorfendum fari maður að skilja hvað það er sem maður hefur búið til.“ Tom segir að Evrópubúar hafi tekið myndinni mun betur en Bandaríkjamenn. Hann segir að Hollywood Reporter hafi kallað hana gott dæmi um evrópska mynd gerða af bandarískum leikstjóra. Tom telur að það sé bæði vegna þess að í myndinni vísi hann sterkt í evrópska kvik- myndagerð en það hafi einnig dýpri rætur. „Bandaríkin voru stofnuð af trúarlegum púrí- tönum. Þar af leiðandi ríkir enn sterk bannhelgi yfir mörgum efnum, sérstaklega öllu sem lýtur að kynlífi. Sifjaspell er svo auðvitað mesta tabúið í flestum samfélögum. Ég hef talað mikið um það við áhorfendur myndarinnar hversu mikið sé of mikið. Ég ákvað að sögunnar vegna yrði ég að sýna kynlíf á milli mæðginanna en tók þá ákvörðun að gera allt sem ég gat til að draga úr því og fara með áhorfendurna rólega í gegnum atriðið. Ég tók atriðið í dagsbirtu með löngum, kyrrum tökum. Með þessu vildi ég láta áhorfendur komast yfir sjokkið og hugsa um hvernig þetta gat gerst. Að sjá mennskuna í því hræðilega. Eftir myndina hefur fólk komið til mín og talað um að það sjálft eða einhver nálægt þeim hafi lent í svipuðum hlutum. Það að fólk skuli opna sig svona finnst mér stórkostlegt því ég held að þetta sé það mikilvægasta sem kvikmyndir færa fólki. Þær eru leið til að skilja kjarna manneskjunnar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.