Fréttablaðið - 06.10.2007, Blaðsíða 16
A
lþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík
stendur nú yfir og Hrönn Marinósdóttir
stjórnmálafræðingur og framkvæmda-
stýra hátíðarinnar og stofnandi er maður
vikunnar. Aðsókn hefur á þessari fjórðu
hátíð Hrannar verið góð og þær tæplega hundrað
myndir sem áhugamönnum um kvikmyndir hefur
gefist tækifæri að sjá á liðnum dögum eru gott snið
af blómlegri kvikmyndagerð heimsins sem annars
hefðu ekki komið hingað til lands. Hrönn hefur tvö
ár um fertugt og var á
tímamótum þegar hún
réðist í að hleypa af
stað spænskri kvik-
myndahátíð fyrir fáum
árum. Hún hafði þá
dvalið um hálfsárs
skeið í Barcelona og
séð þar ýmsar
kvikmyndir, spænskar
sem lítil von var til að
bærust hingað.
Spænska kvikmynda-
hátíðin var fyrirrenn-
ari að stofnun Alþjóð-
legu
kvikmyndahátíðarinn-
ar sem nú er haldin í
fjórða sinn.
Hrönn hefur ekki
dregið dul á í ræðu og
riti að kvikmyndahá-
tíðin er sett á stofn til
að bæta bíómenningu á
Íslandi. Hér á landi
hafði strax upp úr 1960
dregið mjög úr vægi
evrópskra mynda á
almennum bíómarkaði
og styrkur bandaríska
kvikmyndaiðnaðarins
aukist. Félög áhuga-
manna um alþjóðlega
kvikmyndagerð eins og
Filmía höfðu starfað og
einstök kvikmyndahús
eins og Bæjarbíó og
Hafnarfjarðarbíó
byggðu efnisskrá sína
að stóru leyti á
evrópskum myndum.
Myndir frá fjarlægari
löndum sáust varla hér.
Eftir að Filmía lagðist
af var kvikmynda-
klúbbur Menntaskól-
ans í Reykjavík eina
fyrirtækið sem sinnti
slíku sýningarhaldi.
Hann þróaðist í
Kvikmyndaklúbb
framhaldsskólanna og
loks Fjalaköttinn og
naut á sínu lokaskeiði
styrks af stjórn
Friðriks Þórs Friðriks-
sonar. Eftir að hann
lagðist af voru stakar
vikur á vegum
sendiráða og um síðir
dreifingaraðila það
eina sem bættu úr
þessari stöðu að
ógleymdri Kvikmynda-
hátíðinni í Reykjavík
sem frá 1970 starfaði
undir væng Listahátíð-
ar. Hún naut mikilla
vinsælda en stóð
óstyrkum fótum
fjárhagslega og
skömmu fyrir aldamót-
in þvarr aðstandendum
mátt til að halda henni
úti.
Hrönn sá þar tækifæri og safnaði um sig kröftum í
einkahlutafélag, fékk tilstyrk ráðuneytisins og þar
með fóru hjólin að snúast. Hún fékk með sér ráðgjafa,
Helgu Stephenson sem þekkti vel til rekstrar á
hátíðum í Kanada, og síðar Dimitri Epides sem er
viðurkenndur dagskrárstjóri í Evrópu til að koma
dagskránni saman. Í upphafi voru ljón á veginum:
aðstandendum Kvikmyndahátíðar í Reykjavík sveið
eðlilega að missa þennan vettvang og dreifingaraðilar
voru um tíma í beinni samkeppni við Hrönn og félaga:
IFF og RIFF tókust á.
Helga Stephenson segir um Hrönn: „Hún er
snillingur í áætlanagerð, en svo tekst henni líka að
hrífa fólk með sér. Allir vinna allt of mikið á meðan á
kvikmyndahátíð stendur. Svo kemur hún líka með
þetta skraut í dagskrána eins og að sýna kvikmynd í
sundlaug. Það er frábær hugmynd, og hún fær nóg af
þeim. Hún hefur bæði skipulagshæfileika og
sköpunarkraft, og þann eiginleika að sjá sköpunar-
kraftinn í öðrum. Það eru góðir eiginleikar – að geta
séð út hvernig annað fólk gæti hjálpað hátíðinni og
leyfa þeim að gera það, í staðinn fyrir að reyna að
gera allt sjálfur. Margar kvikmyndahátíðir hafa
lognast út af vegna egóa stjórnendanna. Maður þarf
að hafa gott sjálfsálit, en maður þarf líka að kunna að
stíga til hliðar og leyfa öðru fólki að vinna vinnuna
sína. Hún er líka framsýn, hún er hvað hlutirnir gætu
orðið og hvernig er hægt að útfæra þá. Það er mjög
mikilvægur eiginleiki sem fáir búa yfir. Mér finnst
Reykvíkingar heppnir að hafa hana. Ég lærði líka yfir
árin að hún er mjög yfirveguð og útsjónarsöm. En svo
fylgdist ég líka með henni gera áætlanir af stakri
snilld. Hún skilur til dæmis að hún er ekki sérfræð-
ingur í alþjóðlegri kvikmyndagerð, en hefur skilning-
inn til þess að fara og
næla sér í einn af þeim
bestu, Dimitri Eipides.
