Fréttablaðið - 06.10.2007, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 06.10.2007, Blaðsíða 10
WWW.N1.IS Komdu með bílinn fyrir 20. október og þú bæði sparar og losnar við alla bið. Hjólbarðaþjónusta N1 er búin fyrsta flokks tækja- kosti og hefur á að skipa reynslumiklu starfsfólki. N1 BÍLAÞJÓNUSTA EKKI BÍÐA EFTIR FYRSTA SNJÓNUM... Vetrarpakki fylgir dekkja- umgangi til 20. október Þeir sem kaupa umgang af dekkjum fyrir 20. október fá sérstakan kaupauka; bílabón, bílasápu, svamp, tjöruhreinsi og sköfu. Mættu tímanlega og vertu klár í veturinn. 15% afsláttur til 20. október Afsláttur af umfelgun, vetrardekkjum og þjón- ustu. 10% afsláttur fyrir Viðskiptakortshafa auk 5% í formi punkta fyrir Safnkortshafa – samtals 15%. Þú getur sótt um kort á staðnum og nýtur þá afsláttarins. -15% Dekkjahótel Notaðu bílskúrinn í eitthvað skemmtilegt og láttu okkur geyma fyrir þig sumardekkin. Tekið er við dekkjum á öllum afgreiðslustöðum hjólbarðaþjónustu N1. Í vor mætirðu einfaldlega á sama verkstæði og sumardekkin bíða tilbúin. Réttarhálsi 2, Reykjavík 587 5588 Fellsmúla 24, Reykjavík 530 5700 Ægisíðu 102, Reykjavík 552 3470 Langatanga 1a, Mosfellsbæ 566 8188 Reykjavíkurvegi 56, Hafnarfirði 555 1538 Dalbraut 14, Akranesi 431 1777 Grunur leikur á að fölsuðum pappírum hafi verið skil- að til Vinnumálastofnunar þegar Arnarfell gekk í ábyrgð fyrir GT verktaka í byrjun september. Vinnumálastofnun hefur skilað kæru til lögreglu. Yfirheyrslur eiga sér nú stað hjá lögreglu. Þrettán Lettar og Litháar leit- uðu til Afls starfsgreinafélags um miðja vikuna þegar átti að senda þá úr landi án þess að þeir hefðu fengið laun samkvæmt samningum. Mennirnir höfðu fengið 135 þúsund krónur á mán- uði. Þeir unnu 72 stunda vinnu- viku og hefðu átt að fá 300-400 þúsund, að mati Afls. Þessir menn eru í skjóli Afls meðan rannsókn fer fram. Sverrir Albertsson, fram- kvæmdastjóri Afls, kveðst hafa upplýsingar um að GT verktakar hafi greitt mönnunum í reiðufé og þvingað þá til að skrifa undir papp- íra sem sýndu hærri upphæð en þeir hafi fengið. Hann telur að þetta gildi um mun stærri hóp eða alla þá tæplega fjörutíu sem starfa hjá GT verktökum við byggingu Hrauna- veitu Kárahnjúkavirkjunar. Marteinn Másson, lögmaður GT verktaka, segir að mennirnir séu starfsmenn starfsmannaleigunnar SIA Nordic Construction Line, NCL, og þeir hafi notið kjara sam- kvæmt samningum. Óskað hafi verið eftir afriti af kæru Vinnu- málastofnunar þannig að það skýr- ist hvert kæruefnið sé því illt sé fyrir umbjóðendur sína að sitja undir ásökunum. Nordic Construction Line hefur 38 starfsmenn skráða hjá Vinnu- málastofnun. Fulltrúi hennar á Íslandi er Gísli Sveinbjörnsson, einn eigenda GT verktaka. Af skammstöfuninni „SIA“ má sjá að Nordic Construction Line er einka- hlutafélag. Gísli segist ekki vita almenni- lega hver eða hverjir eigi starfs- mannaleiguna. Jafnvel þó að Íslendingar séu hluthafar þá skipti það ekki sköpum því um annað fyrirtæki sé að ræða. Hringt hafi verið í GT verktaka og þeir ein- faldlega þegið boð um starfsmenn tímabundið í tvo mánuði. Einhver hafi þurft að vera fulltrúi fyrir- tækisins hér á landi og hann hafi tekið það að sér. GT verktakar rannsakaðir Lögregla kannar nú lögmæti launaseðla og samn- inga sem GT verktakar skiluðu til Vinnumálastofn- unar fyrir mánuði. Þrettán menn eru í skjóli Afls. Flutningaflug- vél hrapaði í íbúðarhverfi í Kinshasa, höfuðborg Lýðveldisins Kongó, rétt eftir flugtak á fimmtudag. Minnst 50 manns fórust. Samgönguráðherrann var rekinn í gær. Þrjú hús í Kingasani- hverfi í Kinshasa eyði- lögðust í eldi sem kviknaði við hrapið, að sögn fréttaritara AP á vett- vangi. Slökkviliðsmönnum tókst loks að ráða niður- lögum eldsins snemma í gærmorgun. 28 lík höfðu fundist í rústunum og 22 í flugvélarflakinu. Alphonse Ilunga, yfirmaður flugmálastjórnar, sagði sextán manns hafa verið skráða um borð í vélina, sem var rússnesk af gerðinni Antonov 26, en þeim fjölgaði fyrir flugtak.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.