Fréttablaðið - 09.10.2007, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 09.10.2007, Blaðsíða 32
Hljómsveitin Sigur Rós hélt í ógleymanlega tónleikaferð um Ísland sumarið 2006. Samspil Sigur Rósar, náttúru Íslands og íslensku þjóðarinnar má finna í þessu ógleymanlegu meistarastykki Sigur Rósar, mynd sem engin má missa af! “H EIMA ER BEST” - MBL FRÁ MEISTARA ROB ZOMBIE KEMUR EIN SVAKALEGASTA MYND ÁRSINS! SLÓ Í GEGN Í BANDARÍKJUNUM OG FÓR BEINT Á TOPPINN. DÓMSDAGUR DJÖFULSINS! MISSIÐ EKKI AF ÞESSARI MÖGNUÐU HRYLLINGSMYND! HEIMA - SIGURRÓS kl. 6 - 8 - 10 3:10 TO YUMA kl. 5.30 - 8 - 10.30 VEÐRAMÓT kl. 5.40 - 8 - 10.20 ASTRÓPÍA kl. 6 - 8 - 10.20 SÍMI 462 3500SÍMI 530 1919 SÍMI 551 9000SÍMI 564 0000 16 12 16 14 12 16 14 14 HALLOWEEN kl. 8 - 10.10 SUPERBAD kl. 6 - 8 CHUCK AND LARRY kl. 6 - 10.10 16 12 14 16 14 HALLOWEEN kl.6 - 8 - 10.15 THE 11TH HOUR kl.6 - 8 - 10 VEÐRAMÓT kl. 5.40 - 8 - 10.20 BROTHERSOM MAN kl. 6 - 10 THE EDGE OF HEAVEN kl. 8 HALLOWEEN kl. 5.30 - 8 - 10.25 SUPERBAD kl. 5.30 - 8 - 10.30 SUPERBADLÚXUS kl. 5.30 - 8 - 10.30 SHOOT´EM UP kl. 8 - 10 HÁKARLABEITA 600 KR. kl. 3.50 - 6 HAIRSPRAY kl. 5.30 - 8 KNOCKED UP kl. 10.20 BRETTIN UPP ÍSL. TAL kl. 4 THE SIMPSONS MOVIE ÍSL. TAL kl. 3.45 300 kr. Síð. sýningar -A.F.B. Blaðið - L.I.B., Topp5.is - I. Þ. Film.is - J. I. S. Film.is- D.Ö.J., Kvikmyndir.com “Skotheld skemmtun” - T.S.K., Blaðið “TOP 10 CONC EPT FILMS EVER ” - O BSERVER “ ALG JÖRLEGA EINSTÖK” - FBL “VÁ” - B LAÐIÐ “ME Ð GÆSA HÚÐ AF HRIFNIN GU” - DV “SI GUR ROS HAVE REINVENTED THE ROCK FILM” - Q “SO BEAUTI FUL ITS HYPNOTIC” - EMPIRE !óíbí.rk045 Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu Hugljúf rómantísk gamanmynd Leiðin að hjartanu er í gegnum ljúfengan mat! www.SAMbio.is 575 8900 STARDUST ER MÖGNUÐ ÆVINTÝRAMYND STÚTFULL AF GÖLDRUM, HÚMOR OG HASAR. Skemmtilegustu vinkonur í heimi eru mættar. ÁLFABAKKA AKUREYRI KEFLAVÍK SELFOSSI KRINGLUNNI STARDUST kl. 5:40 - 8 -10:20 10 NO RESERVATIONS kl. 8 L 3:10 TO YUMA kl. 10 16 ASTRÓPÍÁ kl. 6 L STARDUST kl. 5:30 - 8 - 10:30 10 STARDUST kl. 5:30 - 8 - 10:30 NO RESERVATIONS kl. 5:30 - 8 - 10:30 L SUPER BAD kl. 5:30 - 8 - 10:30 12 CHUCK AND LARRY kl. 8 - 10:30 12 MR. BROOKS kl. 8 16 BRATZ kl. 5:30 L DISTURBIA kl. 10:30 14 ASTRÓPÍÁ kl. 6 L STARDUST kl. 6:30 - 9 10 NO RESERVATIONS kl. 8 - 10:10 L MR. BROOKS kl. 10:10 16 ASTRÓPÍÁ kl. 6 - 8 L RATATOUILLE M/- ÍSL TAL kl. 5:40 L DIGITALDIGITAL DIGITALVIP CHUCK AND LARRY kl. 8 - 10:20 12 NO RESERVATIONS kl. 8 L SHOOT EM UP kl. 10:20 16 STARDUST kl. 8 10 SUPERBAD kl. 8 - 10:20 L MR. BROOKS kl. 10:30 16 ROBERT DE NIRO OG MICHELLE PFEIFFER Í FRÁBÆRRI MYND SEM VAR TEKINN UPP Á ÍSLANDI OG ALLIR ÆTTU AÐ HAFA GAMAN AF - bara lúxus Sími: 553 2075 STARDUST kl. 5.30, 8 og 10.30 10 3:10 TO YUMA kl. 5.30, 8 og 10.30 16 CHUCK & LARRY kl. 5.40, 8 og 10.20 12 LAUGARÁSBÍÓ - SÝNINGARTÍMAR www.laugarasbio.is - Miðasala á Miklar væntingar voru gerðar til Hvíta víkingsins á sínum tíma. Og voru vonbrigðin því enn meiri. Leikstjórinn afsakaði sig með því að myndin væri ekki hans eigin- lega verk, heldur ætti að bíða eftir þáttunum. Þegar þeir