Fréttablaðið - 09.10.2007, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 09.10.2007, Blaðsíða 33
Fyrsta hljóðversplata Britney Spears í fjögur ár mun heita Blackout. Vísar titillinn í það að útiloka alla neikvæðni og taka lífinu opnum örmum. Fyrsta smáskífulag plötunnar, Gimme More, hefur fengið góðar viðtökur að undanförnu þrátt fyrir hræðilega frammistöðu Britney á MTV-hátíðinni í síðasta mánuði þar sem hún söng lagið illa undirbúin. Nýja platan kemur út 12. nóvember og má þá telja líklegt að söngkonan fylgi henni eftir með tónleikaferð ef andlegt ástand hennar leyfir. Britney með Blackout Myndband hljómsveitarinnar Queen við lagið Bohemian Rhapsody frá árinu 1975 hefur verið kosið besta tónlistarmynd- band sögunnar. Í öðru sæti var Thriller með Michael Jackson og í því þriðja var Cry Me a River með Justin Timberlake. Rúmlega eitt þúsund manns tóku þátt í breskri skoðanakönnun um besta myndbandið og nefndu um þrjátíu prósent hið sex mínútna langa myndband Queen sem tók aðeins þrjá klukkutíma að taka upp. Kostaði það rúmar 400 þúsund krónur, sem telst í dag ekki mikill peningur í þessum geira. Á meðal fleiri myndbanda á topp tíu voru lagið Take On Me með A-Ha og Dirty með Christinu Aguilera. Baby One More Time með Britney Spears náði aðeins fimmtánda sæti í könnuninni. Bohemian Rhapsody er fyrir löngu orðið sígilt í tónlistarsög- unni. Sat það í níu vikur á toppi breska vinsældalistans eftir að það kom út. Fór það aftur á topp- inn árið 1991 þegar söngvarinn Freddie Mercury lést. Bohemian flottast Hljómsveitirnar Dikta og Skátar, ásamt tónlistarkonunni Kiru Kiru, koma fram á hátíðinni In the City sem er haldin árlega í Manchester í Englandi. Þetta er annað árið í röð sem sérstakt íslenskt kvöld er haldið á hátíðinni. Var það ein af óskum Tonys Wilson, frumkvöðuls In the City sem nú er látinn, að íslenska tónlistar- kvöldið yrði endurtekið enda þótti frammi- staða Ólafar Arnalds, Elízu og Mammúts á síðasta ári heppnast mjög vel. Íslenska kvöldið fer fram á Pitcher and Piano í Manchester sem er einn besti tónleikastaður borgarinnar. Ásamt því að spila á hátíðinni fá íslensku listamennirnir einnig heimasíðu og lag á iTunes-safnplötu sem verður dreift til allra sem koma á hátíðina sem hefst 20. október. Hljómsveitir eins og Coldplay, Oasis og Muse hafa slegið í gegn eftir að hafa komið fram á In the City. Boðið á In the City Hljómsveitin Sigur Rós hlaut verðlaun breska tónlistar- tímaritsins Q í gær fyrir framúrstefnulegasta hljóminn. Gítarleikari U2, The Edge, fékk þessi sömu verðlaun á síðasta ári. Björk Guðmundsdóttir var tilnefnd til verðlaunanna fyrir myndband sitt við lagið Earth Intruders en bar ekki sigur úr býtum. Féllu verðlaunin í skaut hljómsveitinni Kaiser Chiefs fyrir lagið Ruby. Arctic Monkeys var valin besta hljómsveit heimsins en plata Amy Winehouse, Back to Black, var valin sú besta. Sigur Rós verðlaunuð Síðumúli 8 – Sími 568 8410Hafnarstræti 5 - Sími 551 6760 Krókháls 5 – Sími 517 8050 Veidimadurinn.is - Sportbudin.is - Veidihornid.is Munið vinsælu gjafabréfin okkar Öll kasthjól – 40% afsláttur Kaststangir 20-50% afsláttur Fluguhjól 15-50% afsláttur Flugustangir 15-50% afsláttur Öndunarvöðlur frá 9.995 Veiðivesti frá 1.995 10 stk. spúnar aðeins 1.990 Lítið notaðar leiguvöðlur aðeins 5.000 Sjókayakar 15-30% afsláttur Þurrbúningar og vesti 15-50% afsláttur Valdar haglabyssur 20-30% afsláttur Felufatnaður 15-50% afsláttur Útsalan hefst í dag og lýkur 7. október Vinsælustu vörurnar seljast alltaf upp fyrst Sjókayakar, fatnaður og búnaður aðeins í Sportbúðinni Krókhálsi 5. Skotvopn og felugallar aðeins í Veiðihorninu Síðumúla 8 og Sportbúðinni Krókhálsi 5. Leiguvöðlur aðeins í Veiðihorninu Síðumúla) ÚTSALAN ER BYRJUÐ BARA Í FÁEINA DAGA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.