Fréttablaðið - 06.10.2007, Blaðsíða 65
Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn 2007
Geðheilsa í breyttum heimi
Áhrif menningar og margbreytileika
Miðvikudagurinn 10. Október
Kl. 14:00-18:00 – Þverfagleg ráðstefna í Ráðhúsi Reykjavíkur „Innflytjendur og geðheilbrigði“: Þjóðir sem hafa verið mjög
einsleitar eru að vakna upp við það að svo er ekki lengur. Innflytjendur eru um 8.1% íslensku þjóðarinnar en voru 2.8% fyrir 10 árum.* Okkar
nýju nágrannar geta haft framandi menningarleg viðmið, tungumál og trúarbrögð. Áhrif þessara breytinga á andlega líðan eru mikil bæði fyrir þá
sem taka sig upp og flytja til nýs lands og einnig fyrir þá sem fyrir eru. Tímabært er að hefja umræðu um geðheilbrigði og innflytjendur.
*Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands, mannfjöldadeild.
Opnun Ráðstefnu: Guðlaugur Þór Þórðarsson heilbrigðisráðherra.
Fyrirlesarar: Diana Bass, Tosiki Toma, Sabine Leskopf, Bergþór Grétar Böðvarsson, Jónína S. Guðmundsdóttir, Gunnar Hersveinn.
Fundarstjóri: Páll Matthíasson.
Kl. 20:00 – Minningarguðsþjónusta í Hallgrímskirkju og geðganga niður að Tjörn: Fjölmennum í Hallgrímskirkju og hlýðum á
hugleiðingu séra Birgis Ásgeirssonar. Sigrún Hjálmtýsdóttir og kammerkór Hallgrímskirkju Scola Cantorum munu syngja við athöfnina undir
stjórn Harðar Áskelssonar. Því næst göngum við saman niður á Tjörn og fleytum kertum til minningar um þá sem við höfum misst vegna
sjálfsvíga og til að minnast þeirra sem eiga um sárt að binda vegna geðsjúkdóma.
* Vigdís Finnbogadóttir er verndari Alþjóða geðheilbrigðisdagsins 2007
Sunnudagurinn 7. Október
Kl. 11:00 – Geðhlaup í Nautólfsvík: Mæting kl. 10:30.
10 km. Tímataka og 2 km skemmtiskokk. Skráning fer fram á staðnum eða í síma 570 1700.
Kl. 12:00 – Geðsjósund í Nauthólsvík: Hugrakkir kasta af sér spjörunum (þó ekki alveg öllum) og stinga sér til sunds
undir handleiðslu Sjósundfélags Íslands.
Kl. 14:00 – Opnun myndlistasýningar og kynningar á úrræðum í Perlunni
Kl. 14:30 – Skemmtun í Perlunni: Kynnir Valgeir Guðjónsson. Fram koma: Vigdís Finnbogadóttir Regnbogakórinn, tælenskur danshópur,
Tríótó, Ljóðamaðurinn Hörður og Magadanshópur. Frummælandi verður Þráinn Bertelsson.
Gestir á dagskránni í Perlunni fá að gjöf stuttermabol með fyrsta geðorðinu á átta mismunandi þjóðtungum.
Kl. 16:00-18:00 – Hraðskákmót í umsjón Hróksins og skákfélags Vinjar: Veglegir vinningar og happadrættisvinningar í boði Forlagsins.
Þáttaka ókeypis og öllum heimil.
Kl. 20:30 – Við flugeldasýning Perluna: Fordómunum skotið upp, (Ef heimild fæst frá yfirvöldum).
Búseta- og
stuðningsþjónusta
Gunnarsbraut 51
Aðstandendur:
Styrktaraðilar:
GuðjónÓ – vistvæna prentsmiðja