birtust þótti útkoman enn verri. Þetta er því þriðja atlaga Hrafns að efninu. Til samanburðar má benda á Myrkra- höfðingjann, eina dýrustu mynd sem gerð hefur verið á íslensku, og batt í raun enda á feril Hrafns sem kvikmyndagerðarmanns, enn sem komið er. En þegar myndin var endurunnin sem sjónvarpsþættir kom einhvers konar misskilið meistaraverk upp úr krafsinu, þar sem Hrafni tókst, eins og honum einum er lagið, að grípa ótta, ofstopa og öfuguggahátt 17. aldar með sannfærandi hætti. Því var spennandi að sjá hvort sama tækist með þriðju atlögu að Hvíta víkingnum. Í fyrstu ber að nefna að sögusviðið er afar spenn- andi, átök kristinna manna og heið- ingja við lok þarsíðustu þúsaldar. Og efnið hefur elst vel, saga af trúarofstæki leiðtoga á því miður betur við í dag en hún gerði árið 1991. Ólafur Tryggvason Noregs- konungur birtist eins og teikni- myndaskúrkur í túlkun Egils Ólafs- sonar og Hrafn kemur auga á að stutt er milli geðklofa og ofsatrúar, þegar menn taka við skipunum frá ósýnilegum máttarvöldum. Sögu- skoðunin er líka skemmtilega íslensk. Erfitt er að sjá fyrir sér Hollywood-hetjur drepa nunnur og hrækja á Kristsmyndir eins og Askur og Embla gera hér. Vandamálið liggur hins vegar í sögunni sjálfri. Ólafur tekur Emblu í gíslingu og skipar Aski að fara og kristna Ísland. Askur snýr aftur til að bjarga henni, þau eru gripin, hún aftur tekin í gíslingu og hann aftur sendur til að kristna Ísland. Eftir klukkutíma og 20 mínútur erum við stödd á nákvæmlega sama stað og þegar þetta byrjaði. Hvort sem það er ætlunin eða ekki flyst samúðin smám saman yfir á konung, og maður skilur ekki hvað hann nennir að púkka upp á þessa óþekku unglinga endalaust. Einn meginþráður sögunnar er ást kon- ungs á Emblu, hann vill gera hana að drottningu og bera í hana gjafir en hún hafnar honum stöðugt, lík- lega væri best fyrir alla ef hún myndi taka við honum. Það virðist líka frekar vanhugsað hjá Ólafi að senda rammheiðinn krakka til þess að kristna Ísland, sem virðist skipta konung minna máli en að sofa hjá kærustu hans. Þannig hverfur hið mikla drama um kristn- un Norður-Evrópu í skuggann af lítið sannfærandi ástarsögu. Klippingin er á tímum skrykkj- ótt, þótt hún renni betur en fyrri útgáfur. Ísland hefur nær alveg dottið út og Gottskálk sem betur fer líka. Búningarnir í myndinni eru fremur stílfærðir heldur en sögu- legir, en eins og svo oft er sagn- fræðin áhugaverðari en kvik- myndaskáldsagan. Embla er hvorki nógu epísk né nógu nálægt því að vera meistaraverk til að gera efni- viðinum viðeigandi skil. Hún er nær því að vera víkinga b-mynd, eins og The Viking Sagas sem tekin var hérlendis um árið, og er bara nokkuð góð sem slík. Og er þetta vafalaust besta útgáfan af Hvíta víkingnum til þessa. Hetjur drepa nunnur Shake It Good er fjórða plata Jagú- ar og sú fyrsta síðan bræðurnir Daði og Börkur Birgissynir yfir- gáfu sveitina í júní 2005. Sveitin er í dag skipuð Samúel Jóni Samú- elssyni sem syngur og spilar á básúnu, Inga S. Skúlasyni bassa- leikara, Kjartani Hákonarsyni trompetleikara, Óskari Guðjóns- syni saxófónleikara, Ómari Guð- jónssyni