Fréttablaðið - 06.10.2007, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 06.10.2007, Blaðsíða 13
Sex mánaða langri yfirtöku- baráttu um hollenska bankann ABN Amro lauk í gær þegar stjórnendur breska bankans Barclays greindu frá því að þeim hefði mistekist að tryggja sér vilyrði áttatíu prósent hluthafa í ABN Amro fyrir yfirtökutilboði sínu í bankann. Við þetta var rutt úr vegi einu hindruninni fyrir kaupum Royal Bank of Scotland, belgíska bankans Fortis og spænska kollega þeirra Santand- er á hollenska bankanum, sem verður stærsta yfirtakan í evrópskum fjármálaheimi gangi viðskiptin í gegn. Helsti þröskuldurinn gegn yfirtöku Barclays lá í lágu hlut- falli reiðufjár fyrir hlutabréf í ABN Amro. Upphaflega hljóðaði tilboðið, sem lagt var fram í enda apríl, upp á 67 milljarða evra, jafnvirði tæpra sex þúsund millj- arða króna, og skyldi allt kaup- verðið greiðast í hlutabréfum. Eftir að tilboð bankahóps Royal Bank of Scotland leit dagsins jók Barclays hlutfall reiðufjárins. Það dugði hins vegar ekki til þar sem gengi bréfa í breska bank- anum hefur lækkað í óróleikan- um á fjármálamörkuðum upp á síðkastið. Til samanburðar hljóðar tilboð bankahópsins upp á 71 milljarð evra, allt greitt í reiðufé, sem þykir fýsilegri kostur í augum hluthafa ABN Amro. Hindruninni rutt úr vegi Gistinætur á hótelum í ágúst síðastliðnum voru 181.500 en voru 163.800 í sama mánuði árið 2006. Það er fjölgun um 17.700 nætur eða tæplega ellefu prósent. Þetta kemur fram í nýbirtum tölum Hagstofunnar. Gistinóttum fjölgaði í öllum landshlutum nema á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða þar sem fækkun gistinátta nam einu prósenti og á Austurlandi þar sem fjöldi gistinátta stóð í stað milli ára. Mest var aukningin á höfuðborgar- svæðinu þar sem gistinóttum fjölgaði um tæp 15 prósent. Gistirými á hótelum í ágúst jókst milli ára. Fjöldi herbergja jókst um þrettán prósent og fjöldi rúma um fimmtán prósent. Ellefu prósenta fjölgun gistinátta MANNAUÐUR er samstarfsverkefni Háskólans í Reykjavík, Landsbankans, Deloitte, Morgunblaðsins og Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Landsbankinn er meginstyrktaraðili verkefnisins. VIÐBURÐIR Í OKTÓBER Nánari upplýsingar og skráning á mannaudur.hr.is HÁSKÓLI FJÖLSKYLDUNNAR Einn laugardagur í mánuði er tileinkaður foreldrum og börnum þar sem fjölskyldan fær fræðslu í bland við skemmtun. FRAMTÍÐARMARKMIÐ FJÖLSKYLDUNNAR 13. okt kl. 9:00 – 12:00 Hver eru framtíðarmarkmið þinnar fjölskyldu? Á námskeiðinu mótar fjölskyldan sína stefnu og að hvaða sameiginlegu verðmætum hún vill vinna að. Námskeiðið er ætlað unglingum á aldrinum 13 til 18 ára og foreldrum þeirra. HÁDEGISFYRIRLESTRAR Fyrirlestrar og hádegisverður fyrir þá sem vilja bæta við þekkingu sína og nýta tímann vel. SJÁLFHREINSANDI ELDHÚS ÁRIÐ 2030? – TÆKNI Á 21. ÖLDINNI 12. okt kl.12:00 – 13:30 Yngvi Björnsson, heimsmeistari í gervigreind, útskýrir á mannamáli hvaða tækifæri felast í notkun gervigreindar á 21. öld og hvaða tækni er verið að þróa sem mun koma fram í dagsljósið á næstu árum. SAMNINGAVIÐRÆÐUR VIÐ SAMSTARFSFÓLK 19. okt kl. 12:00 – 13:30 Fjallað verður um mismunandi nálganir að samningum og þær áskoranir sem við mætum í samningum við mismunandi samstarfsfólk. NÁMSKEIÐ Námskeið MANNAUÐS eru fjölbreytt og hafa ólíkar þarfir einstaklinga fyrir betri árangur og lífsgæði