Fréttablaðið - 06.10.2007, Page 14

Fréttablaðið - 06.10.2007, Page 14
greinar@frettabladid.is Fyrir 10-15 árum var bandaríski orkumarkaðurinn ekki svo ólíkur þeim íslenska. Sömu fyrirtæki önnuðust orkuframleiðsl- una, flutning raforkunnar, smásölu og þjónustu við viðskiptavini. Starfsemi þessara orkuveitna var ströngum skilyrðum háð og svigrúm fyrirtækjanna til álagning- ar var takmarkað. Inn í þetta kerfi voru jafnframt byggðir hvatar fyrir fyrirtækin að koma sér upp framleiðslu- og dreifigetu til að anna orkutoppum. Þetta kerfi náði árangri að því leyti að frá síðari heimsstyrjöld fram á tíunda áratuginn jókst framleiðni raforkugeirans þrefalt á við aðra þætti efnahagskerfisins. Orku- fyrirtækin voru stöndug og verð á orku til almennings lágt. Í samræmi við kenningar frjálshyggjunnar um kosti hins frjálsa markaðar, réðst Bush- stjórnin hin fyrri (1989-1993) í að skipta upp ólíkum þáttum orku- kerfisins: framleiðslu, flutningi og dreifingu. Þannig ættu litlar orkuveitur að geta leitað samninga við orkuframleiðendur, knúið niður verð og leyft viðskiptavinum sínum að njóta ávinningsins. Hérlend stjórnvöld virðast hafa kokgleypt hugmyndafræðina á bak við sundurlimun raforkukerfisins og var hún höfð sem fyrirmynd þegar raforkugeirinn var „markaðs- væddur“ með nýrri löggjöf á seinasta kjörtímabili. Enda væri annars erfitt að réttlæta einkavæð- ingu á fyrirtækjum sem byggju við einokunaraðstöðu á sínu sviði. Uppskipting raforkufyrirtækja er þó engin lausn á þessu. Í fyrsta lagi er ekki hægt að geyma rafmagn á lager eins og t.d. málma. Framboð og eftirspurn eftir raforku er nánast fasti og svigrúm veitufyrir- tækja til samninga því lítið. Einföld eðlisfræðilögmál setja því skorður hversu langar vegalengdir er raunhæft að flytja raforku. Litlar veitur sem byggja afkomu sína á sölu til almennings hafa því litla möguleika á að leita tilboða hjá fjölda framleiðenda. Orkumiðlarar sem kaupa rafmagn af framleið- endum og selja til smásala þurfa ekki að ráða yfir nema broti af orkuþörfinni til að verða allsráðir um verðlagninguna. Þetta nýtti orkumiðlunarfyrirtækið Enron sér til hins ítrasta og hlunnfór meðal annars Kaliforníuríki um gríðar- legar fjárhæðir. Þá þurfa raforkukerfi stöðugt að kljást við álagstinda. Styrkur þeirra verður ekki metinn út frá því hvernig þau standa sig við kjöraðstæður heldur þegar orkunotkunin er í hámarki. Þetta krefst þess að orkufyrirtækin hafi yfir að búa umframgetu, en á máli markaðarins nefnist slíkt offjár- festing og er skilgreint sem vandamál en ekki öryggistæki. Þetta olli því að stór svæði í Bandaríkjunum urðu rafmagnslaus um langt skeið sumarið 2003, en einmitt á þeim svæðum hafði verið gengið lengst í sundurlimun raforkufyrirtækja. Einkavæðingin sem nú hefur verið smyglað í gegn í borginni tekur ekki mið af þessari reynslu. Hún er í anda aðferða sem kallaðar hafa verið „stórslysakapítalismi“ þar sem hægrisinnaðir stjórnmála- menn hafa keyrt í gegn formbreyt- ingar í kjölfar stríðs, efnahags- kreppu eða náttúruhamfara, án þess að hafa kynnt þær fyrst í almennum kosningum. Þetta er gert á slíkum tímum vegna þess að þá er baráttuþrek almennings lamað og fólk hefur ekki orku til að andæfa yfirganginum. Þannig notaði ríkisstjórn George Bush yngra í Bandaríkjanum eyðilegg- ingu af hálfu fellibylsins Katrinu til að einkavæða skólakerfi og aðra almannaþjónustu í New Orleans. Í seinustu kosningabaráttu í Reykjavík hafði enginn flokkur á stefnuskránni að sameina ætti Orkuveitu Reykjavíkur öðru fyrirtæki og