Fréttablaðið - 06.10.2007, Síða 8
Bankar hafa að litlu leyti
brugðist við umkvörtunum Neyt-
endasamtakanna vegna reikninga,
sem eru viðskiptavinum óviðkom-
andi en eru samt sendir í heima-
banka þeirra.
Gigtarfélag Íslands sendi til
dæmis happdrættisreikninga inn í
heimabanka Glitnis fyrr í haust.
Reikningurinn hljóðar upp á 2.000
krónur og birtist sem venjulegur
reikningur, með gjalddaga og ein-
daga. Hann er ekki aðgreindur frá
öðrum reikningum, nema hvað að
lítil stjarna birtist, eftir að
valið hefur verið að greiða
eða skoða reikninginn. Sé
músarbendillinn færður
yfir endilangan skjáinn og á
stjörnuna, kemur upp text-
inn „valgreiðsla“. Það þýðir
væntanlega að viðskiptavin-
um sé í sjálfvald sett hvort
þeir borga reikninginn eður
ei.
Jóhannes Gunnarsson,
framkvæmdastjóri Neyt-
endasamtakanna, segir það miður
að bankar hafi enn ekki
brugðist við bréfi hans um
svona reikninga. Sumir
þeirra hafi að vísu bætt
sig.
„Við höfum tekið eftir og
bent á að ýmsir upplifi
svona reikninga sem skuld,
sérstaklega eldra fólk. Við
viljum því að svona reikn-
ingar séu settir upp algjör-
lega sér og að það komi
skýrt fram að þá þurfi ekki
að greiða. .“
Óviðkomandi fá enn að senda
reikninga í heimabanka fólks
Guðlaugur Þór
Þórðarson heilbrigðisráðherra
afgreiddi á dögunum fyrsta sjálf-
virka afsláttarkort Trygginga-
stofnunar.
Kortið verður sent til sjúkra-
tryggðs fólks sem hefur greitt
tiltekna fjárhæð fyrir heilbrigðis-
þjónustu og þar með öðlast rétt
til að endurgreiðslu útlagðs
kostnaðar.
Með kortinu verður utan-
umhald Tryggingastofnunar um
endurgreiðslu kostnaðar einfald-
ara, skjólstæðingum hennar til
hagsbóta.
Sjálfvirk afslátt-
arkort í notkun
Tónlistarframleið-
endur unnu mikilvægan sigur í
gær þegar bandarískur dómstóll
dæmdi konu til að greiða sem svar-
ar til tæplega fjórtán milljóna
króna fyrir að deila tónlist
ólöglega á netinu.
Sex útgáfufyrirtæki höfðuðu
mál gegn Jammy Thomas fyrir
ólöglegt niðurhal á lögum gegnum
forritið Kazaa og að deila þeim
með öðrum. Var Thomas sögð hafa
deilt alls 1.702 lögum. Dómsmálið
sneri þó aðeins að 24 lögum.
Útgáfufyrirtæki hafa höfðað um
26.000 mál frá árinu 2003 vegna
ólöglegs niðurhals. Sátt hefur
náðst í mörgum málum.
Milljónir í sekt
fyrir niðurhal
Hvað heitir forstjóri Reykja-
vík Energy Investment?
Fyrir hvaða fyrrverandi
forsætisráðherra syngur Garðar
Thor Cortes í Singapúr?
Hvaða leikkona á fimmtíu
ára leikafmæli um þessar
mundir?
Yfir 300 þingmenn
frá yfir 40 löndum hófu í gær að
ráða ráðum sínum á árlegri
þingmannasamkomu Atlantshafs-
bandalagsins í Laugardalshöllinni
í Reykjavík. Þetta er í fyrsta sinn
sem NATO-þingið er haldið á
Íslandi.