að leiðarljósi. EF ÉG VÆRI RÍK/UR – VERÐBRÉFAMARKAÐURINN 15., 17. og 22. okt kl. 19:30 – 22:00 Viltu fjárfesta á verðbréfamarkaði en vantar ítarlegri þekkingu á umhverfi markaðarins? Þá er þetta námskeiðið fyrir þig. HJALLASTEFNA FYRIR FULLORÐNA 27. okt kl. 13:00 – 18:00 Þátttakendur læra að þekkja sjálfa sig og maka sinn í gegnum fræðslu og leik þar sem að allar reglur eru brotnar hvað varðar meðfædd kynjahlutverk. UPPSPRETTA VIÐSKIPTATÆKIFÆRA 31. okt kl. 16:00 – 19:00 Á námskeiðinu verður fjallað um uppsprettur viðskiptatækifæra og hvernig greina megi góð tækifæri frá slæmum. FYRIRLESTRAR OG NÁMSKEIÐ FYRIR STJÓRNENDUR Fyrirtæki sem vilja ná árangri þarfnast öflugra einstaklinga innanborðs, einstaklinga sem hafa frumkvæði og vilja til að ná langt. En hvað þurfa fyrirtækin að gera til að standa sig betur í baráttunni um besta fólkið? SAMRÆMI VINNU OG EINKALÍFS – ER ÞAÐ TIL? 11. okt kl. 11:30 – 13:00 Ashley Braganza, Prófessor í Cranfield School of Management og kennari í MBA námi í Háskólanum í Reykjavík, kynnir nýjar leiðir fyrir fyrirtæki til þess að skapa aðstæður á vinnustað sem gera starfsfólki kleift að samþætta fjölskyldulífið með vinnunni svo að allir hagnist. ÁSKORANIR STJÓRNENDA Á 21. ÖLDINNI 15. og 16. okt kl. 13:00 – 16:00 Á námskeiðinu verður varpað ljósi á nýjustu skrif sérfræðinga á sviði stjórnunar um áskoranir stjórnenda á 21. öldinni. Fjallað verður um það hvernig breytingar næstu ára munu kalla á nýjar stjórnunaraðferðir. Gengi bréfa í bresku sæl- keraveitingahúsakeðjunni Clapham House, sem skráð er á AIM-markaðinn í kaup- höllinni í Lundúnum, hefur hækkað talsvert í vikunni og fór í 323,5 pens á hlut í gær eftir að frá því var greint að nokkrir aðilar hefðu tekið sér stöðu í hluthafa- hópi keðjunnar. Kaupþing festi sér 5,1 prósent hlut í keðjunni í síðustu viku í nafni eins af viðskiptamönnum bankans. Breska blaðið Times hefur eftir heimildum í gær að líklegt þyki að bankinn hafi aukið hlutinn í allt að 7,6 prósent í fyrradag og segir bankann nátengdan Robert Tchenguiz, stjórnarmanni í Exista. Bankinn og Tchenguiz eiga langa viðskiptasögu en bankinn hefur í fjölmörg skipti fjármagnað kaup fasteigna- mógúlsins Íransættaða í Bret- landi, meðal annars á kráarkeðjum svo fátt eitt sé nefnt. Blaðið útilok- ar hins vegar ekki að ónafngreind- ur fjárfestir frá Kýpur standi á bak við viðskiptin. Kaupþing með hlut í veitingahúsakeðju Störfum fjölgaði um 110 þúsund í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Þótt þetta sé fjögur þúsund störf- um minna en fjármálasérfræðing- ar höfðu gert ráð fyrir er þetta talsvert meiri aukning en í ágúst. Þrátt fyrir að atvinnuleysi, sem nú mælist 4,7 prósent í Banda- ríkjunum, hafi aukist lítillega á milli mánaða glöddust fjárfestar enda ljóst að störfum hafi ekki fækkað líkt og áður var óttast. Þá þykja þetta vísbendingar um að bandarískt efnahagslíf hafi ekki orðið fyrir jafn miklum skakka- föllum og óttast var vegna óróleika á fasteigna- og fjármála- mörkuðum síðustu vikurnar. Að sama skapi eru þetta slæmar fréttir fyrir þá sem bjuggust við frekari lækkun stýrivaxta en fréttaveitan Bloomberg telur aukningu starfa vestra draga úr líkum þess að vextirnir lækki á næsta vaxta- ákvörðunarfundi Bandaríska seðlabankans í enda mánaðar. Störfum fjölgar í Bandaríkjunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.