Fréttablaðið - 06.10.2007, Side 2
Páll, er andrúmsloftið raf-
magnað vegna þessara frétta?
Þrír karlmenn og ein
kona hafa verið dæmd fyrir að
stela tæplega 300 áfengisflöskum
og talsvert af bjór í vörumiðstöð
Samskipa. Dómurinn sýknaði
fimmta manninn, tollvörð, sem
ákærður var í málinu.
Brotin áttu sér stað á tímabilinu
2002-2005. Fólkið sem um ræðir
starfaði í Vörumiðstöðinni.
Lögreglu höfðu borist upplýs-
ingar um að starfsmenn þar tækju
ófrjálsri hendi áfengi sem flytja
ætti í eyðingu hjá Sorpu. Þegar
farið var að rannsaka málið urðu
lögreglumenn vitni að því að
áfengi var borið úr vörugeymslunni
og út í bíl, sem síðan var ekið að
húsi í Hafnarfirði. Við frekari
rannsókn málsins reyndust fjórir
starfsmenn hafa tekið verulegt
magn af áfengi sem hafði átt að
farga, hver um sig þó mismunandi
mikið. Fólkið játaði á sig verknað-
inn, en neitaði að um þjófnað væri
að ræða. Áfengið sem það tók hafi
hvorki verið háð eignarrétti né í
því falist verðmæti, þar sem búið
hefði verið að ákveða af eiganda
þess og vörsluhafa að flytja það til
förgunar í Sorpu.
Tveir mannanna voru dæmdir í
fjögurra mánaða fangelsi, en sá
þriðji og konan í tveggja mánaða
fangelsi. Refsing allra var skilorðs-
bundin.
Stálu nær 300 áfengisflöskum
• Einfaldari skilmálar
• Hærri bætur
• Lægri eigin áhætta
VÍÐTÆKASTA
FJÖLSKYLDUTRYGGINGIN
Komum á slysadeild Landspítalans
vegna ofbeldisáverka hefur fjölgað um 20 prósent á
tveimur árum. Á tíu ára tímabili hafa 13.400 einstakl-
ingar leitað ásjár vegna slíkra áverka og er fjölgunin
35 prósent á þeim tíma. Áverkar eru oft alvarlegir og
um tíu prósent þeirra sem kemur á slysadeild eru
lagðir inn á sjúkrahús til frekari aðhlynningar. 543
tilfelli ofbeldis gegn börnum og unglingum voru
tilkynnt á fimm ára tímabili.
Ófeigur T. Þorgeirsson, yfirlæknir á slysadeild, hélt
erindi á afmælisráðstefnu SÁÁ í vikunni þar sem
hann fjallaði um ofbeldi í samhengi við áfengis- og
vímuefnaneyslu. Í erindi hans kom fram að ungt fólk
á í hlut í langflestum tilfellum og eru karlmenn á
aldrinum 15 til 24 þolendur í yfir 70 prósentum
tilfella. Eins og komið hefur fram í umræðunni þá
koma margir á Landspítalann til aðhlynningar vegna
ofbeldis á skemmti- og útivistarsvæðum en 33 prósent
ofbeldisáverka tengdust slíkum svæðum á árunum
1999 til 2004. Miðbær Reykjavíkur hefur þar sérstak-
lega verið í
brennidepli. „Á
árunum 1999 til
2004 sýna mínar
tölur að í 3110
skipti þekkti
fórnarlambið ekki
ofbeldismann sinn.
Það þýðir að árásin
var tilefnislaus
með öllu, kannski
orðaskipti hafi
valdið því að
árásin var gerð,“
segir Ófeigur.
Aðspurður um
hvort ofbeldisáverkarnir séu svo alvarlegir að það
valdi þolendum varanlegu heilsutjóni segir Ófeigur að
líkamlega jafni þolendur sig oftast. „Þessir einstakl-
ingar ná oftast fyrri heilsu. Það er að segja líkamlega.
Það eru örin á sálinni sem ekki sjást sem eru mun
alvarlegri.“ Ófeigur telur að einn af hverjum tíu sem
koma til aðhlynningar á slysadeild vegna ofbeldis-
áverka þurfi að leggjast inn á sjúkrahús.
Það er stefna Landspítalans að tilkynna til barna-
verndaryfirvalda þegar alvarleg tilfelli ofbeldis koma
upp sem varða börn og unglinga. „Allt sem heitir
ofbeldi, áfengi og eiturlyf í tengslum við börn
tilkynnum við,“ segir Ófeigur. Í tölum Landspítalans
má sjá að tilkynningarnar voru 543 frá 2001 til 2005.
Ófeigur segir sjaldgæft að sjá gróft líkamlegt ofbeldi
gegn ungum börnum. „Það er frekar að unglingar
verði fyrir líkamlegu ofbeldi foreldra sinna. En við
lítum einnig á vanrækslu, til dæmis í tengslum við
vímuefnaneyslu, sem ofbeldi. Birtingarmyndir
ofbeldis eru svo auðvitað óteljandi margar, eins og
einelti sem víða viðgengst.“
Fórnarlömbum of-
beldis fjölgar sífellt
Komum á slysadeild Landspítalans vegna ofbeldisáverka hefur fjölgað um 35
prósent síðan 1998. 13.400 einstaklingar hafa leitað þangað vegna ofbeldis-
áverka á tíu árum. 543 ofbeldistilfelli gegn börnum tilkynnt á fimm árum.
