Fréttablaðið - 06.10.2007, Blaðsíða 78
„Ég er að kanna ný svæði sem þó halda sig
innan hefða tískuhússins,“ útskýrði hönnuður-
inn Nicolas Ghesquière á blaðamannafundi
áður en sýningin hans fyrir Balenciaga hófst í
Versailles-höllinni skammt frá
París á þriðjudag. „Ég hef áður
unnið með munstur en ég hef
aldrei gert blómamunstur fyrr.“
Það má með sanni segja að vor-
og sumarlína þessa unga hönn-
uðar hafi vakið mikla athygli í
hátískuborginni í vikunni.
Ghesquière bauð upp á brjáluð
og villt blómamunstur sem þó
byggðu á blómum sem Cristobal Balenci-
aga notaði fyrir mörgum áratugum.
Páskaliljur, sóleyjar, villirósir og nellikkur
birtust í mikilli litadýrð á stuttum kjólum.
Axlir voru breiðar, mitti mjó og sniðin
víkkuðu svo aftur á mjöðmum. Fyrirsæt-
urnar voru í háum stígvélum sem líktust
helst skóm rómverskra skylmingakappa.
Einnig sýndi hann framtíðarlega glansandi
og þrönga galla í ýmsum málmlitum. „Mig
langaði að búa til grafísk form, dálítið eins
og sportbíla!“ segir Ghesquière. Franska
pressan var sammála um að þessi nýstárlegu
föt myndu slá algjörlega í gegn eins og fyrri
línur Ghesquière sem er nýjasta undrabarnið í
tískuheiminum. Það má því búast við að blóma-
munstur verði aðalmálið í búðunum í vor.
Tískuvikan í París hófst síðastliðinn mánudag og ég er búin að fá straum
af sms-skeytum frá bestu vinkonu minni sem eru vægast sagt pirrandi.
„Ég er að drekka kampavín með Önnu Piaggi og Carine Roitfeld“ eða „Ég
er á Junya Watanabe-sýningunni og það er geggjað!“ og þar fram eftir
götunum. Pirrandi af því að ég er dálítið afbrýðisöm að vita af henni
þambandi Bollinger í glamúr-partíum, en óneitanlega líka skemmtilegt af
því að ég hef auðvitað líka gaman af að heyra sögur af hinu fríkaða
tískuliði. „Ég var búin að gleyma hvernig allar tískudrottningarnar hér
klæða sig,“ hljómaði eitt símtalið frá Costes-hótelinu í París á meðan ég
var að vaska upp og Reykjavíkurrigningin buldi á gluggunum. Hún
útskýrði málið. „Maður verður auðvitað að klæðast alltaf svörtu, vera
alltaf á háum hælum, með einn aukahlut eða kápu sem er algjört „möst“
árstíðarinnar og svo verður maður auðvitað að eiga Chanel-tösku eða
eitthvað álíka fínt.“ Til þess að upplifa stemninguna með henni hef verið
að skoða myndir frá sýningunum í París. Ekki einungis af hönnuninni á
tískupöllunum heldur af fremstu bekkjunum og stúdera hvernig konurnar
þar klæða sig í ár; konur eins og Anna Wintour, ritstýra bandaríska Vogue,
Carine Roitfeld, ritstýra franska Vogue, Trish Halpin, ritstýra In Style, og
fleiri og fleiri. Það er greinilega mjög mikilvægt að eiga fallegan svartan
eða drapplitaðan regnjakka. Sumar virðast aldrei fara úr frakkanum og
leyfa bara háhæluðu skónum að njóta sín við. Og þá komum við að atriði
númer tvö: háhælaðir skór eru mjög mikilvægir og sérstaklega ef þeir eru
frá Louboutin, Prada eða meistara Manolo Blahnik. Þriðja skothelda
lúkkið er litli, svarti kjóllinn, hnésíður og einfaldur í sniði. Reyndar kom
hann í ýmsum litaútgáfum í haust og margar konur sáust í litlum fjólu-
bláum kjólum ( fjólublár er greinilega LITUR vetrarins) eða litlum gráum
kjólum. Reyndar virðast alls konar berjalitir vera mjög vinsælir þetta
haustið: hindberjarautt, plómublátt og rifsberjarautt. Fjórða atriðið sem
er mjög mikilvægt er leður eða loðfeldir. Þessar konur myndu aldrei
hætta að ganga í hlébarðapelsi þó að aðeins tveir hlébarðar væru eftir á
jarðarkringlunni. Hlébarðapelsar sáust í massavís á fremstu bekkjunum
og enn sáust nokkrir hlébarðaskór á fögrum fótleggjum. Að síðustu er það
veskið sem öllu máli skiptir og ég myndi segja að ef kona vill vera alvöru
Parísartískudrós væri besta fjárfestingin hennar falleg klassísk taska frá
virtu tískuhúsi. Restina getur maður svo alltaf feikað.
Tískan á fremsta bekk
Vi
nn
in
ga
r v
er
ða
a
fh
en
di
r h
já
B
T
Sm
ár
al
in
d.
K
óp
av
og
i.
M
eð
þ
ví
a
ð
ta
ka
þ
át
t e
rt
u
ko
m
in
n
í S
M
S
kl
úb
b.
9
9
kr
/s
ke
yt
ið
.
V
SMS
LEIKUR
9. HVER
VINNUR!
SENDU SMS JA GLF
Á 1900 OG ÞÚ GÆTIR
UNNIÐ BÍÓMIÐA!
VINNINGAR ERU BÍÓMIÐAR,
DVD MYNDIR, TÖLVULEIKIR
OG MARGT FLEIRA!
Frumsýnd 12. október
Dane Cook Jessica Alba Dan Fogler