afhenda þessu fyrirtæki stóran hluta af eigum Orkuveitunnar. Núna er skyndi- lega keyrð í gegnum sameining Orkuveitu Reykjavíkur við nýtt fyrirtæki, Geysir Green Energy. Forystumenn eru valdir af stjórn án skýringa, þeim afhentir kaupréttarsamningar upp á tugi milljóna og lýðræðislega kjörnum fulltrúum ekki gefinn kostur á að kynna sér málin. Þeim Vilhjálmi og Birni Inga lá meira að segja svo mikið á að afhenda kosningastjóra Framsóknarflokksins og systur- syni Vilhjálms kaupréttarsamn- ingana að fundurinn í stjórn fyrirtækisins er ólöglega boðaður og málið keyrt í gegn. Hið nýja fyrirtæki byggir viðskiptavild sína á orkuauðlind- um Reykvíkinga á Hellisheiði og Nesjavöllum – háhitasvæðum í eigu almennings. Þær hafa fyrirvaralaust verið afhentar fyrirtæki sem á að keppa á markaði. Á Íslandi virðist hvorki þurfa náttúruhamfarir eða stríð til þess að aðferðir stórslysakapítal- ismans séu notaðar til að afhenda eigur almennings. Líklega reikna stjórnvöld í Reykjavík með því að pólitískur doði Íslendinga sé á við það sem þekkist meðal trámatís- eraðra fórnarlamba stórslysa annars staðar í veröldinni. Nú á eftir að kom í ljós hvort þetta mat á þjóðinni á rétt á sér. Hneyksli ársins O lía og vatn blandast illa. Sama lögmál gildir þegar reynt er að hræra saman opinberum rekstri og einka- rekstri eða einokunarrekstri og samkeppnisrekstri. Umræður um sameiningu dótturhlutafélags Orku- veitu Reykjavíkur við hlutafélag í einkaeigu á sama sviði varpar ljósi á þetta. Af nokkrum öðrum nýlegum dæmum af svipuðum toga má nefna einkavæðingu einokunarreksturs Hitaveitu Suðurnesja, þjóðnýtingu ríkishlutafélagsins Íslandspósts á prentsmiðju í samkeppnisrekstri og hlutafélagavæðingu Ríkisútvarpsins sem Samkeppniseftirlitið taldi í áliti til Alþingis að stangaðist á við samkeppnisreglur. Hitt er svo annað mál að sameining Reykjavíkur Energy Invest og Geysis Green Energy er örugglega skynsamleg. Þar kemur tvennt til: Öflugt fyrirtæki á þessu sviði með áhættufjárfestingu í útlöndum að markmiði verður að veruleika. Skattborgarar í Reykjavík fá svo að auki býsna gott verð fyrir sinn snúð. Vandinn í þessu samhengi er því ekki sjálfur sameiningar- gerningurinn. Vandinn er fremur fólginn í því að ólík lögmál gilda um ákvarðanatöku í einkarekstri og opinberum rekstri. Í einkarekstri eru ákvarðanir teknar hratt bak við luktar dyr. Í opinberum rekstri krefst lýðræðið lengri tíma og opinnar umræðu. Þessum tveimur andstæðu sjónarmiðum laust eðlilega saman í þessu tiltekna máli. Blanda opinbers rekstrar og einka- rekstrar kallar á slíka árekstra. Í nútímarekstri hlutafélaga eru hlutabréfakaupsamningar lykilstarfsmanna algengir og eðlilegir. Í opinberum rekstri eru jafnréttissjónarmið ríkari. Borgarstjórinn brást því rétt og skjótt við gagnrýni á þennan hluta málsins þegar hann óskaði eftir á eftir því að jafnréttissjónarmiðið yrði látið gilda. Klípan varðandi þetta er hins vegar sú að Orkuveitan var þegar árið 2001 sett undir leikreglur einkamarkaðarins. Alþingi sam- þykkti þá með samstöðu allra flokka á Alþingi, að beiðni þáver- andi meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, að taka Orkuveituna undan almennum reglum stjórnsýsluréttarins. Það átti bæði við um málsmeðferðarreglur og launa- og starfskjör. Þegar litið er til baka virðast allir flokkar í borgarstjórn Reykjavíkur hafa tekið ákvarðanir um að nota hluta peninga skattborgaranna í Orkuveitunni í áhætturekstur enda mæla lögin frá 2001 beinlínis svo fyrir. Gild sjónarmið eru hins vegar fyrir