Rúmlega sjötugur
maður fannst meðvitundarlaus í
Bláa lóninu í gærmorgun.
Lífgunartilraunir hófust um leið
og var hann kominn vel til
meðvitundar þegar hann kom á
bráða- og slysadeild í Fossvogi.
Óskað var eftir aðstoð lögregl-
unnar á Suðurnesjum um klukkan
ellefu. Fimm mínútum síðar voru
lögregla og sjúkralið frá Grinda-
vík mætt á vettvang. Þremur
korterum síðar var maðurinn
kominn undir læknishendur á
bráðadeild í Fossvogi. Maðurinn
er 71 árs og er sænskur ríkis-
borgari. Talið er að hann hafi
fengið aðsvif.
Endurlífgun í
Bláa lóninu
Til stendur að yfirfara
regluverk íslensku stjórnsýslunn-
ar til þess að einfalda samskipti
almennings og fyrirtækja við hið
opinbera, að því er fram kemur í
tilkynningu frá forsætisráðuneyt-
inu. Öll ráðuneytin hafa lagt fram
áætlanir um aðgerðir. Meðal þess
sem forsætisráðuneytið ætlar að
gera er að setja reglugerð um
notkun á þjóðfánanum þannig að
leyfilegt verði að nota hann í
viðskiptalegum tilgangi án þess
að fánanum sé óvirðing gerð.
Fjármálaráðuneytið ætlar
meðal annars að hefja útbreiðslu
rafrænna skilríkja á árinu og
stefnir að almennri útbreiðslu
þeirra fyrir árslok 2008. Dóms-
málaráðuneytið ætlar til dæmis
að ráðast í endurskoðun á
umferðarlögunum.
Regluverkið
skorið við trog
Konu, sem varð fyrir því
á vinnustað sínum að brauðbakkar
duttu á höfuð hennar, hafa verið
dæmdar tæplega 1,6 milljónir
króna í bætur. Konan hlaut fimm
prósenta varanlega örorku.
Það var Héraðsdómur Reykja-
víkur sem dæmdi rekstarfélag
skyndibitakeðjunnar sem um
ræðir til greiðslu bótanna. Slysið
varð árið 2003 á veitingastaðnum
Subway í Spönginni í Reykjavík.
Konan taldi að aðbúnaður á
vinnustaðnum hefði ekki verið við-
unandi og rekja mætti slysið til
þess. Því hafnaði vinnuveitandinn.
Tæpar 1,6 millj-
ónir í bætur
„Við vorum búin að
sjá tvo erni hérna á vappi
undanfarna daga en annar var
frekar slapplegur. Við vorum
síðan að líta eftir fé og hann flaug
ekki upp þó að ég gengi að
honum,“ segir Hildibrandur
Bjarnason, bóndi í Bjarnarhöfn á
Snæfellsnesi, sem handsamaði
ungan örn í gær.
Hildibrandur segir örninn hafa
verið spakan og var hann
fangaður án mikilla vandkvæða
og settur í hús. „Hann var ljúfur
og góður og þegar hann var
orðinn þurr þáði hann nýjan fisk
að éta. Hann leit ekki við kjötinu
sem við buðum honum,“ segir
Hildibrandur.
Starfsmenn Náttúrustofu
Vesturlands voru látnir vita af
erninum og var hann síðar fluttur
í Húsdýragarðinn í Reykjavík.
Yfir 3.000 manns
var bjargað eftir að hafa lokast
inni í gullnámu í Suður-Afríku á
miðvikudag þegar þrýstilofts-
leiðsla sprakk í lyftugöngum og
eyðilagði lyftuna.
Um 2.700 námumönnum var
bjargað á fimmtudag og 500 í gær.
Sumir voru lokaðir inni í 40
klukkustundir. Slysið varð tilefni
ásakana um að öryggismálum væri
ábótavant í námum landsins, sem
er heimsins stærsti útflytjandi
gulls.
Í fyrra fórust 199 verkamenn í
námum Suður-Afríku, flestir af
völdum grjóthruns.
Öllum bjargað
Forstjóri Eimskips og fleiri
tóku vel á móti Ólafi Ragnari
Grímssyni, forseta Íslands, við
komuna til hafnarborgarinnar
Qingdao í Kína í gær.
Til stendur að Ólafur verði
ásamt Dorrit Moussaieff eiginkonu
sinni viðstaddur opnun Eimskips á
stærstu frystigeymslu í heimi sem
staðsett er í borginni. Um 350
Íslendingar eru nú í Kína af þessu
tilefni. Ólafur Ragnar hefur verið í
Kína frá því í byrjun vikunnar, átt
fund með forseta Kína og var auk
þess viðstaddur opnun heimsleika
Special Olympics.
Frystigeymsla
opnuð í dag