Fréttablaðið - 06.10.2007, Side 36

Fréttablaðið - 06.10.2007, Side 36
Ford Escape hefur fengið nýtt útlit og bætta eiginleika á ýms- um sviðum. Um leið og sest er inn í Ford Escape-sportjeppann finnur maður fyrir einhvers konar ró og friði. Þægileg sætin lagast vel að líkamanum, rúmt fótapláss gefur góða tilfinningu og ekki sakar að geta rafstillt bílstjórasætið. Byrjað var að selja nýju útgáf- una af Ford Escape í vor og hafa orðið töluverðar breytingar á bíln- um frá fyrri útgáfum, bæði innan og utan dyra. Peppað hefur verið upp á ytra útlit og má þar meðal annars nefna grillið sem er nokk- uð týpískt fyrir Ford þessa dag- ana, töff og karlmannlegt. Af breytingum inni í bílnum má til dæmis nefna stöðugleikastýr- ingu, veltivörn, tengi fyrir iPod og MP3-spilara, loftpúðatjöld í hlið- arrúðum að framan og aftan, loft- þrýstingsmæli í hjólbörðum, dag- ljós og geymsluhólf í gólfi farangursrýmis. Ekið var sjálfskiptum Escape XLT með þriggja lítra bensínvél sem skilar 200 hestöflum og 261 Nm togi. XLT-útgáfan hefur nokk- uð fram yfir XLS-gerðina. Meðal annars fylgir bílnum skriðstillir, litað gler í afturrúðum sem gerir bílinn vissulega nokkuð töffara- legan og aksturstölva með áttavita og útihitamæli. Talnalás á bíl- stjórahurð er sniðugur fyrir veiði- menn og aðra þá sem eru hræddir við að týna bíllyklum á versta tíma. Ekki er hægt að kvarta undan kraftinum. Bíllinn vinnur mjög vel úr hestöflunum 200 og sjálf- skiptingin er mjúk og skiptir áreynslulaust milli gíra. Í beygj- um liggur hann vel og ítrekaðar tilraunir til að spóla urðu að engu. Skiptir þar líklega mestu tölvu- stýrt fjórhjóladrifið. Í heildina er Ford Escape því til- valinn fjölskyldubíll og frábær í ferðalagið, ef frá er talinn einn mikilvægur ókostur. 200 hestafla bensínbíl er ekki hægt að kalla sparneytinn enda er uppgefin eyðsla Escape 11,2 í blönduðum akstri. Kraftmikill sportjeppi Aflaðu þér nánari upplýsinga Kíktu á netið: www.grillo.is Veldu Grillo PK1000 Hjá DeDion færðu breiða línu sláttuvéla og burðarvagna á beltum og hjólum. frá hinum þekkta smávélaframleiðanda Grillo á Ítalíu. Auðveldaðu þér verkið. Auktu á hagkvæmni í rekstri með Grillo vinnuvélum. DeDion | Draupnisgötu 7L | 603 Akureyri Sími 462 6900 | dedion@dedion.is | www.dedion.is Smávélar & Þjónusta 2.160.000 kr. án vsk.www.grillo.is P R E N T S N IÐ HEILDARLAUSNIR Í DRIFSKÖFTUM Landsins mesta úrval af hjöruliðum og drifskaftsvörum Jafnvægisstillingar Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 Ökunám í fjarnámi !!!! Ekill ökuskóli er eini ökuskólinn á landinu sem býður upp á ökunám í fjarnámi. Þú getur unnið námskeiðin í tölvunni heima þegar þér hentar. Skoðaðu þennan frábæra kost á ekill.is Námskeið sem hægt er að taka nú þegar eru fyrra námskeið til almennra ökuréttinda (Ö1) og bifhjólanámskeið. Fleiri námskeið eru væntanleg á næstu mánuðum Ö2 námskeið / Aukin ökuréttindi / Fyrir lesblinda ofl. Ekill ökuskóli. Sími 461-7800 www.ekill.is ekill@ekill.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.