gítarleikara og Einari Scheving trommuleikara. Platan inniheldur níu lög eftir meðlimi sveitarinnar sem flest sverja sig í ætt við fyrri verk hennar. Þarna er djassfönk (Somebody Told Me, Runki Fag), diskófönk (Groove All Night, Disco Diva) og poppað efni sem minnir á sveitir eins og Jam- iroquai (You Want Me). Eitt lag- anna sker sig nokkuð úr, lokalagið Youth Faded sem er hæggengur rokkslagari og fínn sem slíkur. Það er margt vel gert hér. Mörg laganna eru fín, t.d. titillagið, Groove All Night, Disco Diva og Somebody Told Me. Sveitin nær líka oft góðu flugi og það er gaman að hlusta á hljóðfæraleikinn hvort sem við erum að tala um tilþrif blásaranna, gítarleik Ómars Guð- jónssonar eða bassagrúvið hjá þeim frábæra bassaleikara Inga S. Skúlasyni. Það sem hins vegar er hægt að finna að Shake It Good er einkum tvennt. Í fyrsta lagi er hljómurinn of flatur. Í öðru lagi finnst mér sveitin virka stefnulaus. Hún hjakkar að mestu í sama farinu og þó að halda megi því fram að aldrei sé hægt að fá of mikið af einhverju góðu finnst mér kominn tími á að Jagúar-menn ákveði hvert þeir vilja stefna með fönkið. Hvernig ætla þeir að þróa þetta tónlistarform áfram? Það er ekki nóg að spila vel og að búa til gott partí. Það þarf líka að koma með eitthvað nýtt á borðið. Á heildina litið er Shake It Good ekkert stórvirki, en ágætis plata samt sem áður sem aðdáendur Jagúarsins ættu að tékka á. Meira af því sama Helga Haraldsdóttir hefur nýlokið við þýðingu á sjöundu og síðustu bókinni um galdrastrákinn Harry Potter. Hefur hún fengið nafnið Harry Potter og dauðadjásnin og kemur í búðir hinn 15. nóvember. „Þetta er hálfgerð tómleikatilfinn- ing. Ég held ég sé ekki búin að átta mig á því að þetta sé síðasta bókin. Þetta er frekar skrýtin tilfinning,“ segir Helga, sem lauk þýðingunni á um tveimur og hálfum mánuði. Hún segist hafa fengið frekar stuttan tíma til að þýða bókina vegna þess að hún kom út mánuði seinna en venjulega úti í Bret- landi. Það kom þó ekki að sök því hún fékk góða hjálp við þýðinguna frá tveimur konum sem starfa hjá útgefandanum Bjarti. Nýja bókin er töluvert frábrugðin hinum Potter-bókunum enda ger- ist hún að mjög litlu leyti í Hog- wartsskóla. Fjallar hún um það þegar Harry fer í leiðangur til að leita að ákveðnum hlutum ásamt vinum sínum. Helga segir þýðing- una hafa verið mjög skemmtilega, rétt eins og með hinar bækurnar. Nefnir hún þó þriðju bókina, Fang- ann frá Azkaban, sem uppáhalds- bókina sína. Svo skemmtilega vill til að hún er jafnframt upphálds- bók höfundarins, J.K. Rowling. „Þetta hafa verið alveg hreint for- réttindi að taka þátt í þessu en ef maður hefði stundum haft meiri tíma hefði þetta verið enn þá skemmtilegra,“ segir Helga um Potter-ævintýrið sem hófst fyrir átta árum með bókinni Harry Potter og viskusteinninn. Helga, sem starfar sem sálfræð- ingur, ætlar að taka sér góða pásu frá þýðingum við brotthvarf Harrys Potter og gefa sér meiri tíma fyrir fjölskylduna. „Þetta er kannski orðið gott. Ég fer ekki aftur að þýða nema það komi eitthvað sérstakt upp.“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.