Fréttablaðið - 09.10.2007, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 09.10.2007, Blaðsíða 1
Þriðjudagar *Samkvæmt fjölmiðlakönnun Capacent í júlí 2007 Lestur meðal 18–49 ára á höfuðborgarsvæðinu 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% 35% B la ð ið M o rg u n b la ð ið F ré tt a b la ð ið D V 42% 68% 6% D VV D V DD Úr morgunleikfiminni í Mullers-æfingarnar Söng á stórtónleik- um í Central Park Margir muna eflaust eftir morgunleikfiminni áRás 1 með Valdimar Örnólfssyni en um þessarmundir eru fimmtíu ár síðan útsendingar hófustá leikfiminni. „Ég var með þetta í 25 ár, frá 1957-1982 ásamt Magnúsi Péturss i “ fyrir sér að gefa út geisladisk með morgunleikfimi ítilefni afmælis morgunleikfiminnar. „Ég þarf líklega að fara að drífa í því,“ bætir hann við en Valdimar hleypur enn á hverjum morgni og gerir Mullers-æfingar á eftir þótt hann sé kominn vel á áttræðis-aldurinn. V ldi SIMPLY CLEVER ER MEÐ SEX LOFTPÚÐUM Ekki er enn ljóst hver hlýtur bronsskóinn í Landsbanka- deild karla. Þrír leikmenn voru jafnir með átta mörk samkvæmt tölfræði KSÍ en Blikinn Magnús Páll Gunnarsson hafði spilað minnst af þessum leikmönnum og ætti því að fá skóinn samkvæmt reglum KSÍ og Adidas. Svo getur farið að hann fái ekki skóinn þar sem áhöld eru um hvort skrá eigi síðara mark Magnúsar gegn FH í 16. umferð á hann eða sem sjálfsmark FH-ings. KSÍ staðfesti við Fréttablaðið í gær að málið yrði skoðað. Verði markið ekki skráð á Magnús fær Sinisa Kekic bronsskóinn en ekki Tryggvi Guðmundsson eins og áður var talið. Barist um bronsskóinn Fjárfestingarfyrirtækið Verne hefur skrifað undir vilja- yfirlýsingu um kaup á tveimur húsum á Keflavíkurflugvelli til þess að reka þar netþjónabú. Netfyrirtækið Google er ekki aðili að þessari ákvörðun en Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að þreifingar hafi verið um samstarf við fyrirtækið. Vilhjálm- ur Þorsteinsson, stjórnarformað- ur Verne, vildi ekki staðfesta það. „Það eru til fyrirtæki eins og Google, Yahoo og Microsoft sem byggja og reka sjálfstætt sín eigin netþjónabú og svo eru annars konar netþjónabú sem ætluð eru til útleigu. Menn hafa verið að skoða möguleikana og það er ýmislegt í kortunum, en engar endanlegar ákvarðanir liggja fyrir og ekkert verður gefið út strax,“ segir Vilhjálmur. Fjárfestingarfyrirtækið Verne er í eigu Novators á Íslandi og erlendra fjárfesta, sem einnig eru tveir stærstu hluthafar tölvuleikja- framleiðandans CCP. Verne er einnig að skoða þátttöku í hlutafjár- útboði hjá Farice. „Við erum að skoða málið með jákvæðum hug,“ segir Vilhjálm- ur. Í síðustu viku tilkynnti sam- gönguráðherra að sæstrengur yrði lagður milli Íslands og Dan- merkur. Þá greindi ráðherra frá því að orðið hefði verið við óskum þeirra sem rækju netþjónabú, sem lagt hefðu áherslu á að strengurinn yrði lagður til Dan- merkur. Í tilkynningu frá ráðuneytinu sagði að fljótlega yrði greint frá samkomulagi ríkisins við öfluga aðila, innlenda og erlenda, um tengingu netþjónabús, en Danice- strengurinn mun uppfylla kröfur netþjónabúa um flutningsgetu og aðra tæknilega þætti. „Það er mikið búið að ræða um netþjónabú að undanförnu og við erum að skoða þessi mál,“ segir Vilhjálmur. Nýi strengurinn, Danice, verður viðbót við Farice 1-sæstrenginn og verða strengirnir tveir reknir sem eitt kerfi. Vilja reka netþjónabú á Keflavíkurflugvelli Verne, fyrirtæki í eigu Novators, hyggst reka netþjónabú á Keflavíkurflugvelli. Undirrituð hefur verið viljayfirlýsing um kaup á húsum á svæðinu. Fyrirtækið skoðar þátttöku í hlutafjárútboði Farice, sem undirbýr lagningu nýs sæstrengs. Kveikt verður á friðarsúlu Yoko Ono í Viðey í kvöld. Ono, sem er ekkja Johns Lennon heitins, og Sean sonur hans verða viðstödd athöfnina, sem hefst klukkan hálf átta. Ásamt þeim verða útvaldir boðsgestir, þar á meðal bítillinn fyrrverandi Ringo Starr og Olivia Harrison, ekkja George Harrison. Paul McCartney, sem var einnig boðið, verður ekki viðstaddur athöfnina. Súlan verður tendruð til minningar um John Lennon, sem hefði orðið 67 ára í dag. Hún mun lýsa upp himininn fram til 8. desember, en þann dag árið 1980 var Lennon skotinn til bana í New York. Ætlunin er að hafa kveikt á súlunni í þessa tvo mánuði á hverju ári. Að athöfninni lokinni halda boðsgestir í land í móttöku borgarstjórans í Reykjavík, Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi. „Það er allt á góðu róli hjá okkur og við hlökkum mikið til,“ segir Soffía Karlsdóttir, deildarstjóri mark- aðs- og kynningarmála hjá Listasafni Reykjavíkur. „Undirbúningsvinnan hjá okkur hefur að mestu leyti snúist um blaðamanna- og gestaumsýslu undanfarna daga, en það koma hátt í fimmtíu erlendir fjölmiðla- menn til landsins vegna athafnarinnar.“ Kveikt á friðarsúlunni í kvöld Tuttugu og sjö kólumbískir flóttamenn koma til landsins í dag í boði íslenskra stjórnvalda. Fólkið hafði flúið til Ekvador frá ofbeldi, stríðsátökum og ofsóknum í heimalandi sínu Kólumbíu. Flóttamennirnir munu setjast að í Reykjavík. Rauði krossinn og Reykjavíkurborg sjá um móttöku þeirra og útvega meðal annars húsnæði og félagslega ráðgjöf, eins og segir í fréttatilkynningu frá félagsmálaráðuneytinu. Íslensk stjórnvöld hafa samtals tekið á móti 247 flóttamönnum frá árinu 1996. Taka á móti 27 flóttamönnum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.