Fréttablaðið - 09.10.2007, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 09.10.2007, Blaðsíða 2
 Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins, kom til Íslands í gær í tilefni af ársfundi Þingmanna- sambands NATO sem nú fer fram í Laugardalshöllinni í Reykjavík. Hann átti strax eftir komuna fund með Geir H. Haarde forsætis- ráðherra og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra, en í dag munu þeir de Hoop Scheffer og Geir verða meðal ræðumanna á allsherjarfundi NATO-þingsins. Á síðasta viðkomustað sínum fyrir Íslandsferðina, Kaupmanna- höfn, hvatti de Hoop Scheffer aðildarþjóðir bandalagsins í gær til að senda fleiri hermenn til þátt- töku í verkefni NATO-herliðsins í Afganistan. Mannekla og skortur á búnaði standi verkefninu fyrir þrifum. Á blaðamannafundi í ráðherra- bústaðnum eftir fundinn með Geir og Ingibjörgu í gærkvöld sagði de Hoop Scheffer að áskorun sinni hefði hann beint til allra aðildar- ríkja bandalagsins. Ísland hefði lagt til vel metið framlag til upp- byggingaverkefnisins í Afganist- an og vonaðist hann til að Íslend- ingar héldu því áfram. Fjórtán liðsmenn Íslensku friðargæslunn- ar eru nú að störfum innan vébanda ISAF í Afganistan. Lýsir eftir Afganistanliðsauka Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók þrjá karlmenn með talsvert magn af fíkniefnum í fórum sínum í fyrradag. Mennirnir voru akandi í bíl þegar þeir voru stöðvaðir við hefðbundið eftirlit. Um það bil tuttugu grömm af kókaíni fundust í bílnum hjá þeim. Þeir voru handteknir og færðir á lögreglustöð þar sem þeir dvöldu í fyrrinótt. Þeim var sleppt í gær eftir yfirheyrslur. Mennirnir eru þekktir hjá lögreglunni, samkvæmt upplýs- ingum Fréttablaðsins. Þrír teknir með kókaín • Einfaldari skilmálar • Hærri bætur • Lægri eigin áhætta VÍÐTÆKASTA FJÖLSKYLDUTRYGGINGIN Jóna, er ekki úr háum söðli að detta fyrir þig? Evrópuráðið hefur ákveðið að 10. október ár hvert verði framvegis „Evrópudagur gegn dauðarefsingu“. Opinber yfirlýsing um þetta verður gefin í dag á ráðstefnu Evrópráðsins í Lissabon í Portúgal. Aðildarríki Evrópuráðsins munu ár hvert vekja með ýmsum hætti athygli á deginum. Jafn- framt er dagana 1. til 15. október haldin í Portúgal herferð gegn dauðarefsingu undir kjörorðinu „Dauði er ekki réttlæti“ í þeim tilgangi að efla vitund almenn- ings um nauðsyn þess að afnema dauðarefsingu í öllum löndum heims. Dagur gegn dauðarefsingu Karlmaður sem fannst illa leikinn á heimili sínu á sunnudag lést á sunnudagskvöld af völdum áverkanna sem honum voru veittir í líkamsárás fyrr um daginn. Karlmaður á fer- tugsaldri hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna málsins. Ekki er unnt að birta nafn hins látna að svo stöddu. Á sunnudag var haft samband við lögreglu og greint frá að maður væri alvarlega slasaður í íbúð við Hringbraut í Reykjavík. Maðurinn fannst þar meðvitundarlaus og með mikla áverka á höfði sem drógu hann til dauða þá um kvöldið. Karlmaður var handtekinn í kjölfarið, grun- aður um að hafa ráðist á manninn þá um daginn. Var það sá sami og hafði tilkynnt lögreglu um hinn slasaða og var staddur í húsinu þegar lög- reglu bar að. Hann var úrskurðaður í gæslu- varðhald til 15. október í Héraðsdómi Reykja- víkur í gær. Rannsókn málsins er í fullum gangi en yfir- heyrslur yfir hinum grunaða og íbúum hússins hófust í gær. Lést af sárum sínum á spítala Umhverfisstofnun tók nýlega þátt í norrænu verkefni þar sem mælt var magn kvikasilfurs í urriða til að kanna áhrif umhverfis á upptöku þess í fiski. Sýni voru tekin af urriða í Elliðavatni, Mývatni, Stóra- Fossvatni og Þingvallavatni. Magn kvikasilfurs sem mældist í fiski úr þessum vötnum var á bilinu 0,01–0,05 milligrömm á kíló, sem er mjög lágt gildi. Undan- tekning var stórurriði úr Þing- vallavatni en í honum mældist kvikasilfur 0,2–0,9 milligrömm á kíló og skýrist af háu magni kvikasilfurs í