Fréttablaðið - 06.10.2007, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 06.10.2007, Blaðsíða 6
Hefurðu verslað á netinu nýlega? Er rétt að Orkuveita Reykjavík- ur taki þátt í fjárfestingum í orkugeiranum erlendis? Ákæru- og lögfræði- svið hefur verið stofnað hjá embætti lögreglustjóra höfuðborg- arsvæðisins við hlið almennrar löggæslu. Með því verður stutt betur við löggæsluna og tryggð hröð og skilvirk meðferð mála þannig að ljúka megi sem flestum viðfangs- efnum í beinu framhaldi af afskiptum lögreglu með sátta- meðferð eða útgáfu ákæru. Jón H.B. Snorrason er aðstoðarlög- reglustjóri og saksóknari embættisins. Ákærusviðinu er skipt í þrennt og verður einn aðstoðarsaksóknari yfir hverju sviði. Eitt svið fer með brot gegn almennum hegningar- lögum, annað með brot gegn sér- refsilögum og hið þriðja fjallar um málefni almennrar löggæslu. Sviðsstjórar eru Karl Ingi Vilbergs- son, sem fer með hegningarlaga- brotasvið, Arnþrúður Þórarinsdótt- ir sem fer með sérrefsilagabrotasvið og Daði Kristjánsson, sem fer með svið almennar löggæslu. Undirdeildir sviðanna eru fimm. Björgvin Jónsson stýrir ofbeldisbrotadeild, Sigríður J. Hjaltested stýrir kynferðisbrota- deild, Hulda María Stefánsdóttir stýrir fíkniefnabrotadeild, Jóhann S. Hauksson stýrir umferðarlaga- brotadeild og Þorsteinn Davíðs- son deild almennrar löggæslu. Hröð og skilvirk málsmeðferð Flókin fjölskyldutengsl eru hugsanlega í uppsiglingu hjá breskri fjölskyldu þar sem par stefnir á að eignast barn sem er í raun hálfsystkin mannsins þar sem sæðisgjafinn er pabbi hans. Parinu hefur ekki tekist að eignast börn og sneru þau sér til föður mannsins þar sem að þau vilja að barnið verði sem líkast báðum foreldrunum. Lögum samkvæmt mega systur gefa hvorri annarri egg úr sér en læknarnir könnuðust ekki við að svona tilvik hefði komið upp fyrr. Fréttavefur BBC greinir frá þessu. Afi verður faðir barnabarnsins Hjörleifur B. Kvaran for- stjóri Orkuveitu Reykjavíkur, samþykkti laun Bjarna Ármanns- sonar og heimild hans til kaupa á 500 milljóna króna hlut á sérkjör- um. Frumkvæðið að aðkomu Bjarna að Reykjavík Energy Invest (REI) hafði Haukur Leós- son, stjórnarmaður í félaginu og stjórnarformaður Orkuveitunn- ar. Hluthafafundur sem var hald- inn í REI áður en Bjarni Ármanns- son keypti hlut í fyrirtækinu, sam- þykkti kjör Bjarna. Hluthafi í fyrirtækinu var þá einn aðili, Orkuveita Reykjavíkur, og hand- hafi þess hlutar var starfandi for- stjóri Orkuveitunnar, Hjörleifur B. Kvaran. Í þáverandi stjórn REI voru Björn Ársæll Pétursson stjórnar- formaður, Björn Ingi Hrafnsson og Haukur Leósson. Stjórnarmenn REI voru áheyrnarfulltrúar á hlut- hafafundinum. Haukur Leósson segir að hann hafi leitað til Bjarna um að taka að sér starfið. „Ég hringdi í hann og bað hann að hitta mig. Ég sagði honum að okkur vantaði nýjan stjórnarfor- mann og hann hugsaði málið í rúma viku og sló svo til.“ Haukur kynnti fyrirtækið fyrir Bjarna og þeir sömdu um laun hans. Haukur segir að honum finn- ist þau mjög sanngjörn. Borgarstjóri var síðan upplýst- ur um það sem fór þeim á milli en Björn Ingi Hrafnsson, annar stjórnarmaður í REI, var upplýst- ur um þetta „löngu seinna,“ segir Haukur. Um sérkjör nokkurra starfs- manna Orkuveitunnar segir Hauk- ur að þeir hafi fengið þau því þeir hafi átt að fara til starfa hjá REI. Fleiri starfsmenn áttu þó upp- haflega að fá að kaupa hlut. Spurð- ur hvers vegna til dæmis upplýs- ingafulltrúi Orkuveitunnar, Eiríkur Hjálmarsson, hafi átt að fá heim- ild til kaupa, segir Haukur: „[Fyrir- tækin] voru svo samtvinnuð þang- að til núna.“ Upplýsingafulltrúinn hafi ein- faldlega sóst eftir kaupunum, „enda sjá allir hvað þetta er flott fyrirtæki“. Hjörleifur B. Kvaran sóttist einnig eftir því að fá að kaupa hluti í REI. „En okkur fannst ekki rétt að stjórnendur Orkuveit- unnar eða stjórnarmenn REI ættu hlut í fyrirtækinu, það væru of náin tengsl,“ segir Haukur. Haukur segir að fyrsti fundur nýrrar stjórnar REI verði í næstu viku. Þegar hafi verið ákveðið að Bjarni Ármannsson verði stjórn- arformaður í nýrri stjórn, Orku- veitan fái tvo stjórnarmenn og nýir hluthafar, FL-Group og Atorka, fái tvo. Að sögn Hauks er ekki búið að ákveða hverjir verða stjórnarmenn. Ekki náðist í Hjörleif B. Kvaran í gær. Forstjóri OR leyfði kaup Bjarna í REI Hjörleifur Kvaran ákvað að Bjarni Ármannsson skyldi skipaður stjórnarfor- maður Reykjavík Energy Invest eftir að Haukur Leósson bauð Bjarna stöðuna og samdi við hann um kaup og kjör. Hluthafafundur haldinn í næstu viku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.