Fréttablaðið - 06.10.2007, Page 50

Fréttablaðið - 06.10.2007, Page 50
hús&heimili Á heimilinu hangir mikið af fjölskyldumyndum og hér er einn veggur tileinkaður þeim. Jóhanna smíðaði servantinn en kunningi þeirra Völu gaf þeim marmarann ofan á. Höldurn- ar fann Jóhanna í danskri antíkverslun. Vala og Jóhanna eru miklir kattavinir og safna ýmsum munum því tengdu. Hér má sjá brot af styttusafni þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Borðstofuborðið gaf vinkona Völu þeim ásamt borðstofuskáp. Stólarnir koma frá Hrafnistu þar sem faðir Jóhönnu vann sem húsvörður. Gamla fótstigna kirkjuorgelið var keypt í Húsgagnamiðl- un fyrir um 15 árum. Jóhanna smíðaði hjóna- rúmið úr afgöngum. Hún límdi saman spýturnar og smíðaði síðan þetta fallega og sérstaka rúm. Ljósakrónan kemur frá foreldrum Jóhönnu en hún þræddi hana upp á nýtt og skipti um leiðslur í henni. PIPARKÖKULÍNAN EFTIR PAOLU NAVONE Paola Navone er ítalskur hönnuður sem reynir ávallt að tvinna saman nútímalega hönnun og hefðbundna hand- iðn. Húsgögnin sem sjást hér skapaði Navone fyrir hús- gagnaframleiðandann Lando en línan kallast Gingerbread, eða piparkökur. Navone notar viðinn á óvenjulegan hátt. Hillan sem sést hér er gerð úr þéttum viði og haldið uppi af keramikvösum. Hluti af pipar- kökulínunni er einnig rúm með fallegum útskornum gafli. hönnun ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir 6. OKTÓBER 2007 LAUGARDAGUR8

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.