Fréttablaðið - 06.10.2007, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 06.10.2007, Blaðsíða 12
[Hlutabréf] Bakkavör Group hefur keypt breska matvælafyrirtækið Welcome Food Ingredients Ltd. Kaupin voru fjármögn- uð úr sjóðum Bakkavarar, en kaupverðið er ekki gefið upp. Félagið er það fimmta í röðinni sem Bakkavör Group kaupir á þessu ári. Fyrirtækið, sem stofnað var árið 1994, er með höfuð- stöðvar í Nottinghamskíri í Englandi. Það sérhæfir sig í notk- un ferskra og þurrkaðra hráefna við framleiðslu bragðefna og blandna á borð við sósur, deig og þykkni fyrir matvælaiðnaðinn. Allir helstu stjórnendur halda áfram störfum hjá félaginu. „Við höfum haft það að markmiði að kaupa sterk og vel rekin fyrirtæki sem falla vel að starfsemi okkar. Við leggjum því upp úr því að halda lykil- stjórnendum þeirra fyrirtækja sem við kaupum,“ segir Hildur Árnadóttir, fjármála- stjóri Bakkavarar Group. Hún segir Welcome Food Ingredients falla vel að starfsemi Bakkavarar. Starfsmenn Welcome Food Ingredients eru um 115 talsins, en alls starfa um tuttugu þúsund manns hjá Bakkavör á heimsvísu. Bakkavör bætir við fyrirtæki í Bretlandi PLÚSFERÐIR – Lágmúla 4 – 105 Reykjavík - Sími 535 2100 Ferðaskrifstofa Leyfishafi Ferðamálastofu Innifalið í verði: Flug og gisting í 3 nætur og morgunverður, flugvallaskattar og íslensk fararstjórn. Verð á mann miðað við 2 fullorðna í herbergi á Hotel Catalona Princesa með morgunverði í 3 nætur. Verðdæmi miðast við brottför 7. desember. Velta á fasteignamarkaði á höfuð- borgarsvæðinu hefur aðeins einu sinni verið meiri en í nýliðnum september. Þá nam hún nítján milljörðum króna en í júní á þessu ári náði hún rúmum nítján millj- örðum. Miðað við september í fyrra jókst veltan á höfuðborgarsvæðinu um 128 prósent á meðan þinglýstum kaupsamningum fjölgaði um 90,1 prósent. Í ágúst og september í fyrra var velta og fjöldi kaupsamn- inga í lágmarki. Sé aftur á móti miðað við árið 2005, þegar mikið líf var á markaðnum, er veltan 48 pró- sentum meiri í september í ár. Fjöldi kaupsamninga hefur hins vegar aðeins aukist um tæp þrjú prósent á því tímabili. Til skamms tíma bendir mikil velta og aukning kaupsamninga á fasteignamarkaðnum til áfram- haldandi verðhækkana á fast- eignamarkaði á næstunni sam- kvæmt Vegvísi greiningardeildar Landsbankans. Hins vegar gerir hún ráð fyrir að aukið framboð nýrra fasteigna og skert kaupgeta valdi viðsnúningi í verðþróun fast- eigna um mitt næsta ár. Þá sé líklegast að fasteignaverð taki að síga þannig að hækkun ársins í ár gangi að mestu til baka. Lækkunum spáð Peningaskápurinn ... Bjarni Ármannsson, stjórnarformaður Reykja- vik Energy Invest, og Hannes Smárason, for- stjóri FL Group, og fyrrum stjórnarformaður Geysis Green Energy, segja skyn- semina hafa ráðið því að til varð öflugt fyrirtæki sem reiðubúið sé til stórra hluta í orkuiðnaði um heim allan. „Sameining félaganna er bæði skynsamleg og rosalega spenn- andi,“ segir Bjarni Ármannsson, stjórnarformaður Reykjavik Energy Invest (REI). Með því segir hann hægt að nýta til fulln- ustu þekkingu sem til staðar sé í báðum félögum, orkuvinnslu og í fjárfestingum. „Einkaaðilar koma þarna með áhættufjármagnið og Orkuveitan fær endurgjald fyrir þekkingu sína, reynslu og hug- vit.“ Bjarni og Hannes Smárason for- stjóri FL Group, sem var stjórnar- formaður Geysis Green Energy, kynntu nánar samruna REI og Geysis á fjárfestakynningu FL Group í Lundúnum (Capital Markets Day) á fimmtudag. Þá segir Hannes Smárason skyn- semi felast í því að sameina í einu félagi útrásina í orkugeiranum sem sé á viðkvæmu stigi. „Með þessu eykst slagkraftur félagsins.“ Bjarni áréttar aukinheldur að REI horfi ekki til Íslands heldur til alþjóðlegra fjárfestinga. „Við erum þegar með í pípunum fjárfestingar í fjórum heimsálfum og verulega metnaðarfull markmið til komandi ára sem krefjast bæði sérþekkingar og stuðning allra sem að þessu koma.“ Undir þetta tekur Hannes og segir skýr skil á milli REI og starfsemi orkufyrirtækja á Íslandi. „Þetta snýst um að fjárfesta í virkj- unum víðs vegar um heim og kemur Íslandi ekki við, nema að því leyti sem snýr að þekkingunni og baklandinu hvað það snertir.“ Bjarni segir að samstarfið við Orkuveituna skipti þannig miklu máli enda erfitt að setja verðmiða á hversu mikils virði það sé að geta farið með erlenda gesti og sýnt þeim Hellisheiðarvirkjun og Svartsengi. „Það er mikils virði. Rétt eins og mikils virði er að ríkis- stjórnin og forsetaembætti styðji við bakið á þessum verkefnum. En þá er líka mikils virði að fá hjálp frá einkageiranum og að menn standi saman að þessum málun í stað þess að vinna tvist og bast.“ Bjarni og Hannes segja líka óraunhæft að setja dæmið þannig upp að einkafyrirtæki keyptu bara þjónustu af Orkuveitunni, án þess að aðkoma hennar væri meiri. „Er ekki bara eðlilegt fyrir Orkuveituna að fá eitthvað fyrir þessi verðmæti sem í henni felast. Um það snerist stofnun REI á sínum tíma. En auð- vitað hefði verið lítið mál fyrir Orkuveituna að sleppa þessu algjörlega og leyfa okkur hinum að dansa frjálsum, en þá er líka ljóst að minna hefði setið eftir,“ segir Hannes. Einkageirinn er með áhættufjármagnið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.