Fréttablaðið - 06.10.2007, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 06.10.2007, Blaðsíða 36
Ford Escape hefur fengið nýtt útlit og bætta eiginleika á ýms- um sviðum. Um leið og sest er inn í Ford Escape-sportjeppann finnur maður fyrir einhvers konar ró og friði. Þægileg sætin lagast vel að líkamanum, rúmt fótapláss gefur góða tilfinningu og ekki sakar að geta rafstillt bílstjórasætið. Byrjað var að selja nýju útgáf- una af Ford Escape í vor og hafa orðið töluverðar breytingar á bíln- um frá fyrri útgáfum, bæði innan og utan dyra. Peppað hefur verið upp á ytra útlit og má þar meðal annars nefna grillið sem er nokk- uð týpískt fyrir Ford þessa dag- ana, töff og karlmannlegt. Af breytingum inni í bílnum má til dæmis nefna stöðugleikastýr- ingu, veltivörn, tengi fyrir iPod og MP3-spilara, loftpúðatjöld í hlið- arrúðum að framan og aftan, loft- þrýstingsmæli í hjólbörðum, dag- ljós og geymsluhólf í gólfi farangursrýmis. Ekið var sjálfskiptum Escape XLT með þriggja lítra bensínvél sem skilar 200 hestöflum og 261 Nm togi. XLT-útgáfan hefur nokk- uð fram yfir XLS-gerðina. Meðal annars fylgir bílnum skriðstillir, litað gler í afturrúðum sem gerir bílinn vissulega nokkuð töffara- legan og aksturstölva með áttavita og útihitamæli. Talnalás á bíl- stjórahurð er sniðugur fyrir veiði- menn og aðra þá sem eru hræddir við að týna bíllyklum á versta tíma. Ekki er hægt að kvarta undan kraftinum. Bíllinn vinnur mjög vel úr hestöflunum 200 og sjálf- skiptingin er mjúk og skiptir áreynslulaust milli gíra. Í beygj- um liggur hann vel og ítrekaðar tilraunir til að spóla urðu að engu. Skiptir þar líklega mestu tölvu- stýrt fjórhjóladrifið. Í heildina er Ford Escape því til- valinn fjölskyldubíll og frábær í ferðalagið, ef frá er talinn einn mikilvægur ókostur. 200 hestafla bensínbíl er ekki hægt að kalla sparneytinn enda er uppgefin eyðsla Escape 11,2 í blönduðum akstri. Kraftmikill sportjeppi Aflaðu þér nánari upplýsinga Kíktu á netið: www.grillo.is Veldu Grillo PK1000 Hjá DeDion færðu breiða línu sláttuvéla og burðarvagna á beltum og hjólum. frá hinum þekkta smávélaframleiðanda Grillo á Ítalíu. Auðveldaðu þér verkið. Auktu á hagkvæmni í rekstri með Grillo vinnuvélum. DeDion | Draupnisgötu 7L | 603 Akureyri Sími 462 6900 | dedion@dedion.is | www.dedion.is Smávélar & Þjónusta 2.160.000 kr. án vsk.www.grillo.is P R E N T S N IÐ HEILDARLAUSNIR Í DRIFSKÖFTUM Landsins mesta úrval af hjöruliðum og drifskaftsvörum Jafnvægisstillingar Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 Ökunám í fjarnámi !!!! Ekill ökuskóli er eini ökuskólinn á landinu sem býður upp á ökunám í fjarnámi. Þú getur unnið námskeiðin í tölvunni heima þegar þér hentar. Skoðaðu þennan frábæra kost á ekill.is Námskeið sem hægt er að taka nú þegar eru fyrra námskeið til almennra ökuréttinda (Ö1) og bifhjólanámskeið. Fleiri námskeið eru væntanleg á næstu mánuðum Ö2 námskeið / Aukin ökuréttindi / Fyrir lesblinda ofl. Ekill ökuskóli. Sími 461-7800 www.ekill.is ekill@ekill.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.