Stundum er mjög gott
að vita hvað maður
veit, en stundum er enn
betra að vita hvað
maður veit ekki. Hún
er alltaf mjög róleg.
Þegar það er mikið álag
og kaos í gangi heldur
hún ró sinni. Hún er
mjög gáfuð og mjög
skörp. Ég hugsaði strax
að þetta væri áhuga-
vert, því hún virtist
mjög hæf. Að stýra
kvikmyndahátíð er
stundum eins og að
ganga á línu. Maður
þarf að þóknast fólki og
halda fólki ánægðu –
eða eins ánægðu og þú
getur. Það er list, og ég
held að hún kunni
hana.“
Aðspurð um vini
sagði Hrönn að þeim
færi fækkandi, mikil
vinna hefði sitt að
segja. Steinunn
Halldórsdóttir,
verkefnisstjóri hjá
Háskóla Íslands, gat
henni gott orð: „Hún er
afskaplega hugulsöm
og notaleg. Hún hugsar
vel um vini sína og er
náttúrulega mjög
jákvæð. Hún er líka
einstaklega eljusöm.
Margur hefði gefist
fyrr upp heldur en hún.
Þetta er búin að vera
erfið vinna kringum
þessa kvikmyndahátíð.
Þetta er hennar
hugmynd og hennar
vinna að koma þessu
almennilega á koppinn.
Hún hefur fylgt því
eftir alla tíð þó að það
hafi oft verið erfitt.
Hún gefst ekki upp,
sem er mjög góður
kostur. Hún vinnur
hlutina líka fagmann-
lega, það sem hún gerir.
Svo er hún kát. Hún
hrífur fólk með sér.
Þegar hún sökkvir sér í
eitthvað sem henni
finnst spennandi talar
hún mikið um það og
fær fólk til þess að
hugsa um það líka. Hún
er víðsýn og gefur fólki
séns. Hún talar ekki illa
um fólk, er ekki umtals-
ill. Hún hefur búið í
Berlín og Barcelona og
dvaldi í nokkra mánuði
á Indlandi. Það litar
fólk þegar það hefur
búið annars staðar. Það er gaman að vera í kringum
hana. Hún galdrar fram þvílíki rétta. Hún er komin af
miklu gourmet - matargerðarfólki, svo það er alltaf
flottur matur í kringum hana. Hún hefur tilfinningu
fyrir stíl og á mat.
Hrönn vann á sínum tíma lokaverkefni um
kvikmyndahátíð í Reykjavík, Þá voru þegar til álit
sem lágu hjá borg og ríki um slíka hátíð sem sýndu
fram á að slíkur rekstur gæti verið ábatasamur fyrir
alla. Munurinn var sá að Hrönn lét ekki orðin tóm
duga, hún hafði fylgni og sannfæringarkraft til að
koma Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni á legg og mun
klárlega leiða hana áfram. Markið er hátt sett. Það
eru þúsundir hátíða um allan heim, tíu af þeim teljast
til meginhátíða, í þeirra kjölfar koma tugir hátíða
sem stefna á að ná mati sem raunverulegir stökk-
pallar fyrir frumsýningar nýrra mynda og þar er
slagurinn blóðugur: Danir dæla peningum í hátíðir í
Kaupmannahöfn og Sheffield borg hefur sett sér það
mark að gera hátíð sem þar er að hefjast að stóru
dæmi. Þar standa að baki sveitir opinberra stofnana,
einkaaðilar í ferðaiðnaði og hagsmunaaðilar aðrir. Það
er því við marginn að keppa. Ferill Hrannar sýnir að
hún hefur fullt erindi í þá keppni, spurningin er bara
hvort allir aðrir hagsmunaaðilar fylgja henni eftir.
Yfirveguð og útsjónarsömLangar
þig í
alvöru
leikfang?
www.hanspetersen.is
Canon 400d
* Meðalverð á mánuði m.v. 24 mánaða greiðslukortasamning
Verð 4.135 kr. á mánuði*
Tilboð 1 - Canon 400d
Verð 6.587 kr. á mánuði*
Tilboð 3 - Canon 400d
Verð 4.824 kr. á mánuði*
Tilboð 2 - Canon 400d
Verð 8.381 kr. á mánuði*
Tilboð 4 - Canon 400d
200 fríar stafrænar framkallanir og kennslafylgja í kaupbæti!
FRÍTT