Fréttablaðið - 09.10.2007, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 09.10.2007, Blaðsíða 10
„Okkar skýra stefna er að við ætlum að vera öflugasta ung- liðahreyfing landsins,“ segir Anna Pála Sverrisdóttir, nýkjörinn for- maður Ungra jafnaðarmanna (UJ). Í fyrsta sinn í sögu UJ sitja konur í embætti bæði varaformanns og formanns, en Eva Kamilla Einars- dóttir var kjörin í embætti varafor- manns á landsfundi UJ sem fór fram nú um helgina. Líklega er það einnig í fyrsta sinn sem tvær konur sitja í efstu embættum landsfélags ungliðahreyfingar. „Nýja stjórnin á eftir að hittast og leggja drög fyrir árið. En það er ekki nóg að gera starfsáætlun, heldur verðum við líka að vera vakandi og geta brugðist skjótt við. Við munum áreiðanlega koma sjálfum okkur og öðrum á óvart.“ Landsfundurinn var haldinn undir yfirskriftinni Breytum rétt og segir Anna Pála það vísa til nýrrar stöðu Samfylkingarinnar í ríkisstjórn. „Á þinginu var breið samstaða um að hafna frekari uppbyggingu áliðnaðar, enda eru Ungir jafnaðar- menn miklir umhverfisverndar- sinnar. Þá kom upp skemmtilegur frasi sem er aðskilnaður ríkis og landbúnaðar. Við viljum afnema haftastefnu í landbúnaði sem bændur og neytendur tapa á. Annað mjög aðkallandi mál er laun kvenna- stétta í opinberri velferðarþjónustu. Þetta eru stéttirnar sem halda samfélaginu saman. Ef við getum ekki greitt þeim sómasamleg laun þurfum við verulega að endurskoða verðmætamat okkar.“ Hækka á laun kvennastétta Það væri öllum Norðurlandaþjóðunum í hag ef þau ykju samstarf sín í milli um öryggis- og varnarmál. Þetta segir Aly- son J.K. Bailes, gestakenn- ari í alþjóðastjórnmálum við Háskóla Íslands og fyrr- verandi forstöðumaður sænsku friðarrannsókna- stofnunarinnar SIPRI. Í erindi á fundi á vegum Varðbergs og Félags um vestræna samvinnu sagði Bailes að af sögulegum ástæðum hefðu Norður- löndin hvert valið ólíka leið í varn- armálum – Svíþjóð hefði lagt áherslu á að standa utan varnar- bandalaga og reiða sig á að geta kallað meira og minna alla þjóðina til að taka þátt í vörnum landsins, Finnar sömuleiðis. Norðmenn og Danir hefðu á árum kalda stríðsins lagt mikið upp úr virku varnarsam- starfi við Bandaríkin, en báðar þjóðir hefðu jafnframt lagt áherslu á að á friðartímum yrðu engir erlendir hermenn að staðaldri í löndum þeirra. Danmörk skæri sig úr nú með því að eiga eitt Norður- landanna bæði aðild að Atlants- hafsbandalaginu og Evrópusam- bandinu – að vísu með undanþágum frá skuldbindingu til þátttöku í sameiginlegri öryggis- og varnar- málastefnu þess. Sérstaða Íslands sem eyjar langt úti í Atl- antshafi og NATO-ríkis án hers væri að sjálf- sögðu mikil. Breyttar ógnir nútím- ans gerðu að verkum að þessi sögulegi munur á varnarstefnu Norður- landanna skipti minna máli. Eðlilegt væri að þegar bandaríska varnar- liðið hefði kvatt hallaði Ísland sér meira að næstu grannþjóðum sínum innan NATO, ekki síst Norðmönnum og Dönum. Öll Norðurlöndin ættu nú sameig- inlegt að vera háð utanaðkomandi aðstoð til að verjast ógnum nútímans, bæði hefðbundnum hern- aðarlegum ógnum en enn frekar þó ógnum sem ekki væri hægt að verj- ast hernaðarlega, svo sem hryðju- verkum, farsóttum, eiturefnameng- un eða því um líku. Því hefðu þau öll hag af því að stilla í auknum mæli saman strengi á þessu sviði, meðal annars til að koma sameiginlegum norrænum sjónarmiðum í öryggis- og varnarmálum betur á framfæri í stefnumótun stóru fjölþjóðabanda- laganna ESB, NATO og Sameinuðu þjóðanna. Þetta skipti miklu máli, ekki síst í ljósi þess að ESB hefði nú æ meira mótandi áhrif á viðbúnað Evrópuþjóða við ógnum nútímans. Öryggi eflt á Norðurlöndum Að sögn breska öryggismálasérfræðingsins Alyson Bailes væri það öllum Norðurlandaþjóðunum í hag að efla samstarf sín í milli um öryggis- og varnarmál. Sænskur elgveiðimað- ur fannst látinn fyrir utan veiðikofa sinn í Jämtland-sýslu í Norður-Svíþjóð, nærri landamær- unum að Noregi, og að sögn lögreglu er talið að árás skógar- bjarnar hafi orðið honum að aldurtila. „Sárin á líkinu benda til að maðurinn hafi verið klóraður af birni og bjarnarskítur fannst skammt frá,“ sagði Ann-Christin Johnsen, talskona lögreglunnar. Mjög sjaldgæft er að villtir birnir verði fólki að bana í Svíþjóð. Það gerðist síðast árið 2004 en þar á undan liðu næstum 100 ár frá síð- asta þekkta tilviki. Dó eftir árás skógarbjarnar Yfirsaksóknarinn í máli rússnesku blaðakonunnar Önnu Politkovskaju, sem myrt var í Moskvu fyrir ári, segist nú vita hver morðinginn er. Hann hefur þó ekki nefnt hann opinberlega. Petros Gariby- an saksóknari segir morðið hafa verið pólitískt og tengjast hugsan- lega morðinu á Paul Klebnikov, ritstjóra hinnar rússnesku útgáfu tímaritsins Forbes, árið 2004. „Við höfum ekki ákært morðingjann ennþá en við vitum hver hann er,“ sagði Garibyan í viðtali við Novaja Gazeta, dagblaðið sem Politkovskaja starfaði hjá. Veit hver myrti Politkovskaju Serbneska lögreglan greindi frá því í gær að hún hefði handtekið 56 meinta nýnasista í kjölfar götuslagsmála hægri- og vinstriöfgamanna. Hópunum laust saman er nýnasistarnir reyndu að halda bannaða kröfu- göngu þar sem þess var krafist að Kosovo yrði áfram hluti Serbíu. Liðsmönnum öfgasamtakanna Nacionalni Stroj (Þjóðvarðliðs- ins) laust saman við þátttakendur í mótmælafundi „and-fasista“ á sunnudag. Skipuleggjendur mót- mælafundarins sögðu í yfirlýs- ingu í gær að lögreglan hefði ekki verndað þá fyrir grjótkasti og ofbeldi nýnasistanna. Talsmenn stjórnarandstöðunnar sökuðu ríkisstjórnina um að sýna öfga- mönnum linkind. Slást vegna Kosovo hluthafar falla frá áskriftarrétti. 7. Kosning stjórnar og endurskoðanda. 8. Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin. LJÓS & PERUR Er ljósabúnaðurinn í lagi fyrir veturinn? Við bjóðum mikið úrval af ljósabúnaði og perum frá Hella. WWW.N1.ISN1 VERSLUN BÍLDSHÖFÐA 9 · SÍMI 440 1200 F í t o n / S Í A Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.