því að þetta eigi ekki að vera markmið með opinberum rekstri. Sameining þessara tveggja útrásarfyrirtækja á orkusviðinu er í sjálfu sér ekki stílbrot í þessu tilliti. Segja má að stílbrotið hafi í raun verið ákveðið með lögunum frá 2001 og svo með því að beita þeirri heimild þegar dótturfyrirtækið var stofnað, án þess að lítið sé gert úr þekkingarnýtingunni sem í þeirri ákvörðun fólst. Sú ályktun sem af þessu máli má draga er einföld: Brýnt er að hraða setningu laga þar sem tekið er á skipulagsvanda orku- búskaparins. Með aðgreiningu samkeppnisrekstrar og einokunar- þjónustu og aðgreiningu auðlindaréttinda frá framleiðslu má ná fram stöðu sem ætti að þjóna almannahagsmunum og opna um leið tækifæri á þessu sviði til samkeppni og útrásar á grundvelli nútímaleikreglna um atvinnustarfsemi. Gildandi löggjöf á þessu sviði gerir ráð fyrir að unnt sé að blanda saman rekstrarformum og rekstrarviðfangsefnum sem eru jafn eðlisólík sem olía og vatn. Því þarf að breyta. Olía og vatn Come2 Scandinavia, Vesterbrogade 17 1620 Kaupmannahöfn. Á leið til Skandinavíu? Við hjá Come2 Scandinavia aðstoðum þig að finna bestu verðin á flugi, gistingu, bílaleigubíl og annarri afþreyingu. Erum með tvær stórar og rúmgóðar íbúðir á Vesterbrogade til leigu. Frábær lausn fyrir hópa og fjölskyldur. www.come-2scandinavia.dk - info@come2scandinavia.com - +45 33 25 64 25 COME2 SCANDINAVIA Það er með ólíkindum að borgarstjóra og meirihlutanum í Reykjavík hafi á örfáum dögum tekist að gera eitt mesta sóknarfæri í atvinnulífi Íslendinga tortryggilegt í augum almennings. Það er grafalvarleg um leið og það er fyllilega verðskuldað og sorglegt. Æ fleiri spyrja sig að því hvort borgarstjóra og Framsóknarflokknum sé fyrirmunað að ráða mikilvægum úrlausnarefnum til lykta í samræmi við nútímalega stjórnunarhætti og hagsmuni almennings. Fulltrúar meirihlutans Björn Ingi Hrafnsson og Haukur Leósson hafa augljóslega viljað leika stóra bissness-karla í stjórn Reykjavik Energy Invest. Þar úthlutuðu þeir sér sæti án þess að veita fulltrúum minnihlutans tækifæri til að hafa eftirlit með störfum sínum. Það nýttu þeir sér til að þrefalda eigin stjórnarlaun og gera fordæmalausa kaupréttarsamninga sem m.a. ná til kosningastjóra Framsóknarflokksins sem ráðinn var til fyrirtækis- ins fyrir tveimur vikum. Svo virðist sem dúettinn hafi litið á þetta sem nokkurs konar einkamál sem ætti ekkert erindi í opinbera umræðu, við stjórn Orkuveitu Reykjavíkur eða borgar- stjórn Reykjavíkur. Það er lágmarkskrafa að í opinberu fyrirtæki sé farið vel með eigur almennings og ekki teknar aðrar ákvarðanir en þær sem þola dagsljósið. Til að skapa frið um útrás Orkuveitunnar er fyrsta skrefið að skipta pólitískum fulltrúum út úr stjórn REI. Í staðinn ættu að koma fagstjórnendur með skýra stefnu starfi sínu til grundvallar. Sú stefna á að vera mörkuð af eigendum og stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. Borgarstjórn og Orkuveitu Reykjavíkur bíður ærið verkefni við að endurvinna traust almenn- ings. Það þarf að skýra leikreglur, auka gagnsæi og tryggja eðlilega stjórnarhætti í Orkuveitunni, dótturfélögum hennar og samskiptum fyrirtækis- ins við fulltrúa eigenda. Samfylkingin er tilbúin að taka þátt í því af fullum heilindum að vinda ofan af vitleysunni og koma útrásarstarfi Orkuveitunnar aftur í eðlilegt og heilbrigt horf þannig að allir geti verið stoltir af. Höfundur er oddviti Samfylkingar í borgarstjórn. Óorði komið á útrásina

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.