José Lello, forseti þingsins,
sagði á blaðamannafundi að efst á
baugi þingsins að þessu sinni yrðu
verkefni NATO í Afganistan, í
öðru lagi áform Bandaríkjamanna
um uppbyggingu hluta eldflauga-
varnaáætlunar sinnar í tveimur af
nýjustu aðildarlöndum bandalags-
ins, Póllandi og Tékklandi, og í
þriðja lagi – nátengt þessu –
samskiptin við Rússland.
NATO-þingið stendur yfir í
fimm daga. Á dagskrá fyrsta
dagsins í gær var aðallega lokaður
fundur tengslanefndar þingsins
við Rússland, en nú um helgina
funda hinar ýmsu fagnefndir
þingsins. Á mánudag þingar
fastanefnd þess en þinginu lýkur
með opnum þingfundi á þriðjudag,
þar sem Jaap de Hoop Scheffer,
framkvæmdastjóri NATO, Geir H.
Haarde forsætisráðherra, Sturla
Böðvarsson, forseti Alþingis, og
Sali Berisha, forsætisráðherra
Albaníu verða meðal ræðumanna.
Umfang NATO-þinghaldsins er
nokkru meira en Norðurlandaráðs-
þings og öryggisráðstafanir eru
miklu strangari. Þetta er því
stærsta samkoma sem Alþingi
hefur verið gestgjafi að.
NATO-þingið hefur aðeins
ráðgefandi hlutverk í ákvarðana-
tökukerfi NATO. Norður-Atlants-
hafsráðið, þar sem ráðherrar úr
ríkisstjórnum aðildarríkjanna 26
eiga sæti, er sú stofnun bandalags-
ins sem allt ákvarðanavaldið
liggur hjá. Ráðherrafundur NATO
var í fyrsta sinn haldinn hérlendis
vorið 2002.
Þingforsetinn Lello bendir á að
þótt NATO-þingið hafi ekki
formlegt vald til að móta stefnu
bandalagsins þá hafi það mikil-
vægu hlutverki að gegna bæði sem
tengiliður milli NATO-forystunnar
og kjósenda í aðildarríkjunum og
sem vettvangur fyrir skoðana-
skipti bæði milli fulltrúa aðildar-
ríkjanna innbyrðis og milli þeirra
og þingmanna frá ríkjum utan
bandalagsins. Þar er um að ræða
ríki sem ýmist sækjast eftir
nánum tengslum við bandalagið
eða jafnvel inngöngu í það - eins
og ríkin á Balkanskaga eða
grannþjóðir bandalagsins í Austur-
Evrópu og Kákasus – sem og ríki
sem mikilvægt er fyrir bandalagið
af öðrum ástæðum að eiga góð
samskipti við, svo sem Rússland
og löndin sem liggja að Miðjarðar-
hafinu í austri og suðri.
Rætt um Afganistan
og eldflaugavarnir
Á árlegu þingi NATO-þingsins, sem hófst í Laugardalshöllinni í gær, eru verk-
efni NATO í Afganistan, eldflaugavarnir og tengsl bandalagsins við Rússland
efst á baugi. Þingið er stærsta samkoma sem Alþingi hefur gerst gestgjafi að.
Þegar lokatölur úr
talningu atkvæða í úkraínsku
þingkosningunum sem fram fóru
um síðustu helgi voru birtar í
gær, virtist ljóst að flokkarnir
sem studdu „appelsínugulu
byltinguna“
fengju
meirihluta
þingsæta og
gætu þar með
myndað
meirihluta-
stjórn.
Flokkabanda-
lagið sem Júlía
Tymosjenko
fer fyrir fékk
30,71 prósent atkvæða og flokkur
Viktors Jústsjenkos 14,15
prósent. Hinn Rússlandsvinsam-
legi héraðaflokkur Viktors
Janúkovítsj, fráfarandi forsætis-
ráðherra, varð stærsti flokkurinn
með 34,37 prósent atkvæða, en
varð að láta í minni pokann fyrir
sameinuðu fylgi „appelsínugulu“
aflanna.
Appelsínugulur
þingmeirihluti