Fréttablaðið - 06.10.2007, Blaðsíða 94

Fréttablaðið - 06.10.2007, Blaðsíða 94
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Yfir hundrað umsóknir bárust um starf dagskrár- kynnis hjá Sjónvarpinu en umsóknarfrestur rann út á miðnætti á fimmtudag. Auglýst var eftir umsókn- um frá áhugasömum en hæfniskröfur voru stúdents- próf eða sambærileg menntun. „Þetta voru nákvæmlega 103 umsóknir,“ segir Jónína Lýðsdóttir fulltrúi útvarpsstjóra. „Þar af eru 18 umsækjendur karlmenn.“ Jónína segir að ekki sé ljóst hversu margir verði ráðnir. „Það er allur gangur á því hvort umsækjendur séu námsmenn eða ekki enda hentar starfið einnig sem vinna með öðru.“ Hún segir það ekki hafa komið sér á óvart hversu margir sýndu áhuga á starfinu, það hafi verið vinsælt í gegnum tíðina og sé það greinilega ennþá. Ein þekktasta þula þjóðarinnar, Ellý Ármannsdótt- ir, sagði nýverið starfi sínu lausu hjá Sjónvarpinu og flutti sig yfir til Morgunblaðsins þar sem hún tekur viðtöl við þekkta Íslendinga fyrir hið svokallaða Vefvarp, undir nafninu Sviðsljós. Fleiri íslenskar konur hafa stigið sín fyrstu skref í Sjónvarpi sem þulur, til dæmis Ragnheiður Elín Clausen, Rósa Ingólfsdóttir og Sigríður Arnardóttir eða Sirrý. Yfir hundrað sækja um þulustarf „Ég verð ekki með útvarpsþáttinn eins og til stóð. Ég var búinn að fá leyfi sem var svo dregið til baka, það er greinilega ekki bannað að breyta eins og á leikskólanum í gamla daga,“ segir Helgi Seljan einn af umsjónar- mönnum Kastljóssins. Helgi hafði tekið að sér að stjórna útvarpsþættinum Helgispjall á útvarpsstöðinni RVKFM 101,5 á sunnudögum í vetur en neyddist til að hætta við þær fyrirætlanir þegar Þórhallur Gunnarsson, dag- skrárstjóri Sjónvarpsins, dró samþykki sitt tilbaka. „Mér skilst að ástæðan sé að öðrum starfsmönnum hafi boðist aukastarf hjá samkeppnisaðilanum sem þeim var bannað að þiggja,“ segir Helgi og vísar þar í Ólaf Pál Gunnarsson og Guðrúnu Gunnarsdóttur sem var meinað að taka sæti dómara í þáttum á Stöð 2. Heimildir Fréttablaðsins herma að það hafi einmitt verið eftir fyrirspurn frá Ólafi Páli sem Þórhallur dró samþykki sitt til baka. „Það er eins og fólk á fjölmiðlum sé í sömu stöðu og vinnuhjú voru hjá óðalsbændum. Eins og maður hafi verið ættleiddur þegar maður byrjar að vinna hjá einhverju fyrirtæki. Ég var bara ráðinn hingað til þess að sjá um dagskrárgerð fyrir utan það að RVKFM er ekki beint að fara að knésetja RÚV,“ segir Helgi. Andri Freyr Viðarsson hjá RVKFM er ekki síður ósáttur við þessi málalok. „Þetta er náttúrulega bara ömurlegt og blátt áfram heimskulegt. Þórhallur, öðlingurinn sem hann er, var búinn að gefa grænt ljós og við búnir að keyra auglýsingar fyrir þáttinn, fá styrkt- araðila og ég veit ekki hvað og hvað. Svo er okkur allt í einu skellt á skyndifund og þetta bannað. Maður kippir ekki svona úr sambandi þegar búið er að gefa samþykki.“ Fúlt að fá ekki að stjórna útvarpsþætti Willum Þór Þórsson Björgólfi Thor Björgólfssyni þykir fátt jafn gaman og að þeys- ast um á sérsmíðuðum mótorfák um nágrenni Hyde Park í London eftir vinnu á föstudögum ásamt vinnufélögum sínum. Ef ekki gefst færi á að spæna upp mal- bikið á „choppernum“ frá Thunder Struck Custom Bike, sem kostar 100 þúsund dollara, þá keyrir hann uppí sveitasetrið sitt í Oxford-skíri á sígildum og glæsi- legum Aston Martin-blæjubíl sínum ásamt eiginkonunni Krist- ínu Ólafsdóttur og syni þeirra Daníel Darra. Þar teygja þau úr sér eftir erfiða vinnuviku. Þetta er meðal þess sem kemur fram í grein Wall Street Journal í gær þar sem fjallað er um erlenda auðmenn sem sest hafa að í London. Björgólfur Thor leikur aðal- hlutverkið í greininni og segir í samtali við blaðið að hagstætt skattaumhverfi og staðsetning höfuðborgar Englands sé meðal þess sem hafi laðað að erlenda milljarðamæringa. „Héðan er stutt á alla þá staði sem ég þarf að komast á. Ég get flogið til Austur- Evrópu og verið kominn heim samdægurs,“ segir Björgólfur í samtali við blaðið en hann notar að sjálfsögðu margumrædda einkaþotu sína ef hann þarf að komast út fyrir landsteinana. Ef hann þarf hins vegar að skottast á milli staða í London lætur hann einkabílstjórann ferja sig í silfur- litaðri Maserati-bifreið. Björgólfur og Kristín búa í Hol- land Park, hverfi sem er þekkt fyrir flottar villur og glæsihýsi, en þau létu nýverið taka allt í gegn og hanna það í nútímalegum stíl. Samkvæmt Wall Street vildi auðjöfurinn íslenski aðeins það besta og flutti þannig öll húsgögn sem prýða heimilið beint inn frá Ítalíu. Jafnframt er þess látið getið að hann hafi haldið glæsilega fertugsafmælis- veislu á Jamaíka og flutt yfir 120 vini sína og vandamenn til eyjunnar þar sem dansgólf og barir hafi verið byggðir á sandi en tónlistarmenn á borð við Jamiroquai og 50 Cent héldu uppi stuðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.