umhverfinu. Magn kvikasilf- urs hverfandi Alþjóðadómstóllinn í Haag, æðsti dómstóll Sameinuðu þjóðanna, úrskurðaði í gær að Hondúras skyldi fá yfirráð yfir fjórum eyjum í Karíbahafi, sem grannríkin Hondúras og Níkar- agva hafa deilt um yfirráðin yfir í áratugi. Samkvæmt úrskurðinum eru lögsögumörk landanna dregin nokkurn veginn miðja vegu milli krafna hvors ríkis um sig. Með úrskurðinum liggur loks þjóðar- réttarlega fyrir hver hafi nýtingarréttindi á auðlindum í og undir hafinu á þessu svæði. Stjórnvöld beggja landa hafa skuldbundið sig til að hlíta niðurstöðunni. Ný landamæri í Karíbahafi Lögreglumaður skaut til bana sex og helsærði eitt ungmenni sem safnast höfðu saman í heimahúsi til að borða pitsu og horfa á heimabíó í litlum bæ í Wisconsin í Bandaríkjunum í fyrrakvöld. Sjálfur féll hann fyrir kúlum annarra lögreglumanna. Byssumaðurinn var tvítugur að aldri og hafði nýlega hafið störf í lögreglunni í bænum Crandon. Svo virðist sem skotæði hafi runnið á manninn, Tyler Peterson, í afbrýðisemiskasti, að því er móðir einnar stúlkunnar sem fyrir skoti varð gat sér til. Skotæði í af- brýðisemiskasti Við umdeildan samruna Reyjavík Energy Invest og Geysis Green Energy fyrir helgi rann 16,6 prósenta hlutur Orkuveitu Reykja- víkur í Hitaveitu Suðurnesja (HS) inn í hið sameinaða félag. Hlutur- inn er metinn á 1,2 milljarða. Orkuveitan keypti hlutinn í sumar og stjórnarmenn í HS frá Reykjanesbæ og Hafnarfirði furða sig á vinnubrögðum Orkuveitunn- ar. Þeir hyggjast skoða það hvort bæjarfélögin muni nýta forkaups- rétt sem þau eiga í hluti Orkuveit- unnar og Geysis. Hjörleifur B. Kvaran, forstjóri Orkuveitunnar, segir að ákveðið hafi verið að hlutur Orkuveitunnar í HS skyldi renna inn í REI við samrunann til að hann yrði á sömu hendi og 32 prósenta hlutur Geysis. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks ákváðu í gær að Orkuveitan skyldi selja þriðjungshlut sinn í REI og telur Hjörleifur ekki ástæðu til að undanskilja hlut Orkuveitunnar í HS í þeirri sölu. Björn Ingi Hrafnsson, borg- arfulltrúi Framsóknarflokksins, er á öðru máli, og telur að skilja eigi HS að í því sambandi. „Einkaaðilar eiga að vera sterkir í útrás en við eigum að láta annað gilda um auð- lindir innanlands,“ segir hann. Gunnar Svavarsson, stjórnar- maður í HS fyrir hönd Hafnar- fjarðar, telur einnig að Orkuveitan ætti að leitast við að halda hlut sínum í HS. Hann er hissa á ákvörð- un Orkuveitunnar. „Það kemur okkur á óvart að Orkuveitan hafi ákveðið að leggja hlutinn inn í REI því það var aldrei upp á borðinu í sumar að leggja hann inn í útrásar- fyrirtæki,“ segir Gunnar. „Það er enn sérstakara að menn leggi hlutinn inn á föstudegi og taki svo ákvörðun á mánudegi um að selja hann. Af hverju tóku menn ekki bara ákvörðun um það að til- kynna forkaupsréttarhöfum strax á fimmtudaginn að þeir ætluðu að selja hann?“ Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar og fulltrúi í stjórn HS, tekur í svipaðan streng. „Til hvers var Orkuveitan að kaupa í HS ef hún vill svo setja þennan hlut mjög snarlega í útrásarfyrirtæki? Það var óvænt – jafnóvænt og aðkoma þeirra að Hitaveitunni.“ Báðir segja þeir Gunnar og Árni að íhugað verði, jafnvel með sam- starfi bæjarfélaganna, að nýta for- kaupsréttinn í hlutinn í HS, sem ellegar yrði seldur einkaaðilum með hluta Orkuveitunnar í REI. Árni tekur þó fram að hann óttist ekki einkaframtakið og að það sem mestu máli skipti sé að Reykja- nesbær eigi ráðandi hlut í HS og sé með í öllum ákvarðanatökum. Eign- arhlutfall annarra hluthafa sé aukaatriði í því samhengi. Hugleiða að nýta forkaupsrétt í HS Sextán prósenta hlutur Orkuveitunnar í Hitaveitu Suðurnesja rann til REI við sameininguna fyrir helgi og verður seldur með hlut Orkuveitunnar í REI. Hafn- firðingar og Reyknesingar eiga forkaupsrétt og munu skoða að nýta hann.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.