Fréttablaðið - 06.10.2007, Side 72

Fréttablaðið - 06.10.2007, Side 72
Mér finnst stundum eins og allt það fólk sem hefur fjölgað sér líti á það sem heilaga skyldu sína að fylgjast með því hvort fólk á „barneignaraldri“ ætli ekki örugglega að feta í fótspor þess sem fyrst. Ef maður er kvenmaður í föstu sambandi er maður spurður þessarar nærgöngulu spurningar hvar sem maður kemur: „Hvernig er það? Ætlar þú ekki að fara að koma með eitt lítið?“ segir fólk og pírir augun. Ef maður svarar neit- andi horfir spyrillinn alltaf á mann eins og hann vorkenni manni. Fyrir það fyrsta þá skil ég ekki að neinn hafi áhuga á að vita svarið við spurningunni. Í öðru lagi þá kemur það fólki ekki á nokkurn hátt við hvort ég ætli mér að stunda kynlíf á næstunni í þeim til- gangi að eiga barn og í þriðja lagi er þetta oft viðkvæmur blettur enda ekki öllum gefið að eignast barn í fyrstu eða annarri tilraun. Ég er reyndar búin að eiga barn í mörg ár en svo óheppilega vill til að fáir vita af því. Ástæðan er sú að „sonur“ minn, Karan, býr í úthverfi Delí á Indlandi, nánar tiltekið í SOS-þorpi með „móður“ sinni og níu „systkinum“. Í hverjum mán- uði borga ég brotabrot af þeirri upphæð sem aðrir foreldrar þurfa að punga út til að fæða og klæða afkvæmi sín. Ég fæ reglulega bréf frá yfirmanni þorpsins þar sem útlistuð eru afrek sonarins í lífinu og fyllist stolti í hvert sinn. Honum gengur best í stærðfræði en á í basli með enskuna. Fyrr á þessu ári ákvað ég að heimsækja kapp- ann. Tók með mér nesti, nýja skó og vinkonu mína. Við mættum í þorpið, sem var eins og vin í eyði- mörkinni, spiluðum badminton við krakkana og lásum fyrir þau bækur. Ég hef sjaldan eða aldrei séð jafn lífsglöð börn. Mér finnst að allir ættu að eiga SOS-barn. Ég ákvað í morgun að næsta skref væri augljóslega að stoppa alla sem ég hitti, píra augun og spyrja á innsoginu: „Hvernig er það? Ætlar þú ekkert að fara að fá þér SOS-barn?“ Miðasala: 4 600 200 I netsala: leikfelag.is ALLIR Í LEIKHÚS Á AKUREYRI! FRÁBÆR FJÖLSKYLDUSKEMMTUN Forsala hefst mánudaginn 8. október Nýjar aukasýningar í október Sýningar í nóvember Fim 18. okt. Sun 21. okt. Fim 25. okt. Sun 4. nóv. Fim 8. nóv. Sun 11. nóv. Fim 15. nóv. Lau 17. nóv. Sun 25. nóv. kl. 20 kl. 20 kl. 20 kl. 18 kl. 20 kl. 14 kl. 20 kl. 14 kl. 16 örfá sæti laus örfá sæti laus í sölu núna í sölu núna í sölu núna í sölu núna í sölu núna í sölu núna í sölu núna Fim 4. okt. Fös 5. okt. Lau 6. okt. Lau 6. okt. Sun 7. okt. Fim 11. okt. Fös 12. okt. Lau 13. okt. Lau 13. okt. Fös 19. okt. Lau 20. okt. Fös 26. okt. Lau 27. okt. Sun 4. nóv. Sun 11. nóv. kl. 20 kl. 20 kl.16 kl. 20 kl. 20 kl. 20 kl. 20 kl. 16 kl. 20 kl. 20 kl. 20 kl. 20 kl. 20 kl. 14 kl. 14 UPPSELT UPPSELT UPPSELT UPPSELT UPPSELT UPPSELT UPPSELT UPPSELT UPPSELT UPPSELT UPPSELT UPPSELT UPPSELT UPPSELT UPPSELT Fyrstir koma, fyrstir fá! Kortasala enn í fullum gangi ... en nú fer hver að verða síðastur Í samstarfi við SAGA UM FORBOÐNA ÁST MEÐ TÓNLIST EFTIR LAY LOW Frumsýning 2. nóv kl. 20 Nýjar sýningar í sölu: Lau 3. nóv kl. 19 Lau 3. nóv kl. 22 Mið 7. nóv kl. 20 Fös 9. nóv kl. 19 Fös 9. nóv kl. 22 Lau 10. nóv kl. 19 Lau 10. nóv kl. 22 Mið 14. nóv kl. 20 Fös 16. nóv kl. 19 Fös 16. nóv kl. 22 Lau 17. nóv kl. 19 Lau 17. nóv kl. 22

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.