Fréttablaðið - 09.10.2007, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 09.10.2007, Blaðsíða 12
 Mótmælendur gegn herforingjastjórninni í Búrma (öðru nafni Mjanmar) geta ekki náð kröfum sínum fram, þar á meðal að fá stjórnarandstöðuleið- togann Aung San Suu Kyi lausa úr stofufangelsi, nema þeir fylgi þeirri leið sem stjórnin hefur sjálf markað til að koma aftur á lýðræði í landinu. Þessi boðskap- ur var birtur í ríkisdagblaðinu New Light of Myanmar í gær. Í leiðara blaðsins voru mótmæl- endur skammaðir fyrir að flykkjast út á götur; þeir gætu fengið það sem þeir vilja með því að fylgja sjö þrepa „leiðarvísi“ herforingjastjórnarinnar til endurreisnar lýðræðis. Stjórnarleiðin eina leiðin Nóbelsverðlaunin í læknisfræði hljóta í ár Banda- ríkjamennirnir Mario R. Capecchi og Oliver Smithies ásamt Bretanum Martin J. Evans. Verðlaunin hljóta þeir fyrir stofnfrumu- rannsóknir sem leiddu af sér nýja tækni, genamiðun. Sú tækni hefur gert vísinda- mönnum kleift að líkja í músum eftir sjúkdómum sem herja á menn, svo sem hjartasjúkdómum, taugahrörnunarsjúkdómum, sykursýki og krabbameini. Verðlaunin verða afhent í Stokkhólmi 10. desember. Fá Nóbel fyrir rannsóknir á stofnfrumum Þetta einstaka tilboðsfargjald gildir til allra áfangastaða Flugfélags Íslands innanlands er fyrir börn 2 – 11 ára í fylgd með fullorðnum og í sömu bókun bókanlegt frá 9. október 2007 ferðatímabil 10. – 30. október 2007 býðst eingöngu þegar bókað er á netinu, www.flugfelag.is ÍS L E N S K A S IA .I S F LU 39 42 2 10 .2 00 7 1 kr. aðra leiðina + 490 kr. 10.- 30. október. (flugvallarskattur) Aðeins 1 króna fyrir börnin www.flugfelag.is | 570 3030 Blaðið heitir nú 24 stundir. Fyrsta tölublaðið undir nýja nafninu kemur út í dag. Breytingin er hluti af sókn á dagblaðamarkaði sem hófst í sumar, segir í tilkynningu frá Árvakri. Nafnið á að vísa til þess að blaðið sé ætíð á vaktinni — allan sólarhringinn. Til viðbótar við nýtt nafn verður helgarblað 24 stunda stækkað í 64 síður og upplagið stækkað í 105 þúsund eintök. Á næstunni verður lagst í umfangs- mikla markaðssetningu í dag- blöðum, sjónvarpi og á netinu vegna breytinganna. Blaðinu breytt í 24 stundir Íbúfen er uppselt í lausasölu í apótekum en allir styrkleikar lyfsins fást enn gegn framvísun lyfseðils. Hjördís Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Actavis, segir að íbúfen skorti vegna þess að ítalskur hráefnabirgir fyrirtækisins hafi hætt störfum. Vonast sé til að málið leysist á næstu þremur til fjórum vikum. Elín Kristjánsdóttir, lyfsali í Garðabæ, segir að íbúfen hafi verið ófáanlegt um nokkurt skeið og Unnur Björgvinsdóttir, lyfsali í Lágmúla, tekur undir þau orð. Unnur segir að íbúfen hafi ekki verið til í lausasölu í Lágmúlanum í hátt í þrjár vikur en sjálfsagt sé þetta misjafnt eftir apótekum. Hátt í þrjár vikur séu liðnar síðan framleiðandinn Actavis sendi íbúfen síðast í apótekin en þá átti Lyfja í Lágmúla nokkurra daga birgðir. Þær eru löngu uppseldar. „Þetta kemur mjög illa við fólk, ekki síst við starfsfólkið hérna því að það þarf endalaust að svara spurningum út af þessu,“ segir Unnur. „Íbúfen er mjög vinsælt en við gerðum okkur samt ekki grein fyrir hversu vinsælt það er fyrr en það seldist upp. Mín tilfinning er sú að vinsældir íbúfens hafi aukist mikið síðustu árin, sérstaklega eftir að parkódín hætti. Þá hafa margir farið yfir í íbúfen.“ Enn er hægt að fá íbúfen gegn framvísun lyfseðils og svo er hægt að fá önnur lyf í lausasölu, til dæmis Naproxen, Paratabs eða Voltaren Dolo. „Þetta seljum við í meira magni í staðinn en það eru ekki allir sem vilja þessi lyf,“ segir hún. Unnur segir starfsmenn Lyfju finna áþreifanlega fyrir íbúfenskortinum. Sumir viðskiptavinir yppti öxlum og spyrji hvers vegna íbúfen sé uppselt og stundum fá starfsmennirnir á tilfinninguna að viðskiptavinirnir telji skortinn þeim að kenna. „En þetta er ekki okkur að kenna. Við getum ekki stjórnað þessu,“ segir hún. Hjördís Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Actavis, segir að hráefnisbirgir Actavis á Ítalíu hafi hætt að framleiða íbúprófen sem sé virka innihaldsefnið í íbúfeni. Einhver fyrirvari hafi verið á þessu en það hafi samt tekið lengri tíma en búist hafi verið við að ganga frá innkaupum frá öðrum birgi. „Við erum með rúmlega sex hundruð lyf á markaði um allan heim þannig að við kaupum inn efni mjög víða, þetta er eitt af því sem getur komið upp á og við ráðum ekkert endilega við.“ Segir íbúfenskort koma illa við fólk Íbúfen hefur verið uppselt í lausasölu í lyfjaverslunum um nokkurt skeið en allir styrkleikar lyfsins fást enn gegn framvísun lyfseðils. Ekki er von á að úr rætist fyrr en eftir þrjár til fjórar vikur. Íbúfenskorturinn kemur illa við fólk. Meðlimir sérskipaðs kviðdóms í breskri réttarrann- sókn á andláti Díönu prinsessu, vinar hennar Dodis Fayed og bílstjórans Henris Paul könnuðu í gær vettvang síðustu klukku- stundanna fyrir hið banvæna bílslys í París fyrir tíu árum. Kviðdómurinn var leiddur um Ritz-hótelið við Place Vendôme, þá um krossgötutorgið mikla Place de la Concorde og loks um umferðargöngin undir Pont de l‘Alma-brúna, þar sem Benzinn sem Paul ók lenti á steinsteypu- stólpa aðfaranótt 31. ágúst 1997. Parísarlögreglan lokaði umferð um göngin til þess að kviðdómur- inn gæti gengið um þau og skoðað vettvanginn í návígi. Kanna vettvang æviloka Díönu

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.